Erlent

Ástralskur biskup á­kærður fyrir nauðgun og kyn­ferðis­brot gegn börnum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Saunders var handtekinn en síðar sleppt gegn tryggingu. Honum hefur verið gert að dvelja á heimili sínu þar til málið verður tekið fyrir í júní.
Saunders var handtekinn en síðar sleppt gegn tryggingu. Honum hefur verið gert að dvelja á heimili sínu þar til málið verður tekið fyrir í júní. Getty

Ástralskur biskup hefur verið ákærður fyrir nauðgun og fleiri kynferðisbrot, meðal annars gegn börnum. Christopher Saunders, 74 ára, var handtekinn í Broome á miðvikudag, eftir að sætt rannsókn af hálfu lögregluyfirvalda og Páfagarðs.

Sanders er annar af tveimur háttsettum mönnum innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu sem hafa verið ákærðir fyrir kynferðisbrot. Hinn er kardinálinn George Pell, sem var fundinn sekur um brot gegn börnum árið 2018 en síðar sýknaður árið 2020.

Pell lést í fyrra.

Saunders var biskup í Broome frá 1996 og þar til hann lét sjálfviljugur af embætti í kjölfar ásakana árið 2020. Hann er þó enn biskup emeritus.

Hann er ákærður fyrir tvær nauðganir, fjórtán kynferðisárásir og þrjú brot gegn börnum. Brotin eru sögð hafa átt sér stað í tveimur afskekktum bæjum í Broome; Kununurra og Kalumburu, á árunum 2008 tli 2014.

Saunders segist saklaus.

Hann var látinn laus gegn tryggingu í morgun og gert að dvelja á heimili sínu þar til málið verður næst tekið fyrir, í júní. Kirkjuyfirvöld hafa heitið því að vinna með lögreglu að rannsókn málsins og segja ásakanirnar gegn Saunders afar alvarlegar.

Saunders var valdamikill í samfélögunum í Broom og þekktur fyrir að fara með ungum mönnum í tjald- og veiðiferðir. Þá var bjór nefndur í höfuðið á honum.

Páfi ákvað í kjölfar þess að ásakanir komu fram gegn biskupnum að hefja svokallaða „Vos Estis Lux Mundi“ rannsókn, sem voru kynntar til sögunnar árið 2019 til að vinna gegn kynferðisofbeldi innan kirkjunnar.

„Vos Estis Lux Mundi“ þýðir „þú ert ljós heimsins“ en aðeins örfaár slíkar rannsóknir hafa átt sér stað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×