Meiðslavandræði Liverpool halda áfram: Tveir af velli í fyrri hálfleik Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 13:51 Jurgen Klopp áhyggjufullur á svip. Vísir/Getty Liverpool leikur þessa stundina við Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool leiðir að loknum fyrri hálfleik en Jurgen Klopp þurfti að taka tvo leikmenn af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleiknum. Fyrir leik Liverpool og Brentford í dag var nokkuð um forföll hjá Liverpool. Markvörðurinn Alisson meiddist á æfingu í vikunni og er ekki með. Þá tóku meiðsli sig upp að nýju hjá Trent Alexander-Arnold og Dominik Szoboszlai sem verða báðir frá fram yfir úrslitaleik Liverpool og Chelsea í deildabikarnum um næstu helgi. „Við munum vita á næstu tveimur sólarhringum,“ sagði Klopp um meiðsli Alisson í viðtali fyrir leikinn í dag. Fyrir utan þessa fastamenn liðsins eru Stefan Bajetic, Thiago og Joel Matip allir frá og verða í einhvern tíma áfram. Það er því ekki að undra að Jurgen Klopp hafi sett upp hálfgerðan skelfingarsvip á Vitality-leikvanginum áðan eftir að hafa þurft að skipta þremur leikmönnum af velli áður en síðari hálfleikur hófst. Two HUGE injuries in the first 45 minutes for Liverpool How unlucky can you get? pic.twitter.com/gEdj30KFiX— Football on TNT Sports (@footballontnt) February 17, 2024 Fyrst meiddist miðjumaðurinn Curtis Jones og varð að fara af velli og síðan Portúgalinn Diogo Jota en hann var borinn af velli vegna meiðsla á hné. Í hálfleik var markaskorarinn Darwin Nunez síðan skipt út af en þó ekkert hafi verið gefið út um það enn er ólíklegt að Klopp hafi tekið hann af velli ef ekki væri um meiðsli að ræða. Meiðsli þessara leikmanna gætu varla komið á verri tíma fyrir Klopp og lærisveina hans. Liðið á úrslitaleik í deildabikarnum um næstu helgi gegn Chelsea, er í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar og þá er útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar að fara af stað innan skamms. Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Fyrir leik Liverpool og Brentford í dag var nokkuð um forföll hjá Liverpool. Markvörðurinn Alisson meiddist á æfingu í vikunni og er ekki með. Þá tóku meiðsli sig upp að nýju hjá Trent Alexander-Arnold og Dominik Szoboszlai sem verða báðir frá fram yfir úrslitaleik Liverpool og Chelsea í deildabikarnum um næstu helgi. „Við munum vita á næstu tveimur sólarhringum,“ sagði Klopp um meiðsli Alisson í viðtali fyrir leikinn í dag. Fyrir utan þessa fastamenn liðsins eru Stefan Bajetic, Thiago og Joel Matip allir frá og verða í einhvern tíma áfram. Það er því ekki að undra að Jurgen Klopp hafi sett upp hálfgerðan skelfingarsvip á Vitality-leikvanginum áðan eftir að hafa þurft að skipta þremur leikmönnum af velli áður en síðari hálfleikur hófst. Two HUGE injuries in the first 45 minutes for Liverpool How unlucky can you get? pic.twitter.com/gEdj30KFiX— Football on TNT Sports (@footballontnt) February 17, 2024 Fyrst meiddist miðjumaðurinn Curtis Jones og varð að fara af velli og síðan Portúgalinn Diogo Jota en hann var borinn af velli vegna meiðsla á hné. Í hálfleik var markaskorarinn Darwin Nunez síðan skipt út af en þó ekkert hafi verið gefið út um það enn er ólíklegt að Klopp hafi tekið hann af velli ef ekki væri um meiðsli að ræða. Meiðsli þessara leikmanna gætu varla komið á verri tíma fyrir Klopp og lærisveina hans. Liðið á úrslitaleik í deildabikarnum um næstu helgi gegn Chelsea, er í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar og þá er útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar að fara af stað innan skamms.
Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira