Menntaverðlaun Suðurlands fóru í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2024 12:31 Nemendur Víkurskóla að vinna að strandlínurannsóknum í Víkurfjöru með sín tól og tæki. Aðsend Mikil ánægja er á meðal íbúa í Mýrdalshreppi þessa dagana því grunnskólinn í Vík, Víkurskóli og Katla jarðvangur voru að fá Menntaverðlaun Suðurlands fyrir samstarfsverkefni í strandlínurannsóknum í Víkurfjöru. Árlegur hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands fór fram á fimmtudaginn þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var á meðal gesta hann fékk það hlutverk að afhenda Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 en þau fóru að þessu sinni til Víkurskóla í Vík í Mýrdal og Kötlu jarðvangs vegna strandlínurannsókna í Víkurfjöru í samstarfi við Jóhannes Martein Jóhannesson jarðfræðing hjá Kötlu jarðvangi. Elín Einarsdóttir, skólastjóri veit nákvæmlega um hvað verkefnið snýst. „Þetta snýst um það að gera rannsókn á strandlínu og fjörubreytingum í Víkurfjöru, sem er þessi dæmigerða sandfjara hérna við Suðurströndina. Þetta felst í því að nemendur mæla sex mið í Víkurfjöru, sem eru vestan við svokallaða sandfangara, sem eru í Víkurfjöru og út frá því er hægt að meta hvernig fjaran er annað hvort að sækja fram eða hopa,” segir Elín. Elín segir að með þessu sé að vera safna mjög þýðingarmiklum gögnum en rannsóknin mun standa yfir í fimm ár en þrjú ár af þeim tíma eru liðin. „Okkar prímus mótor í þessu er með okkur, Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu Geopark og hans ómetanlega jarðfræðiþekking hefur náttúrulega skipt sköpum fyrir okkur,” bætir Elín við. En finnst nemendum þetta skemmtilegt verkefni eða fúlt og leiðinlegt? „Það fer nú svolítið eftir veðri og vindum. Það er nú náttúrlega eins og þú veist þá blæs nú stundum hjá okkur í Víkinni en þeim finnst þetta skemmtilegt og líka þegar það fór að koma eitthvað út úr þessu, þegar þau fóru að sjá einhverjar niðurstöður,” segir Elín. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, Elín Einarsdóttir skólastjóri Víkurskóla og Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi þegar Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 voru afhent í vikunni.Aðsend Í Víkurskóla erum um 64 nemendur og 18 starfsmenn. Elín segir Menntaverðlaun Suðurlands mikla viðurkenningu fyrir skólann enda fari brosið ekki af íbúum í Vík og næsta nágrenni eftir að verðlaunin voru afhent. Jóhannes Marteinn Jóhannesson, jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi með nemendum í fjörunni að mæla.Aðsend Mýrdalshreppur Guðni Th. Jóhannesson Skóla - og menntamál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Árlegur hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands fór fram á fimmtudaginn þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var á meðal gesta hann fékk það hlutverk að afhenda Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 en þau fóru að þessu sinni til Víkurskóla í Vík í Mýrdal og Kötlu jarðvangs vegna strandlínurannsókna í Víkurfjöru í samstarfi við Jóhannes Martein Jóhannesson jarðfræðing hjá Kötlu jarðvangi. Elín Einarsdóttir, skólastjóri veit nákvæmlega um hvað verkefnið snýst. „Þetta snýst um það að gera rannsókn á strandlínu og fjörubreytingum í Víkurfjöru, sem er þessi dæmigerða sandfjara hérna við Suðurströndina. Þetta felst í því að nemendur mæla sex mið í Víkurfjöru, sem eru vestan við svokallaða sandfangara, sem eru í Víkurfjöru og út frá því er hægt að meta hvernig fjaran er annað hvort að sækja fram eða hopa,” segir Elín. Elín segir að með þessu sé að vera safna mjög þýðingarmiklum gögnum en rannsóknin mun standa yfir í fimm ár en þrjú ár af þeim tíma eru liðin. „Okkar prímus mótor í þessu er með okkur, Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu Geopark og hans ómetanlega jarðfræðiþekking hefur náttúrulega skipt sköpum fyrir okkur,” bætir Elín við. En finnst nemendum þetta skemmtilegt verkefni eða fúlt og leiðinlegt? „Það fer nú svolítið eftir veðri og vindum. Það er nú náttúrlega eins og þú veist þá blæs nú stundum hjá okkur í Víkinni en þeim finnst þetta skemmtilegt og líka þegar það fór að koma eitthvað út úr þessu, þegar þau fóru að sjá einhverjar niðurstöður,” segir Elín. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, Elín Einarsdóttir skólastjóri Víkurskóla og Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi þegar Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2023 voru afhent í vikunni.Aðsend Í Víkurskóla erum um 64 nemendur og 18 starfsmenn. Elín segir Menntaverðlaun Suðurlands mikla viðurkenningu fyrir skólann enda fari brosið ekki af íbúum í Vík og næsta nágrenni eftir að verðlaunin voru afhent. Jóhannes Marteinn Jóhannesson, jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi með nemendum í fjörunni að mæla.Aðsend
Mýrdalshreppur Guðni Th. Jóhannesson Skóla - og menntamál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira