Fótbolti

Þróttur lagði Val og öruggt hjá Víkingum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nikolaj Hansen skoraði tvö fyrr Víking.
Nikolaj Hansen skoraði tvö fyrr Víking. Vísir/Hulda Margrét

Lengjudeildarlið Þróttar gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 sigur er liðið mætti Val í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Á sama tíma unnu Íslandsmeistarar Víkings öruggan 4-1 sigur gegn Aftureldingu.

Kári Kristjánsson skoraði fyrra mark Þróttar eftir rúmlega hálftíma leik áður en Sigurður Steinar Björnsson tryggði liðinu 2-0 sigur með marki á 57. mínútu.

Var þetta fyrsti sigur Þróttar í riðli 2 í A-deild Lengjubikarsins og liðið er nú með þrjú stig eftir tvo leiki í fjórða sæti riðilsins, þremur stigum á eftir toppliði Vals sem hefur leikið einum leik meira.

Þá sá Helgi Guðjónsson um markaskoun Víkings í fyrri hálfleik er liðið tók á móti Aftureldingu. Nicolaj Hansen bætti tveimur mörkum við í seinni hálfleik áður en Valdimar Þór Ingimundarson bætti fjórða markinu við þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. 

Elmar Kári Enesson Cogic skoraði mark ftureldingar á 74. mínútu.

Að lokum vann KA 2-1 sigur gegn ÍA þar sem Ásgeir Sigurgeirsson skoraði bæði mörk norðanmanna eftir að Hinrik Harðarson hafði komið ÍA yfir. Keflavík vann 3-1 sigur gegn Gróttu og ÍR lagði Fram, 1-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×