Menntaverðlaun Suðurlands fóru í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2024 12:31 Nemendur Víkurskóla að vinna að strandlínurannsóknum í Víkurfjöru með sín tól og tæki. Aðsend Mikil ánægja er á meðal íbúa í Mýrdalshreppi þessa dagana því grunnskólinn í Vík, Víkurskóli og Katla jarðvangur voru að fá Menntaverðlaun Suðurlands fyrir samstarfsverkefni í strandlínurannsóknum í Víkurfjöru. Árlegur hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands fór fram á fimmtudaginn þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var á meðal gesta hann fékk það hlutverk að afhenda Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 en þau fóru að þessu sinni til Víkurskóla í Vík í Mýrdal og Kötlu jarðvangs vegna strandlínurannsókna í Víkurfjöru í samstarfi við Jóhannes Martein Jóhannesson jarðfræðing hjá Kötlu jarðvangi. Elín Einarsdóttir, skólastjóri veit nákvæmlega um hvað verkefnið snýst. „Þetta snýst um það að gera rannsókn á strandlínu og fjörubreytingum í Víkurfjöru, sem er þessi dæmigerða sandfjara hérna við Suðurströndina. Þetta felst í því að nemendur mæla sex mið í Víkurfjöru, sem eru vestan við svokallaða sandfangara, sem eru í Víkurfjöru og út frá því er hægt að meta hvernig fjaran er annað hvort að sækja fram eða hopa,” segir Elín. Elín segir að með þessu sé að vera safna mjög þýðingarmiklum gögnum en rannsóknin mun standa yfir í fimm ár en þrjú ár af þeim tíma eru liðin. „Okkar prímus mótor í þessu er með okkur, Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu Geopark og hans ómetanlega jarðfræðiþekking hefur náttúrulega skipt sköpum fyrir okkur,” bætir Elín við. En finnst nemendum þetta skemmtilegt verkefni eða fúlt og leiðinlegt? „Það fer nú svolítið eftir veðri og vindum. Það er nú náttúrlega eins og þú veist þá blæs nú stundum hjá okkur í Víkinni en þeim finnst þetta skemmtilegt og líka þegar það fór að koma eitthvað út úr þessu, þegar þau fóru að sjá einhverjar niðurstöður,” segir Elín. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, Elín Einarsdóttir skólastjóri Víkurskóla og Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi þegar Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 voru afhent í vikunni.Aðsend Í Víkurskóla erum um 64 nemendur og 18 starfsmenn. Elín segir Menntaverðlaun Suðurlands mikla viðurkenningu fyrir skólann enda fari brosið ekki af íbúum í Vík og næsta nágrenni eftir að verðlaunin voru afhent. Jóhannes Marteinn Jóhannesson, jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi með nemendum í fjörunni að mæla.Aðsend Mýrdalshreppur Guðni Th. Jóhannesson Skóla - og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Árlegur hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands fór fram á fimmtudaginn þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var á meðal gesta hann fékk það hlutverk að afhenda Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 en þau fóru að þessu sinni til Víkurskóla í Vík í Mýrdal og Kötlu jarðvangs vegna strandlínurannsókna í Víkurfjöru í samstarfi við Jóhannes Martein Jóhannesson jarðfræðing hjá Kötlu jarðvangi. Elín Einarsdóttir, skólastjóri veit nákvæmlega um hvað verkefnið snýst. „Þetta snýst um það að gera rannsókn á strandlínu og fjörubreytingum í Víkurfjöru, sem er þessi dæmigerða sandfjara hérna við Suðurströndina. Þetta felst í því að nemendur mæla sex mið í Víkurfjöru, sem eru vestan við svokallaða sandfangara, sem eru í Víkurfjöru og út frá því er hægt að meta hvernig fjaran er annað hvort að sækja fram eða hopa,” segir Elín. Elín segir að með þessu sé að vera safna mjög þýðingarmiklum gögnum en rannsóknin mun standa yfir í fimm ár en þrjú ár af þeim tíma eru liðin. „Okkar prímus mótor í þessu er með okkur, Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu Geopark og hans ómetanlega jarðfræðiþekking hefur náttúrulega skipt sköpum fyrir okkur,” bætir Elín við. En finnst nemendum þetta skemmtilegt verkefni eða fúlt og leiðinlegt? „Það fer nú svolítið eftir veðri og vindum. Það er nú náttúrlega eins og þú veist þá blæs nú stundum hjá okkur í Víkinni en þeim finnst þetta skemmtilegt og líka þegar það fór að koma eitthvað út úr þessu, þegar þau fóru að sjá einhverjar niðurstöður,” segir Elín. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, Elín Einarsdóttir skólastjóri Víkurskóla og Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi þegar Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 voru afhent í vikunni.Aðsend Í Víkurskóla erum um 64 nemendur og 18 starfsmenn. Elín segir Menntaverðlaun Suðurlands mikla viðurkenningu fyrir skólann enda fari brosið ekki af íbúum í Vík og næsta nágrenni eftir að verðlaunin voru afhent. Jóhannes Marteinn Jóhannesson, jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi með nemendum í fjörunni að mæla.Aðsend
Mýrdalshreppur Guðni Th. Jóhannesson Skóla - og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira