Enski boltinn

Klopp um meiðslavandræðin: Vor­kennum okkur ekki en vanda­málin eru til staðar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Það blasa alls kyns áskoranir við Jurgen Klopp þessa dagana
Það blasa alls kyns áskoranir við Jurgen Klopp þessa dagana Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, sagðist ekki byrjaður að hugsa um úrslitaleik deildarbikarsins næsta sunnudag. Luton Town væri verðugur andstæðingur sem krefðist fullrar athygli. 

Liverpool mætir Luton á Anfield í kvöld, næst spila þeir svo úrslitaleik í enska deildarbikarnum gegn Chelsea á sunnudag. 

„Við höfum mætt þeim einu sinni áður á tímabilinu og eigum minningarnar af þeim erfiða leik. Við ættum ekki að búast við neinu öðru í kvöld, Luton mun berjast, nota styrkleika sína og gera okkur eins erfitt fyrir og þeir geta “ sagði Klopp fyrir leikinn í kvöld. 

Þrátt fyrir mikið leikjaálag og meiðslavandræði liðsins er Klopp hvergi banginn og sagði ekki tímabært að leggjast í vorkunn. 

„Við munum ekki vorkenna okkur vegna vandamálanna sem við glímum við, það er einfaldlega ekki í boði, en það væri óraunsætt að viðurkenna ekki að þau séu þarna.“

Curtis Jones og Diogo Jota bættust við meiðslalista Liverpool á laugardag. Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold og Dominik Szoboslai verða sömuleiðis frá keppni og missa af úrslitaleiknum gegn Chelsea. 

Klopp þótti heldur ekki tímabært að ræða úrslitaleikinn við Chelsea næsta sunnudag. 

„Ættum ekki að hugsa um næsta leik fyrr en þessi klárast. Viðureign undir ljósunum á Anfield gegn sterkum andstæðingi krefst allrar athygli sem við eigum. Við lifum í núinu og það er, ekki bara rétta leiðin, heldur eina leiðin“ sagði Klopp að lokum. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×