Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2024 07:01 Ole Gunnar Solskjær gæti tekið við Bayern München út tímabilið ef Thomas Tuchel verður látinn taka poka sinn. Charlie Crowhurst/Getty Images Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. Framtíð Tuchel hjá Bayern hefur verið í umræðunni síðustu daga vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu. Bayern situr í öðru sæti þýsku deildarinnar með 50 eftir 22 leiki, átta stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen. Þá er liðið einnig fallið úr leik í þýskubikarkeppninni og með bakið upp við vegg í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það er því óhætt að segja að Tuchel sitji í heitu sæti í stjórastól Bayern og því hafa margir vel því fyrir sér hver muni taka við stjórnartaumunum ef hann verður rekinn. Flestir búast við því að þýsku risarnir muni í það minnsta reyna að lokka Xabi Alonso, núverandi þjálfara Bayer Leverkusen, til félagsins, en ljóst þykir að Bayern muni fá samkeppni frá Liverpool eftir að Jürgen Klopp tilkynnti að hann muni hætta með liðið að yfirstandandi tímabili loknu. Þá hefur nafn Zinedine Zidane, fyrrverandi þjálfara Real Madrid, einnig heyrst í umræðunni um mögulegan arftaka Thomas Tuchel. Florian Plettenberg, blaðamaður hjá Sky Sports í Þýskalandi, greinir nú einnig frá því að forráðamenn Bayern sjái fyrir sér að Ole Gunnar Solskjær gæti tekið við liðinu til bráðabirgða út tímabilið ef Tuchel verður látinn fara. Hann segir þó einnig að eins og staðan sé núna sjái félagið fyrir sér að halda tryggð við Tuchel út tímabilið. 🚨🆕 News #Solskjær: FC Bayern is monitoring the 50 y/o - as a potential interim solution! ⚠️ But the original plan remains: FC Bayern would like to continue with Thomas Tuchel at least until the end of the season! Bayern and Solskjær: Nothing concrete at this stage! The… pic.twitter.com/CTk3TAcXdx— Florian Plettenberg (@Plettigoal) February 19, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Framtíð Tuchel hjá Bayern hefur verið í umræðunni síðustu daga vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu. Bayern situr í öðru sæti þýsku deildarinnar með 50 eftir 22 leiki, átta stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen. Þá er liðið einnig fallið úr leik í þýskubikarkeppninni og með bakið upp við vegg í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það er því óhætt að segja að Tuchel sitji í heitu sæti í stjórastól Bayern og því hafa margir vel því fyrir sér hver muni taka við stjórnartaumunum ef hann verður rekinn. Flestir búast við því að þýsku risarnir muni í það minnsta reyna að lokka Xabi Alonso, núverandi þjálfara Bayer Leverkusen, til félagsins, en ljóst þykir að Bayern muni fá samkeppni frá Liverpool eftir að Jürgen Klopp tilkynnti að hann muni hætta með liðið að yfirstandandi tímabili loknu. Þá hefur nafn Zinedine Zidane, fyrrverandi þjálfara Real Madrid, einnig heyrst í umræðunni um mögulegan arftaka Thomas Tuchel. Florian Plettenberg, blaðamaður hjá Sky Sports í Þýskalandi, greinir nú einnig frá því að forráðamenn Bayern sjái fyrir sér að Ole Gunnar Solskjær gæti tekið við liðinu til bráðabirgða út tímabilið ef Tuchel verður látinn fara. Hann segir þó einnig að eins og staðan sé núna sjái félagið fyrir sér að halda tryggð við Tuchel út tímabilið. 🚨🆕 News #Solskjær: FC Bayern is monitoring the 50 y/o - as a potential interim solution! ⚠️ But the original plan remains: FC Bayern would like to continue with Thomas Tuchel at least until the end of the season! Bayern and Solskjær: Nothing concrete at this stage! The… pic.twitter.com/CTk3TAcXdx— Florian Plettenberg (@Plettigoal) February 19, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira