Allt jafnt í Hollandi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Donyell Malen skoraði mark Dortmund gegn sínum gömlu félögum.
Donyell Malen skoraði mark Dortmund gegn sínum gömlu félögum. Photo Prestige/Soccrates/Getty Images

PSV og Dortmund gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar EVrópu í knattspyrnu í kvöld.

Gestirnir í Dortmund tóku forystuna á 24. mínútu þegar Donyell Malen kom boltanum í netið gegn sínum gömlu félögum eftir stoðsendingu frá Marcel Sabitzer. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni á leið sinni í netið, en það telur alveg jafn mikið og staðan því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Luuk de Jong jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn snemma í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu eftir að Mats Hummels braut af sé innan vítateigs.

Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Liðin fara því með jafna stöðu inn í seinni leikinn sem fram fer í Þýskalandi þann 13. mars næstkomandi.

Bein lýsing

Leikirnir


    Fleiri fréttir

    Sjá meira