Tuchel segir af sér eftir tímabilið Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. febrúar 2024 09:47 Tomas Tuchel hefur ekki vegnað vel í starfi og mun segja af sér eftir tímabilið DeFodi Images via Getty Images) Tomas Tuchel mun segja af sér sem þjálfari Bayern München að tímabilinu loknu. SkySport í Þýskalandi greindi fyrst frá. Tilkynning frá félaginu barst svo rétt í þessu. Þar segir að ákvörðunin sé sameiginleg að rifta samningi Tuchel þann 30. júní 2024, ári áður en hann hefði runnið út. Neuausrichtung zur neuen Saison: FC Bayern und Thomas Tuchel beenden Zusammenarbeit im Sommer.🔗 https://t.co/yDLnsnMtfR— FC Bayern München (@FCBayern) February 21, 2024 „Markmið okkar er að sækja á önnur mið á næsta tímabili, þangað til verða allir hjá félaginu að taka höndum saman og gera eins gott úr þessu tímabili og mögulegt er. Ég tel liðið sjálft ábyrgt fyrir því, sérstaklega í Meistaradeildinni, eftir 1-0 tap í fyrri viðureigninni er ég sannfærður um að við munum snúa skipinu við á heimavelli og halda áfram í 8-liða úrslit“ sagði Jan Christian-Dreesen, forseti Bayern, í tilkynningu félagsins. „Við höfum ákveðið að rifta samningnum eftir tímabilið. Þangað til mun ég, að sjálfsögðu, gera allt sem ég get ásamt þjálfarateyminu til að ná fram hámarksárangri“ sagði Tomas Tuchel. Tuchel var ráðinn til starfa í mars á síðasta ári, hann tók við af Julian Nagelsmann, sem þótti ekki standa fyrir gildum Bayern München. Tuchel stýrði liðinu til sigurs í þýsku deildinni, með góðri hjálp frá Borussia Dortmund. Á þessu tímabili hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum. Ellefu tímabila titlahrinu í deildinni virðist vera að ljúka en Bayern er sem stendur í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Leverkusen í efsta sætinu. Félagið datt úr bikarnum og er sem stendur 1-0 undir gegn Lazio eftir fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hver það verður sem tekur við starfinu er enn óljóst. Þýski boltinn Tengdar fréttir Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. 21. febrúar 2024 07:01 Bayern missteig sig í toppbaráttunni Þýskalandsmeistarar Bayern München máttu þola 0-1 tap á heimavelli er liðið tók á móti Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 16:27 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
SkySport í Þýskalandi greindi fyrst frá. Tilkynning frá félaginu barst svo rétt í þessu. Þar segir að ákvörðunin sé sameiginleg að rifta samningi Tuchel þann 30. júní 2024, ári áður en hann hefði runnið út. Neuausrichtung zur neuen Saison: FC Bayern und Thomas Tuchel beenden Zusammenarbeit im Sommer.🔗 https://t.co/yDLnsnMtfR— FC Bayern München (@FCBayern) February 21, 2024 „Markmið okkar er að sækja á önnur mið á næsta tímabili, þangað til verða allir hjá félaginu að taka höndum saman og gera eins gott úr þessu tímabili og mögulegt er. Ég tel liðið sjálft ábyrgt fyrir því, sérstaklega í Meistaradeildinni, eftir 1-0 tap í fyrri viðureigninni er ég sannfærður um að við munum snúa skipinu við á heimavelli og halda áfram í 8-liða úrslit“ sagði Jan Christian-Dreesen, forseti Bayern, í tilkynningu félagsins. „Við höfum ákveðið að rifta samningnum eftir tímabilið. Þangað til mun ég, að sjálfsögðu, gera allt sem ég get ásamt þjálfarateyminu til að ná fram hámarksárangri“ sagði Tomas Tuchel. Tuchel var ráðinn til starfa í mars á síðasta ári, hann tók við af Julian Nagelsmann, sem þótti ekki standa fyrir gildum Bayern München. Tuchel stýrði liðinu til sigurs í þýsku deildinni, með góðri hjálp frá Borussia Dortmund. Á þessu tímabili hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum. Ellefu tímabila titlahrinu í deildinni virðist vera að ljúka en Bayern er sem stendur í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Leverkusen í efsta sætinu. Félagið datt úr bikarnum og er sem stendur 1-0 undir gegn Lazio eftir fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hver það verður sem tekur við starfinu er enn óljóst.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. 21. febrúar 2024 07:01 Bayern missteig sig í toppbaráttunni Þýskalandsmeistarar Bayern München máttu þola 0-1 tap á heimavelli er liðið tók á móti Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 16:27 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. 21. febrúar 2024 07:01
Bayern missteig sig í toppbaráttunni Þýskalandsmeistarar Bayern München máttu þola 0-1 tap á heimavelli er liðið tók á móti Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 16:27
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn