Innlent

Íbúafundur Grind­víkinga í Laugar­dals­höll

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frá fyrri íbúafundi Grindvíkinga
Frá fyrri íbúafundi Grindvíkinga Vísir/Sigurjón

Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag og mun standa yfir frá klukkan fimm til klukkan sjö í kvöld. 

Fundurinn fer fram í Laugardalshöll, en þar verða bæjarfulltrúar Grindavíkur til viðræðu við íbúa um málefni bæjarins.

Hægt verður að horfa á fundinn í beinu streymi á Stöð 2 Vísi og í spilaranum hér fyrir neðan.

Fundarstjóri verður Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, og í pallborðsumræðum verða bæjarfulltrúar allra flokka sem sæti eiga í bæjarstjórn Grindavíkur.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar flytur ávarp
  • Grindavíkurfrumvarp um uppkaup fasteigna íbúðarhúsa
  • Staða innviða
  • Heimför og aðgengismál
  • Umræður og spurningar

Bæjarfulltrúar allra flokka sem sæti eiga í bæjarstjórn:

  • Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar (B)
  • Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs (D)
  • Birgitta Káradóttir Ramsey (D)
  • Helga Dís Jakobsdóttir (U)
  • Birgitta Rán Friðfinnsdóttir (M)
  • Hallfríður Hólmgrímsdóttir (M)
  • Gunnar Már Gunnarsson (M)


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×