Haaland sló met sem enginn vill eiga Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 10:30 Erling Haaland fór illa með nokkur færi í leiknum í gær. Vísir/Getty Manchester City og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gær og missti lið City þar með af tækifærinu til að koma sér aðeins tveimur stigum frá toppliði Liverpool. Norðmaðurinn Erling Haaland sló met í leiknum sem hann hefði eflaust viljað sleppa. Lengi vel leit út fyrir að Chelsea myndi leggja Manchester City að velli á Ethihad-leikvanginum í gær en Spánverjinn Rodri jafnaði metin á 83. mínútu leiksins. Lið City fékk fjölmörg færi til að skora fleiri mörk í leiknum en urðu að sætta sig við að koma boltanum aðeins einu sinni í netið. Enginn fékk fleiri færi en markahrókurinn Erling Braut Haaland. Norðmaðurinn fór í nokkur skipti illa að ráði sínu og boltinn vildi hreinlega ekki fara í netið. „Ég er ekki rétti aðilinn til að gefa framherjum ráð“ Þegar tölfræðin var skoðuð eftir leikinn kom í ljós að Haaland hafði slegið met. Líklega langar hann lítið að eiga þetta met en hann er nú sá leikmaður með hæsta XG (Expected Goals) í einum leik án þess að skora. XG er tölfræði sem sýnir hversu mörg mörk leikmenn ættu að skora miðað við þau færi sem þeir fá í leik. Haaland átti níu skot á markið í leiknum og misnotaði þrjú færi sem samkvæmt tölfræðinni teljast góð. Hann endaði með XG upp á 1,71 sem er það mesta hjá einum leikmanni á tímabilnu án þess að skora. Haaland had nine shots and an xG total of 1.71 against Chelsea Most FPL managers right now pic.twitter.com/0DohVrmYuO— LiveScore (@livescore) February 17, 2024 Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola vildi þó ekki kenna Haaland um stigin sem fóru í súginn í leiknum í gærkvöldi. „Það er gott að eiga níu skot á markið og næst mun hann skora,“ en Haaland hefur skorað 16 deildamörk á tímabilinu. „Ég var leikmaður í ellefu ár og skoraði ellefu mörk. Þvílík tölfræði! Eitt mark á tímabili. Ég er ekki rétti aðilinn til að gefa framherjum ráð,“ sagði Guardiola á léttum nótum. „Við erum að búa til færin, við fengum færi og hann mun skora næst. Ég áfellist hann ekki, þetta eru manneskjur.“ Enski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira
Lengi vel leit út fyrir að Chelsea myndi leggja Manchester City að velli á Ethihad-leikvanginum í gær en Spánverjinn Rodri jafnaði metin á 83. mínútu leiksins. Lið City fékk fjölmörg færi til að skora fleiri mörk í leiknum en urðu að sætta sig við að koma boltanum aðeins einu sinni í netið. Enginn fékk fleiri færi en markahrókurinn Erling Braut Haaland. Norðmaðurinn fór í nokkur skipti illa að ráði sínu og boltinn vildi hreinlega ekki fara í netið. „Ég er ekki rétti aðilinn til að gefa framherjum ráð“ Þegar tölfræðin var skoðuð eftir leikinn kom í ljós að Haaland hafði slegið met. Líklega langar hann lítið að eiga þetta met en hann er nú sá leikmaður með hæsta XG (Expected Goals) í einum leik án þess að skora. XG er tölfræði sem sýnir hversu mörg mörk leikmenn ættu að skora miðað við þau færi sem þeir fá í leik. Haaland átti níu skot á markið í leiknum og misnotaði þrjú færi sem samkvæmt tölfræðinni teljast góð. Hann endaði með XG upp á 1,71 sem er það mesta hjá einum leikmanni á tímabilnu án þess að skora. Haaland had nine shots and an xG total of 1.71 against Chelsea Most FPL managers right now pic.twitter.com/0DohVrmYuO— LiveScore (@livescore) February 17, 2024 Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola vildi þó ekki kenna Haaland um stigin sem fóru í súginn í leiknum í gærkvöldi. „Það er gott að eiga níu skot á markið og næst mun hann skora,“ en Haaland hefur skorað 16 deildamörk á tímabilinu. „Ég var leikmaður í ellefu ár og skoraði ellefu mörk. Þvílík tölfræði! Eitt mark á tímabili. Ég er ekki rétti aðilinn til að gefa framherjum ráð,“ sagði Guardiola á léttum nótum. „Við erum að búa til færin, við fengum færi og hann mun skora næst. Ég áfellist hann ekki, þetta eru manneskjur.“
Enski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira