Upp með sér að vera andlag „smjörklípu“ Össurar Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2024 21:11 Hildur gefur lítið fyrir kenningu Össurar. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki laust við að hún sé upp með sér að fá að vera andlag „smjörklípu“ Össurar Skarphéðinssonar. Hann velti því upp í dag að hún gæti hugsanlega orðið arftaki Bjarna Benediktssonar í stóli formanns Sjálfstæðisflokksins. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði á Facebook í dag forystukreppu blasa við Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson formaður flokksins kveður stjórnmálin eins og flokksmenn virðist telja að verði á næstunni. Þrír kandídatar væru fyrir löngu komnir í formannsstellingar og safni liði. Össur nefndi þar til sögunnar Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra og varaformann flokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Að lokum nefndi Össur til sögunnar nokkuð óvæntan fjórða möguleika í leiðtoga hjá flokknum. Hildi Sverrisdóttur, þingsflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Reyni að beina kastljósinu annað Ef marka má færslu Hildar á Facebook í kvöld er hún síður en svo á þeim buxunum að gera atlögu að formannsstólnum. „Ég hef alltaf haldið dálítið upp á Össur og ekki laust við að ég sé upp með mér að fá að vera andlag í ekta smjörklípu þar sem hann beinir kastljósinu frá vandræðaganginum á Samfylkingunni,“ segir Hildur. Þar vísar hún vafalítið til þeirrar stöðu sem komin er upp innan Samfylkingarinnar eftir að formaðurinn Kristrún Frostadóttir lýsti því yfir í hlaðvarpsviðtali að hún teldi velferðarsamfélag þurfa landamæri og að hún hefði skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Þau ummæli Kristrúnar virðast hafa komið illa við sumt samflokksfólk hennar. Þannig hafa þær Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, til að mynda sagt allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni. Aðrir innan flokksins hafa hins vegar stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Kristrúnu. Þar má helst nefna Fyrrverandi formennina Loga Einarsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össur sjálfan. Þykist ekki vera dýpri í fræðunum en Össur Hildur segist hafa haldið að smjörklípur þyrftu að hafa einhver örlítil tengsl við veruleikann en það sé kannski engin krafa. Þar virðist hún slá kenningu Össurar um hana út af borðinu. „Ekki ætla ég að þykjast hafa meira vit á smjörklípufræðunum en Össur,“ segir hún að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði á Facebook í dag forystukreppu blasa við Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson formaður flokksins kveður stjórnmálin eins og flokksmenn virðist telja að verði á næstunni. Þrír kandídatar væru fyrir löngu komnir í formannsstellingar og safni liði. Össur nefndi þar til sögunnar Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra og varaformann flokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Að lokum nefndi Össur til sögunnar nokkuð óvæntan fjórða möguleika í leiðtoga hjá flokknum. Hildi Sverrisdóttur, þingsflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Reyni að beina kastljósinu annað Ef marka má færslu Hildar á Facebook í kvöld er hún síður en svo á þeim buxunum að gera atlögu að formannsstólnum. „Ég hef alltaf haldið dálítið upp á Össur og ekki laust við að ég sé upp með mér að fá að vera andlag í ekta smjörklípu þar sem hann beinir kastljósinu frá vandræðaganginum á Samfylkingunni,“ segir Hildur. Þar vísar hún vafalítið til þeirrar stöðu sem komin er upp innan Samfylkingarinnar eftir að formaðurinn Kristrún Frostadóttir lýsti því yfir í hlaðvarpsviðtali að hún teldi velferðarsamfélag þurfa landamæri og að hún hefði skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Þau ummæli Kristrúnar virðast hafa komið illa við sumt samflokksfólk hennar. Þannig hafa þær Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, til að mynda sagt allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni. Aðrir innan flokksins hafa hins vegar stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Kristrúnu. Þar má helst nefna Fyrrverandi formennina Loga Einarsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össur sjálfan. Þykist ekki vera dýpri í fræðunum en Össur Hildur segist hafa haldið að smjörklípur þyrftu að hafa einhver örlítil tengsl við veruleikann en það sé kannski engin krafa. Þar virðist hún slá kenningu Össurar um hana út af borðinu. „Ekki ætla ég að þykjast hafa meira vit á smjörklípufræðunum en Össur,“ segir hún að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu