Jón Baldvin heiðraður með afmælisávarpi á eistneska þinginu Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2024 22:36 Jón Baldvin, fyrir miðju, ásamt eiginkonu sinni Bryndísi Schram og Juku-Kalle Raid, þingmanni á eistneska þinginu. Askur Alas Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins var heiðraður á 85 ára afmælisdegi sínum í Riigikogu, eistneska þinginu, í dag. Utanríkisráðherrann fyrrverandi er í miklum metum í Eistlandi vegna forystu hans þegar Íslendingar fyrstir þjóða heims viðurkenndu endurheimt sjálfstæði Eistlands árið 1991, sem og sjálfstæði Lettlands og Lithéns. Í hátíðarávarpi í eistneska þinginu í dag fór Jón Baldvin yfir atburðarásina á bakvið tjöldin á árunum 1990 til 1991 sem að lokum leiddi til þess að Íslendingar ákváðu að stíga hið mikilvæga skref sem braut ísinn gagnvart öðrum þjóðum og hjálpuðu eystrasaltsríkjunum að endurheimta sjálfstæði sitt. Í kynningu á erindi Jóns Baldvins í eistneskum miðlum segir að hann hafi verið skarpur gagnrýnandi á sinnuleysi og viljaleysi vestrænna ríkja til að gera nokkuð afgerandi gegn Rússlandi. „Fall Sovétríkjanna var einstakt tækifæri til að byggja nýtt og lýðræðislegt Rússland á rúsum kommúnismans. Þetta vitum við nú þegar við lítum í baksýnisspegilinn. Eftir óreiðu valdatíma Borisar Jeltsíns og síðar upplausn hefur Rússland snúið aftur til fortíðar með valdstjórn Putins og heimsvaldastefnu hans. Þar af leiðandi er Rússland nú hættulegt nágrönnum sínum. Þetta réðist af ákvörðunum vestrænna leiðtoga,” er haft eftir Jóni Baldvin. Greint er frá nánum tengslum Jóns Baldvins við alla helstu forystumenn Eistlands frá endnurreistu sjálfstæði og hvernig hann hefur allt frá upphafi stutt við lýðræðisöfl í landinu. Hér má sjá kynningu á Jóni Baldvini og erindi hans í Eistneska þinginu í dag. Utanríkismál Eistland Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Utanríkisráðherrann fyrrverandi er í miklum metum í Eistlandi vegna forystu hans þegar Íslendingar fyrstir þjóða heims viðurkenndu endurheimt sjálfstæði Eistlands árið 1991, sem og sjálfstæði Lettlands og Lithéns. Í hátíðarávarpi í eistneska þinginu í dag fór Jón Baldvin yfir atburðarásina á bakvið tjöldin á árunum 1990 til 1991 sem að lokum leiddi til þess að Íslendingar ákváðu að stíga hið mikilvæga skref sem braut ísinn gagnvart öðrum þjóðum og hjálpuðu eystrasaltsríkjunum að endurheimta sjálfstæði sitt. Í kynningu á erindi Jóns Baldvins í eistneskum miðlum segir að hann hafi verið skarpur gagnrýnandi á sinnuleysi og viljaleysi vestrænna ríkja til að gera nokkuð afgerandi gegn Rússlandi. „Fall Sovétríkjanna var einstakt tækifæri til að byggja nýtt og lýðræðislegt Rússland á rúsum kommúnismans. Þetta vitum við nú þegar við lítum í baksýnisspegilinn. Eftir óreiðu valdatíma Borisar Jeltsíns og síðar upplausn hefur Rússland snúið aftur til fortíðar með valdstjórn Putins og heimsvaldastefnu hans. Þar af leiðandi er Rússland nú hættulegt nágrönnum sínum. Þetta réðist af ákvörðunum vestrænna leiðtoga,” er haft eftir Jóni Baldvin. Greint er frá nánum tengslum Jóns Baldvins við alla helstu forystumenn Eistlands frá endnurreistu sjálfstæði og hvernig hann hefur allt frá upphafi stutt við lýðræðisöfl í landinu. Hér má sjá kynningu á Jóni Baldvini og erindi hans í Eistneska þinginu í dag.
Utanríkismál Eistland Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira