Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2024 10:45 Alexander Smirnov huldi andlit sitt fyrir utan dómshús Las Vegas í gær. Hann er í miðjunni á myndinni. AP/Bizuayeh Teshaye Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem sakaður er um að hafa logið um það að Joe Biden, forseti, og sonur hans Hunter hafi tekið við mútum segist hafa átt í samskiptum við útsendara frá rússneskri leyniþjónustu. Saksóknarar lýsa honum sem raðlygara sem geti ekki sagt satt um grunnatriði um eigið líf. Ásakanir Alexanders Smirnov hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta, á meintum embættisbrotum hans. Í nýju minnisblaði, þar sem saksóknarar á vegum David Weiss, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem hefur Hunter Biden til rannsóknar, fara fram á að Smirnov verði settur í gæsluvarðhald, kemur fram að Smirnov hafi sagt rússneska embættismenn á vegum leyniþjónustu hafa komið að því að dreifa sögusögnum um Hunter Biden. Hunter Biden sat um tíma í stjórn úkraínska fyrirtækisins Burisma en Smirnov er sakaður um að hafa logið því í júní 2020 að yfirmenn í fyrirtækinu hefðu greitt bæði Hunter og Joe fimm milljónir dala á árunum 2015 og 2016. Smirnov hélt því fram að yfirmaður hefði sagt sér að þeir hefðu ráðið Hunter svo hann gæti varið þá með aðstoð föður síns. Þetta segja saksóknarar á vegum David Weiss, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, að sé lygi. Smirnov er sagður hafa skáldað þessar ásakanir því honum hafi verið illa við Joe Biden. Repúblikanar hafa varið mörgum mánuðum og jafnvel árum í að rannsaka Hunter og Joe Biden. Þeir hafa ítrekað haldið því fram að Joe Biden hafi hagnast á viðskiptum Hunters á erlendri grundu og tekið við mútum gegnum fjölskyldumeðlimi sína. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó ekki getað fært sannanir fyrir ásökunum þeirra og hafa þeir gert tilraunir til óheiðarlegrar framsetningar á meintum vísbendingum þeirra. Weiss hefur ákært Hunter Biden fyrir skattsvik og fyrir að hafa logið á eyðublaðið vegna byssukaupa, þar sem hann hakaði við að hann væri ekki í neyslu, sem var ekki rétt. Háttsettir Repúblikanar í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa notað ásakanir Smirnovs á opinberum vettvangi og ítrekað lýst honum sem „trúverðugu vitni“. Hitti Rússa í nóvember Í áðurnefndu minnisblaði segja saksóknarar að Smirnov haldi því fram að hann hafi verið í samskiptum við aðila frá rússneskri leyniþjónustu á undanförnum mánuðum. Í nóvember hafi hann hitt rússneska embættismenn og hafi síðan þá dreift frekari lygum með því markmiði að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Þá segja þeir hætt við því að hann reyni að flýja land, þar sem hann hafi sagt ósatt um eigin eigur. Hann sagðist eiga lítið sem engan pening en komið hefur í ljós að hann á um sex milljónir dala. Smirnov heldur því einnig fram að hann hafi verið í samskiptum við aðila frá rússneskri leyniþjónustu á undanförnum mánuðum. Í nóvember hafi hann hitt rússneska embættismenn og hafi síðan þá dreift frekari lygum með því markmiði að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Hefur hann sagt að starfsmenn rússneskar leyniþjónustu hafi vaktað klúbb á hóteli í Úkraínu og bað starfsmenn FBI um að rannsaka hvort Hunter Biden hefði verið í þessum klúbbi og hvort Rússar ættu upptökur af honum. Sagðist Smirnov hafa séð myndband af Hunter inn í klúbbnum. Hunter Biden hefur hins vegar aldrei farið til Úkraínu. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fulltrúadeildin samþykkir formlega rannsókn á Biden Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi að hefja formlega rannsókn á embættisfærslum Joe Bidens forseta sem gætu svo leitt til ákæru til embættismissis. 14. desember 2023 07:23 „Þau björguðu bókstaflega lífi mínu“ Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, mætti ekki á fund eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þess í stað hélt hann blaðamannafund fyrir utan þinghúsið þar sem hann sakaði þingmenn Repúblikanaflokksins um að óheiðarleika. 13. desember 2023 17:38 Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Ákæra hefur verið gefin út á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, fyrir skattsvik. Er Biden sakaður um að hafa svikist um að greiða 1,4 milljónir dala í skatt á árunum 2016 til 2019. 8. desember 2023 06:58 Vilja auka lögmæti rannsóknarinnar á Biden Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhuga að halda formlega atkvæðagreiðslu í næsta mánuði um rannsókn á meintum embættisbrotum Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Með því eru þeir sagðir vilja festa rannsóknir þeirra á forsetanum og fjölskyldu hans í sessi og gefa henni meira lögmæti. 1. desember 2023 08:01 Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08 Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. 29. september 2023 11:04 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Ásakanir Alexanders Smirnov hafa verið burðarstólpi í rannsókn Repúblikana á Joe Biden, forseta, á meintum embættisbrotum hans. Í nýju minnisblaði, þar sem saksóknarar á vegum David Weiss, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem hefur Hunter Biden til rannsóknar, fara fram á að Smirnov verði settur í gæsluvarðhald, kemur fram að Smirnov hafi sagt rússneska embættismenn á vegum leyniþjónustu hafa komið að því að dreifa sögusögnum um Hunter Biden. Hunter Biden sat um tíma í stjórn úkraínska fyrirtækisins Burisma en Smirnov er sakaður um að hafa logið því í júní 2020 að yfirmenn í fyrirtækinu hefðu greitt bæði Hunter og Joe fimm milljónir dala á árunum 2015 og 2016. Smirnov hélt því fram að yfirmaður hefði sagt sér að þeir hefðu ráðið Hunter svo hann gæti varið þá með aðstoð föður síns. Þetta segja saksóknarar á vegum David Weiss, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, að sé lygi. Smirnov er sagður hafa skáldað þessar ásakanir því honum hafi verið illa við Joe Biden. Repúblikanar hafa varið mörgum mánuðum og jafnvel árum í að rannsaka Hunter og Joe Biden. Þeir hafa ítrekað haldið því fram að Joe Biden hafi hagnast á viðskiptum Hunters á erlendri grundu og tekið við mútum gegnum fjölskyldumeðlimi sína. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó ekki getað fært sannanir fyrir ásökunum þeirra og hafa þeir gert tilraunir til óheiðarlegrar framsetningar á meintum vísbendingum þeirra. Weiss hefur ákært Hunter Biden fyrir skattsvik og fyrir að hafa logið á eyðublaðið vegna byssukaupa, þar sem hann hakaði við að hann væri ekki í neyslu, sem var ekki rétt. Háttsettir Repúblikanar í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa notað ásakanir Smirnovs á opinberum vettvangi og ítrekað lýst honum sem „trúverðugu vitni“. Hitti Rússa í nóvember Í áðurnefndu minnisblaði segja saksóknarar að Smirnov haldi því fram að hann hafi verið í samskiptum við aðila frá rússneskri leyniþjónustu á undanförnum mánuðum. Í nóvember hafi hann hitt rússneska embættismenn og hafi síðan þá dreift frekari lygum með því markmiði að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Þá segja þeir hætt við því að hann reyni að flýja land, þar sem hann hafi sagt ósatt um eigin eigur. Hann sagðist eiga lítið sem engan pening en komið hefur í ljós að hann á um sex milljónir dala. Smirnov heldur því einnig fram að hann hafi verið í samskiptum við aðila frá rússneskri leyniþjónustu á undanförnum mánuðum. Í nóvember hafi hann hitt rússneska embættismenn og hafi síðan þá dreift frekari lygum með því markmiði að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Hefur hann sagt að starfsmenn rússneskar leyniþjónustu hafi vaktað klúbb á hóteli í Úkraínu og bað starfsmenn FBI um að rannsaka hvort Hunter Biden hefði verið í þessum klúbbi og hvort Rússar ættu upptökur af honum. Sagðist Smirnov hafa séð myndband af Hunter inn í klúbbnum. Hunter Biden hefur hins vegar aldrei farið til Úkraínu.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fulltrúadeildin samþykkir formlega rannsókn á Biden Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi að hefja formlega rannsókn á embættisfærslum Joe Bidens forseta sem gætu svo leitt til ákæru til embættismissis. 14. desember 2023 07:23 „Þau björguðu bókstaflega lífi mínu“ Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, mætti ekki á fund eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þess í stað hélt hann blaðamannafund fyrir utan þinghúsið þar sem hann sakaði þingmenn Repúblikanaflokksins um að óheiðarleika. 13. desember 2023 17:38 Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Ákæra hefur verið gefin út á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, fyrir skattsvik. Er Biden sakaður um að hafa svikist um að greiða 1,4 milljónir dala í skatt á árunum 2016 til 2019. 8. desember 2023 06:58 Vilja auka lögmæti rannsóknarinnar á Biden Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhuga að halda formlega atkvæðagreiðslu í næsta mánuði um rannsókn á meintum embættisbrotum Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Með því eru þeir sagðir vilja festa rannsóknir þeirra á forsetanum og fjölskyldu hans í sessi og gefa henni meira lögmæti. 1. desember 2023 08:01 Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08 Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. 29. september 2023 11:04 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Fulltrúadeildin samþykkir formlega rannsókn á Biden Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi að hefja formlega rannsókn á embættisfærslum Joe Bidens forseta sem gætu svo leitt til ákæru til embættismissis. 14. desember 2023 07:23
„Þau björguðu bókstaflega lífi mínu“ Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, mætti ekki á fund eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þess í stað hélt hann blaðamannafund fyrir utan þinghúsið þar sem hann sakaði þingmenn Repúblikanaflokksins um að óheiðarleika. 13. desember 2023 17:38
Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Ákæra hefur verið gefin út á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, fyrir skattsvik. Er Biden sakaður um að hafa svikist um að greiða 1,4 milljónir dala í skatt á árunum 2016 til 2019. 8. desember 2023 06:58
Vilja auka lögmæti rannsóknarinnar á Biden Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhuga að halda formlega atkvæðagreiðslu í næsta mánuði um rannsókn á meintum embættisbrotum Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Með því eru þeir sagðir vilja festa rannsóknir þeirra á forsetanum og fjölskyldu hans í sessi og gefa henni meira lögmæti. 1. desember 2023 08:01
Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08
Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu. 29. september 2023 11:04
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent