Fótbolti

Ný­stár­leg mót­mæli í Þýska­landi vekja at­hygli

Siggeir Ævarsson skrifar
Starfsmaður Hansa Rostock sparkar bílunum útaf
Starfsmaður Hansa Rostock sparkar bílunum útaf Vísir/Getty

Gera þurfti hlé á leik Hansa Rostock og HSV í þýsku B-deildinni í gær þegar tveir fjarstýrðir bílar með blys á þakinu gerðu „innrás“ á völlinn.

Upptakan af vallarstarfsmanni Hansa Rostock að sparka bílunum út af vellinum er vissulega nokkuð spaugileg að sjá en málið á sér þó alvarlegri hliðar og tengist uppákoman röð mótmæla í Þýsklandi sem hafa haft áhrif á leiki í efstu tveimur deildunum.

Fjórir af fimm leikjum í úrvalsdeildinni voru truflaðir af mótmælendum, sem hentu súkkulaðipeningum og marmarakúlum inn á vellina. Mótmælin tengjast ákvörðun deildarinnar um að selja hlut í sjónvarpsrétti hennar til einkaaðila.

Tillagan var samþykkt af meirihluta eigenda liðanna en stuðningsmenn hafa kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð og hafa látið óánægju sína í ljós með mótmælum á leikjum. Á föstudaginn þurfti að stöðva leik Kölnar og Werder Bremen í um tíu mínútur þar sem fjarstýrðum bílum var ekið inn á völlinn og tennisboltum hent inn á hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×