Tuchel segir af sér eftir tímabilið Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. febrúar 2024 09:47 Tomas Tuchel hefur ekki vegnað vel í starfi og mun segja af sér eftir tímabilið DeFodi Images via Getty Images) Tomas Tuchel mun segja af sér sem þjálfari Bayern München að tímabilinu loknu. SkySport í Þýskalandi greindi fyrst frá. Tilkynning frá félaginu barst svo rétt í þessu. Þar segir að ákvörðunin sé sameiginleg að rifta samningi Tuchel þann 30. júní 2024, ári áður en hann hefði runnið út. Neuausrichtung zur neuen Saison: FC Bayern und Thomas Tuchel beenden Zusammenarbeit im Sommer.🔗 https://t.co/yDLnsnMtfR— FC Bayern München (@FCBayern) February 21, 2024 „Markmið okkar er að sækja á önnur mið á næsta tímabili, þangað til verða allir hjá félaginu að taka höndum saman og gera eins gott úr þessu tímabili og mögulegt er. Ég tel liðið sjálft ábyrgt fyrir því, sérstaklega í Meistaradeildinni, eftir 1-0 tap í fyrri viðureigninni er ég sannfærður um að við munum snúa skipinu við á heimavelli og halda áfram í 8-liða úrslit“ sagði Jan Christian-Dreesen, forseti Bayern, í tilkynningu félagsins. „Við höfum ákveðið að rifta samningnum eftir tímabilið. Þangað til mun ég, að sjálfsögðu, gera allt sem ég get ásamt þjálfarateyminu til að ná fram hámarksárangri“ sagði Tomas Tuchel. Tuchel var ráðinn til starfa í mars á síðasta ári, hann tók við af Julian Nagelsmann, sem þótti ekki standa fyrir gildum Bayern München. Tuchel stýrði liðinu til sigurs í þýsku deildinni, með góðri hjálp frá Borussia Dortmund. Á þessu tímabili hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum. Ellefu tímabila titlahrinu í deildinni virðist vera að ljúka en Bayern er sem stendur í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Leverkusen í efsta sætinu. Félagið datt úr bikarnum og er sem stendur 1-0 undir gegn Lazio eftir fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hver það verður sem tekur við starfinu er enn óljóst. Þýski boltinn Tengdar fréttir Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. 21. febrúar 2024 07:01 Bayern missteig sig í toppbaráttunni Þýskalandsmeistarar Bayern München máttu þola 0-1 tap á heimavelli er liðið tók á móti Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 16:27 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira
SkySport í Þýskalandi greindi fyrst frá. Tilkynning frá félaginu barst svo rétt í þessu. Þar segir að ákvörðunin sé sameiginleg að rifta samningi Tuchel þann 30. júní 2024, ári áður en hann hefði runnið út. Neuausrichtung zur neuen Saison: FC Bayern und Thomas Tuchel beenden Zusammenarbeit im Sommer.🔗 https://t.co/yDLnsnMtfR— FC Bayern München (@FCBayern) February 21, 2024 „Markmið okkar er að sækja á önnur mið á næsta tímabili, þangað til verða allir hjá félaginu að taka höndum saman og gera eins gott úr þessu tímabili og mögulegt er. Ég tel liðið sjálft ábyrgt fyrir því, sérstaklega í Meistaradeildinni, eftir 1-0 tap í fyrri viðureigninni er ég sannfærður um að við munum snúa skipinu við á heimavelli og halda áfram í 8-liða úrslit“ sagði Jan Christian-Dreesen, forseti Bayern, í tilkynningu félagsins. „Við höfum ákveðið að rifta samningnum eftir tímabilið. Þangað til mun ég, að sjálfsögðu, gera allt sem ég get ásamt þjálfarateyminu til að ná fram hámarksárangri“ sagði Tomas Tuchel. Tuchel var ráðinn til starfa í mars á síðasta ári, hann tók við af Julian Nagelsmann, sem þótti ekki standa fyrir gildum Bayern München. Tuchel stýrði liðinu til sigurs í þýsku deildinni, með góðri hjálp frá Borussia Dortmund. Á þessu tímabili hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum. Ellefu tímabila titlahrinu í deildinni virðist vera að ljúka en Bayern er sem stendur í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Leverkusen í efsta sætinu. Félagið datt úr bikarnum og er sem stendur 1-0 undir gegn Lazio eftir fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hver það verður sem tekur við starfinu er enn óljóst.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. 21. febrúar 2024 07:01 Bayern missteig sig í toppbaráttunni Þýskalandsmeistarar Bayern München máttu þola 0-1 tap á heimavelli er liðið tók á móti Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 16:27 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira
Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. 21. febrúar 2024 07:01
Bayern missteig sig í toppbaráttunni Þýskalandsmeistarar Bayern München máttu þola 0-1 tap á heimavelli er liðið tók á móti Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 16:27