Orð Kristrúnar gangi gegn jafnaðarstefnunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2024 16:03 Ummæli Kristrúnar Frostadóttir formanns Samfylkingarinnar um innflytjenda- og hælisleitendamál hafa vakið mikla athygli. Vísir/Vilhelm Samflokkskonur Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar segja mannréttindi vera kjarna jafnaðarstefnunnar. Þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni. Þetta kemur fram í aðsendri grein þeirra Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjargar Þorvaldsdóttur bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans og formanns Samfylkingarinnar í Garðabæ á Vísi. Ljóst er að þar bregðast þær við ummælum Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar um innflytjenda- og hælisleitendamál í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson heldur úti. Þar sagði hún að Ísland ætti að ganga í takti við aðrar Norðurlandaþjóðir varðandi hælisleitendakerfi. Sagði hún landamæri vera forsendu velferðarkerfis. Orðræða stjórnmálafólks færst til Þær Inga og Þorbjörg segja að það sem einkenni jafnaðarstefnuna meðal annars sé það að jafnaðarfólk sé meðvitað um að ofuráhersla á stóru myndina geti valdið því að jaðarsettir hópar fólks færist lengra út á jaðarinn. Mannréttindi séu órjúfanlegur hluti af jafnaðarstefnunni. Lífsskilyrði og tækifæri geti mótast af opinberri umræðu um hagi þeirra. „Orðræða stjórnmálafólks undanfarið um fólk sem sækir um alþjóðlega vernd, þann hóp samfélagsins okkar sem er í viðkvæmustu stöðunni, hefur undanfarið færst til. Skyndilega er orðið viðtekið að stilla fólki sem flýr hörmungar upp sem einhverskonar ógn við kerfin okkar, þar sem landamæri eru sett í samhengi við velferðarsamfélagið.“ Gangi gegn stefnunni Þær Inga og Þorbjörg árétta að landamæri Íslands séu lokuð öllum utan Schengen-svæðisins sem hér vilji setjast að. Undantekningin sé fólk sem svo sannarlega eigi rétt á að leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Alþjóðasamfélagið hafi komið sér saman um það í kjölfar seinni heimsstyrjaldar að bjarga fólki sem sæti ofsóknum og ofbeldi heima fyrir. „Um þetta kerfi verðum við að standa vörð. Allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda, sérstaklega á tímum þegar fullkomið neyðarástand ríkir vegna þjóðernishreinsana Ísraels á Gaza, er óábyrgt og ekki í anda jafnaðarfólks. Raunar gengur það gegn jafnaðarstefnunni.“ Samfylkingin eigi að leita aftur í kjarnann Inga og Þorbjörg segja innviði samfélagsins löngum hafa verið fjársveltir. Vanfjármögnun og einkavæðing veiki stoðir kerfa sem ekki hafi verið í stakk búin til að takast á við veldisvöxt ferðamanna og aukinn fólskfjölda. „En hér er lykilatriðið: Stjórnmálamenn bera þá ábyrgð, ekki fólkið sem kemur hingað til að setjast að og byggja sér líf,“ skrifa þær Inga og Þorbjörg. Þær segja innflytjendur, hvernig sem þeir komi til landsins, vera hryggjarstykkið í íslensku samfélagi. „Fjölmenning er einfaldlega staðreynd á Íslandi og henni fylgja ótalmörg tækifæri samhliða áskorunum. Samfylkingin á að tala fyrir mannúð og mannréttindum samhliða þeim kerfisbreytingum sem þarf að ráðast í eftir langan vetur hægristefnu. Förum aftur í kjarnann.“ Innflytjendamál Samfylkingin Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein þeirra Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur varaþingmanns Samfylkingarinnar og Þorbjargar Þorvaldsdóttur bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans og formanns Samfylkingarinnar í Garðabæ á Vísi. Ljóst er að þar bregðast þær við ummælum Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar um innflytjenda- og hælisleitendamál í hlaðvarpinu Ein pæling sem Þórarinn Hjartarson heldur úti. Þar sagði hún að Ísland ætti að ganga í takti við aðrar Norðurlandaþjóðir varðandi hælisleitendakerfi. Sagði hún landamæri vera forsendu velferðarkerfis. Orðræða stjórnmálafólks færst til Þær Inga og Þorbjörg segja að það sem einkenni jafnaðarstefnuna meðal annars sé það að jafnaðarfólk sé meðvitað um að ofuráhersla á stóru myndina geti valdið því að jaðarsettir hópar fólks færist lengra út á jaðarinn. Mannréttindi séu órjúfanlegur hluti af jafnaðarstefnunni. Lífsskilyrði og tækifæri geti mótast af opinberri umræðu um hagi þeirra. „Orðræða stjórnmálafólks undanfarið um fólk sem sækir um alþjóðlega vernd, þann hóp samfélagsins okkar sem er í viðkvæmustu stöðunni, hefur undanfarið færst til. Skyndilega er orðið viðtekið að stilla fólki sem flýr hörmungar upp sem einhverskonar ógn við kerfin okkar, þar sem landamæri eru sett í samhengi við velferðarsamfélagið.“ Gangi gegn stefnunni Þær Inga og Þorbjörg árétta að landamæri Íslands séu lokuð öllum utan Schengen-svæðisins sem hér vilji setjast að. Undantekningin sé fólk sem svo sannarlega eigi rétt á að leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Alþjóðasamfélagið hafi komið sér saman um það í kjölfar seinni heimsstyrjaldar að bjarga fólki sem sæti ofsóknum og ofbeldi heima fyrir. „Um þetta kerfi verðum við að standa vörð. Allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda, sérstaklega á tímum þegar fullkomið neyðarástand ríkir vegna þjóðernishreinsana Ísraels á Gaza, er óábyrgt og ekki í anda jafnaðarfólks. Raunar gengur það gegn jafnaðarstefnunni.“ Samfylkingin eigi að leita aftur í kjarnann Inga og Þorbjörg segja innviði samfélagsins löngum hafa verið fjársveltir. Vanfjármögnun og einkavæðing veiki stoðir kerfa sem ekki hafi verið í stakk búin til að takast á við veldisvöxt ferðamanna og aukinn fólskfjölda. „En hér er lykilatriðið: Stjórnmálamenn bera þá ábyrgð, ekki fólkið sem kemur hingað til að setjast að og byggja sér líf,“ skrifa þær Inga og Þorbjörg. Þær segja innflytjendur, hvernig sem þeir komi til landsins, vera hryggjarstykkið í íslensku samfélagi. „Fjölmenning er einfaldlega staðreynd á Íslandi og henni fylgja ótalmörg tækifæri samhliða áskorunum. Samfylkingin á að tala fyrir mannúð og mannréttindum samhliða þeim kerfisbreytingum sem þarf að ráðast í eftir langan vetur hægristefnu. Förum aftur í kjarnann.“
Innflytjendamál Samfylkingin Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira