Jón Baldvin heiðraður með afmælisávarpi á eistneska þinginu Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2024 22:36 Jón Baldvin, fyrir miðju, ásamt eiginkonu sinni Bryndísi Schram og Juku-Kalle Raid, þingmanni á eistneska þinginu. Askur Alas Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins var heiðraður á 85 ára afmælisdegi sínum í Riigikogu, eistneska þinginu, í dag. Utanríkisráðherrann fyrrverandi er í miklum metum í Eistlandi vegna forystu hans þegar Íslendingar fyrstir þjóða heims viðurkenndu endurheimt sjálfstæði Eistlands árið 1991, sem og sjálfstæði Lettlands og Lithéns. Í hátíðarávarpi í eistneska þinginu í dag fór Jón Baldvin yfir atburðarásina á bakvið tjöldin á árunum 1990 til 1991 sem að lokum leiddi til þess að Íslendingar ákváðu að stíga hið mikilvæga skref sem braut ísinn gagnvart öðrum þjóðum og hjálpuðu eystrasaltsríkjunum að endurheimta sjálfstæði sitt. Í kynningu á erindi Jóns Baldvins í eistneskum miðlum segir að hann hafi verið skarpur gagnrýnandi á sinnuleysi og viljaleysi vestrænna ríkja til að gera nokkuð afgerandi gegn Rússlandi. „Fall Sovétríkjanna var einstakt tækifæri til að byggja nýtt og lýðræðislegt Rússland á rúsum kommúnismans. Þetta vitum við nú þegar við lítum í baksýnisspegilinn. Eftir óreiðu valdatíma Borisar Jeltsíns og síðar upplausn hefur Rússland snúið aftur til fortíðar með valdstjórn Putins og heimsvaldastefnu hans. Þar af leiðandi er Rússland nú hættulegt nágrönnum sínum. Þetta réðist af ákvörðunum vestrænna leiðtoga,” er haft eftir Jóni Baldvin. Greint er frá nánum tengslum Jóns Baldvins við alla helstu forystumenn Eistlands frá endnurreistu sjálfstæði og hvernig hann hefur allt frá upphafi stutt við lýðræðisöfl í landinu. Hér má sjá kynningu á Jóni Baldvini og erindi hans í Eistneska þinginu í dag. Utanríkismál Eistland Íslendingar erlendis Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Utanríkisráðherrann fyrrverandi er í miklum metum í Eistlandi vegna forystu hans þegar Íslendingar fyrstir þjóða heims viðurkenndu endurheimt sjálfstæði Eistlands árið 1991, sem og sjálfstæði Lettlands og Lithéns. Í hátíðarávarpi í eistneska þinginu í dag fór Jón Baldvin yfir atburðarásina á bakvið tjöldin á árunum 1990 til 1991 sem að lokum leiddi til þess að Íslendingar ákváðu að stíga hið mikilvæga skref sem braut ísinn gagnvart öðrum þjóðum og hjálpuðu eystrasaltsríkjunum að endurheimta sjálfstæði sitt. Í kynningu á erindi Jóns Baldvins í eistneskum miðlum segir að hann hafi verið skarpur gagnrýnandi á sinnuleysi og viljaleysi vestrænna ríkja til að gera nokkuð afgerandi gegn Rússlandi. „Fall Sovétríkjanna var einstakt tækifæri til að byggja nýtt og lýðræðislegt Rússland á rúsum kommúnismans. Þetta vitum við nú þegar við lítum í baksýnisspegilinn. Eftir óreiðu valdatíma Borisar Jeltsíns og síðar upplausn hefur Rússland snúið aftur til fortíðar með valdstjórn Putins og heimsvaldastefnu hans. Þar af leiðandi er Rússland nú hættulegt nágrönnum sínum. Þetta réðist af ákvörðunum vestrænna leiðtoga,” er haft eftir Jóni Baldvin. Greint er frá nánum tengslum Jóns Baldvins við alla helstu forystumenn Eistlands frá endnurreistu sjálfstæði og hvernig hann hefur allt frá upphafi stutt við lýðræðisöfl í landinu. Hér má sjá kynningu á Jóni Baldvini og erindi hans í Eistneska þinginu í dag.
Utanríkismál Eistland Íslendingar erlendis Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira