„Get bara sjálfum mér um kennt“ Aron Guðmundsson skrifar 20. febrúar 2024 11:00 Það er væntanlega mjög erfitt að segja nei þegar að kallið kemur frá liði eins og Arsenal. Rúnar Alex stökk á tækifærið að ganga til liðs við félagið og þrátt fyrir lítinn spilatíma er um að ræða ákvörðun sem hann sér ekki eftir að hafa tekið. Vísir/Getty Þrátt fyrir fá tækifæri sér íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson, ekki eftir þeirri ákvörðun sinni á sínum tíma að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal. Rúnar Alex varð fyrsti íslenski markvörðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni og er eini íslenski markvörðurinn til þessa til að afreka það. Alls spilaði hann sex leiki fyrir Skytturnar frá Norður-Lundúnum en mestum tíma, sem leikmaður þessa sögufræga félags, eyddi þó á láni frá því hjá félögum á borð við Alanyaspor í Tyrklandi, OH Leuven í Belgíu og nú síðast Cardiff City í ensku B-deildinni. Rúnar Alex samdi við danska úrvalsdeildarfélagið FC Kaupmannahöfn í upphafi mánaðarins og þar með lauk tíma hans sem leikmanni Arsenal. Þó svo að tækifærin hafi verið af skornum skammti hjá þeim rauðklæddu sér Rúnar ekki eftir því að hafa gengið til liðs við félagið á sínum tíma. „Ég mun alltaf vera rosalega stoltur af því að hafa verið leikmaður Arsenal,“ segir Rúnar Alex í samtali við Vísi. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að ef að hlutirnir hefðu þróast aðeins öðruvísi þá hefði ég ekki verið sendur á láni frá félaginu þrisvar sinnum og upplifað þetta flakk, þessar róteringar.“ Alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik „Ég get bara sjálfum mér um kennt. Það er ég sem að stóð mig ekki nógu vel í leiknum gegn Manchester City til að mynda. Ég mun aldrei sjá eftir þessu. Þetta hefur styrkt mig ótrúlega mikið sem manneskju og var ótrúlega skemmtilegt á meðan á þessu stóð. Núna var bara kominn rétti tíminn til þess að prófa eitthvað nýtt.“ Og nefnir Rúnar Alex þarna leik Arsenal og Manchester City í enska deildarbikarnum í desember árið 2020. Rúnar stóð vaktina í marki Skytanna í leiknum sem endaði með 4-1 sigri og átti Rúnar erfiðan dag. Þessi leikur gegn Manchester City sem þú minnist á. Situr hann í þér? „Nei ekki neitt. Þetta er bara hluti af fótboltanum. Maður spilar leiki sem maður stendur sig vel í og svo leiki sem maður stendur sig illa í. Það er bara hluti af lífinu að fara í gegnum erfið tímabil. Svona upp og niður sveiflur. Það eru alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik. Fyrir mér er þetta bara hluti af lærdómnum og vegferðinni sem fylgir því að vera íþróttamaður og manneskja. Þetta situr ekki í mér.“ Fékk sjokk Þegar að Rúnar skipti yfir til Arsenal frá franska félaginu Dijon á sínum tíma, segist hann hafa fengið smá sjokk er hann sá stærðina og umfangið í kringum alla starfsemi Arsenal. „Maður fékk bara smá sjokk þegar að maður kom til félagsins. Maður mætir þarna inn og æfingarsvæðið og öll aðstaða er rosaleg. Ég veit ekki hvað það voru margir æfingarvellir og starfsmenn í kringum okkur að sjá til þess að við værum að æfa með réttu keilurnar og vestin til að mynda. Það var bara á einhverju öðru stigi. Þá vorum við með tíu manna sjúkrateymi og svo voru aðrir tíu í því að klippa fyrir okkur myndbönd. Stærðin á öllu var bara svo rosaleg. Þetta var alveg smá sjokk að sjá það hversu mikill munur er bara á fótbolta og fótbolta. En svo í grunninn eru þetta bara ellefu leikmenn á móti öðrum ellefu í níutíu mínútna fótboltaleik.“ Enski boltinn Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Rúnar Alex varð fyrsti íslenski markvörðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni og er eini íslenski markvörðurinn til þessa til að afreka það. Alls spilaði hann sex leiki fyrir Skytturnar frá Norður-Lundúnum en mestum tíma, sem leikmaður þessa sögufræga félags, eyddi þó á láni frá því hjá félögum á borð við Alanyaspor í Tyrklandi, OH Leuven í Belgíu og nú síðast Cardiff City í ensku B-deildinni. Rúnar Alex samdi við danska úrvalsdeildarfélagið FC Kaupmannahöfn í upphafi mánaðarins og þar með lauk tíma hans sem leikmanni Arsenal. Þó svo að tækifærin hafi verið af skornum skammti hjá þeim rauðklæddu sér Rúnar ekki eftir því að hafa gengið til liðs við félagið á sínum tíma. „Ég mun alltaf vera rosalega stoltur af því að hafa verið leikmaður Arsenal,“ segir Rúnar Alex í samtali við Vísi. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að ef að hlutirnir hefðu þróast aðeins öðruvísi þá hefði ég ekki verið sendur á láni frá félaginu þrisvar sinnum og upplifað þetta flakk, þessar róteringar.“ Alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik „Ég get bara sjálfum mér um kennt. Það er ég sem að stóð mig ekki nógu vel í leiknum gegn Manchester City til að mynda. Ég mun aldrei sjá eftir þessu. Þetta hefur styrkt mig ótrúlega mikið sem manneskju og var ótrúlega skemmtilegt á meðan á þessu stóð. Núna var bara kominn rétti tíminn til þess að prófa eitthvað nýtt.“ Og nefnir Rúnar Alex þarna leik Arsenal og Manchester City í enska deildarbikarnum í desember árið 2020. Rúnar stóð vaktina í marki Skytanna í leiknum sem endaði með 4-1 sigri og átti Rúnar erfiðan dag. Þessi leikur gegn Manchester City sem þú minnist á. Situr hann í þér? „Nei ekki neitt. Þetta er bara hluti af fótboltanum. Maður spilar leiki sem maður stendur sig vel í og svo leiki sem maður stendur sig illa í. Það er bara hluti af lífinu að fara í gegnum erfið tímabil. Svona upp og niður sveiflur. Það eru alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik. Fyrir mér er þetta bara hluti af lærdómnum og vegferðinni sem fylgir því að vera íþróttamaður og manneskja. Þetta situr ekki í mér.“ Fékk sjokk Þegar að Rúnar skipti yfir til Arsenal frá franska félaginu Dijon á sínum tíma, segist hann hafa fengið smá sjokk er hann sá stærðina og umfangið í kringum alla starfsemi Arsenal. „Maður fékk bara smá sjokk þegar að maður kom til félagsins. Maður mætir þarna inn og æfingarsvæðið og öll aðstaða er rosaleg. Ég veit ekki hvað það voru margir æfingarvellir og starfsmenn í kringum okkur að sjá til þess að við værum að æfa með réttu keilurnar og vestin til að mynda. Það var bara á einhverju öðru stigi. Þá vorum við með tíu manna sjúkrateymi og svo voru aðrir tíu í því að klippa fyrir okkur myndbönd. Stærðin á öllu var bara svo rosaleg. Þetta var alveg smá sjokk að sjá það hversu mikill munur er bara á fótbolta og fótbolta. En svo í grunninn eru þetta bara ellefu leikmenn á móti öðrum ellefu í níutíu mínútna fótboltaleik.“
Enski boltinn Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira