Kaupin, sem voru fyrst samþykkt og tilkynnt á aðfangadag, voru kláruð eftir að samþykki fékkst frá öllum aðkomandi aðilum málsins. Tilboð í 25 prósent eignarhlut var samþykkt, auk skilyrtra fjárfestinga upp á 300 milljónir dollara.
Ratcliffe lagði strax til 200 af þeim 300 milljónum, sem hækkaði eignarhlut hans í 27,7 prósent af félaginu.
Eins og kunnugt er mun hann sömuleiðis taka yfir daglegan rekstur í öllu fótboltatengdu hjá félaginu.
„Kaupferlið kláraðist sem markar upphaf okkar vegferðar í að taka Manchester United aftur upp á topp í enskum, evrópskum og öllum heimsfótboltanum, með heimsklassaaðstöðu fyrir aðdáendur. Vinnan sem þarf að leggja á til að ná þessum markmiðum mun núna ganga mun hraðar fyrir sig“ sagði Ratcliffe.