Fótbolti

Fullt hús stiga hjá KR í Lengjubikarnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Theodór Elmar í leik með KR í sumar.
Theodór Elmar í leik með KR í sumar. Vísir/Hulda Margrét

KR vann sinn þriðja sigur í jafnmörgum leikjum í Lengjubikarnum þegar liðið vann 3-1 sigur á Njarðvík í kvöld.

KR var búið að vinna sigra á HK og Fjölni í fyrstu tveimur leikjum sínum í Lengjubikarnum en Njarðvík hafði tapað fyrir Þór og gert jafntefli við HK.

Lengjudeildarlið Njarðvíkur komst yfir á 12. mínútu leiksins í kvöld þegar Martin Klein Joensen skoraði en Theodór Elmar Bjarnason og Aron Sigurðsson komu KR í 2-1 áður en fyrri hálfleikur var á enda. Aron kom til KR í vetur og er ætlað stórt hlutverk hjá Vesturbæingum í sumar.

Allt virtist stefna í 2-1 sigur KR-inga en á lokamínútu leiksins bætti Hrafn Guðmundsson við þriðja marki KR og innsiglaði 3-1. Hrafn er fæddur árið 2006 og mikið efni.

Lokatölur 3-1 og KR með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í Lengjubikarnum en Þór er í öðru sæti en liðið hefur unnið báða leiki sína til þessa í riðlinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×