Íslenski boltinn

Nýtt fót­bolta­fé­lag í Foss­vogi: Skírt í höfuðið á póst­númerinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Knattspyrnufélögin Berserkir og Mídas úr Fossvoginum eru í samstarfi við Víkinga og hafa nú tekið upp nýtt nafn á samstarf sitt.
Knattspyrnufélögin Berserkir og Mídas úr Fossvoginum eru í samstarfi við Víkinga og hafa nú tekið upp nýtt nafn á samstarf sitt. @bf108rvk

Knattspyrnufélögin Berserkir og Mídas hafa staðið saman undanfarin ár en nú leggja þau sínum nöfnum í bili og taka upp nýtt nafn á samstarf sitt.

Félagið, sem er í samstarfi við Íslandsmeistara Víkinga og hefur líka aðsetur í Fossvoginum, heitir hér eftir BF 108 Reykjavík.

BF 108 Reykjavík kynnti nýtt merki félagsins þar sem póstnúmerið 108 er miðpunktur alls.

Knattspyrnufélagið Berserkir var stofnað árið 2007 sem tengslafélag Víkinga. Liðið lék fyrst í D-deildinni og hefur síðan flakkað á milli D- og E-deilda.

Knattspyrnufélagið Mídas var stofnað árið 2010 og þá undir nafninu Hönd Mídasar. Liðið lék í utandeildinni fyrstu árin en í E-deildinni frá 2013.

Sumarið 2002 þá sameinuðust þessi tvö lið undir nafninu Berserkir/Mídas og hafa leikið saman undanfarin tvö ár, fyrra árið í E-deildinni og svo í F-deildinni í fyrrasumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×