Natasha kölluð inn í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 10:30 Natasha Anasi hefur skorað eitt mark í fimm landsleikjum, í sigri gegn Tékkum á SheBelieves Cup fyrir tveimur árum. Ronald Martinez/Getty Images Natasha Anasi, miðvörður Brann í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir leikina mikilvægu við Serbíu sem framundan eru. Natasha kemur inn í íslenska hópinn í stað Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur sem fór meidd af velli í leik með Val gegn Fylki í Lengjubikarnum í gærkvöld, en óttast er að meiðslin séu alvarleg. Natasha, sem er 32 ára, flutti til Íslands frá bandaríkjunum árið 2014 og spilaði hér á landi til ársins 2022, þegar hún fór til Brann. Hún hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur spilað fimm A-landsleiki, þar af einn mótsleik í undankeppni HM 2023. Natasha sleit hásin í janúar á síðasta ári, rétt eftir komuna til Brann, en vann sig upp úr meiðslunum og hefur verið að spila með Brann í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þar er liðið komið í 8-liða úrslit og mætir ríkjandi meisturum Barcelona. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tilkynnti landsliðshóp sinn síðastliðinn föstudag. Þar bar hæst endurkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur eftir meiðsli, en Agla María Albertsdóttir gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum. Leikirnir við Serbíu skera úr um það hvort liðanna spilar í A-deild Þjóðadeildar UEFA í ár, og hvort þeirra verður í B-deild. Liðin í A-deild eiga umtalsvert meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM á næsta ári. Fyrri leikurinn er á útivelli 23. febrúar en sá seinni á Kópavogsvelli klukkan 14:30 þriðjudaginn 27. febrúar. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Natasha kemur inn í íslenska hópinn í stað Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur sem fór meidd af velli í leik með Val gegn Fylki í Lengjubikarnum í gærkvöld, en óttast er að meiðslin séu alvarleg. Natasha, sem er 32 ára, flutti til Íslands frá bandaríkjunum árið 2014 og spilaði hér á landi til ársins 2022, þegar hún fór til Brann. Hún hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur spilað fimm A-landsleiki, þar af einn mótsleik í undankeppni HM 2023. Natasha sleit hásin í janúar á síðasta ári, rétt eftir komuna til Brann, en vann sig upp úr meiðslunum og hefur verið að spila með Brann í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þar er liðið komið í 8-liða úrslit og mætir ríkjandi meisturum Barcelona. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tilkynnti landsliðshóp sinn síðastliðinn föstudag. Þar bar hæst endurkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur eftir meiðsli, en Agla María Albertsdóttir gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum. Leikirnir við Serbíu skera úr um það hvort liðanna spilar í A-deild Þjóðadeildar UEFA í ár, og hvort þeirra verður í B-deild. Liðin í A-deild eiga umtalsvert meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM á næsta ári. Fyrri leikurinn er á útivelli 23. febrúar en sá seinni á Kópavogsvelli klukkan 14:30 þriðjudaginn 27. febrúar.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira