Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2024 20:42 Þórdís Kolbrún segir málið ekki vera komið á sitt borð en Páll Magnússon segir hana bera alla ábyrgð. Vísir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. Þetta er meðal þess sem fram kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar sat Þórdís fyrir svörum vegna kröfu ríkisins á hluta Vestmannaeyja, sem lýst er í skýrslu óbyggðanefndar. Áður hefur framkvæmdastjóri óbyggðanefndar sagt misskilnings gæta um málið, það sé hlutverk hennar að úrskurða um kröfur og kynna þær. Engin ákvörðun verið tekin „Ég hef heyrt í allmörgum Eyjamönnum í dag og fengið skilaboð frá mörgum þeirra en eins og ég hef nefnt í einhverjum viðtölum fram til þessa að þá er þetta mál ekki á mínu borði enn sem komið er,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún segir óbyggðanefnd heyra undir forsætisráðuneytið. Kröfugerðir á vegum ríkisins heyri svo undir fjármálaráðuneytið. „Ríkið gerir kröfu og aðrir gera kröfu og svo er það ekki fyrr en taka þarf ákvarðanir um málshöfðun, áfrýjun, annað slíkt sem það gæti komið til þess að það komi inn á mitt borð en það er engin ný ákvörðun í þessu, það er engin pólitísk ákvörðun, það er engin ný ákvörðun, það er engin lagabreyting.“ Um sé að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegn um síðan lög um þessi mál tóku gildi árið 1998. Þá hafi Þórdís persónulega haft meiri áhuga á Spice Girls. „Og nú er komið að þessu síðasta svæði og Eyjamenn sem hafa sterkar skoðanir á þessu og ég hef bara fullan skilning á því, rétt eins og ég hef hlustað á marga bændur og aðra landeigendur í gegnum tíðina, í gegnum árin, sem hafa haft það líka.“ Það er ljóst miðað við tóninn í Eyjamönnum að þeir muni berjast með krafti og klóm gegn þessu? „Já og ég, hér eftir sem hingað til, ég hvet alla til þess að gæta ítrasta réttar síns í þessari málsmeðferð. Það má vera algjörlega skýrt og ég tel mig nú þekkja Eyjamenn nægilega vel til þess að vita að þeir munu sannarlega gera það.“ Segir kröfuna á ábyrgð ráðherrans Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir í aðsendri grein á Vísi, að ljóst sé af svörum ráðherrans að halda eigi kröfu ríkisins til streitu. „Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans,“ fullyrðir Páll í grein sinni. Hann segir að draga megi svör ráðherrans saman í fjögur orð, „Þetta er bara svona.“ Páll segir það koma á óvart að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú ætla að reka mál af hörku í því skyni að fá hnekkt þeim eignarétti sem fyrrnefndir foringjar Sjálfstæðisflokksins hafi afsalað Vestmannaeyjabæ árið 1960. „Þessi kröfugerð er að frumkvæði fjármálaráðherra og hennar ráðuneytis. Ekki Óbyggðanefndar. Ráðherrann ber ábyrgð á þessu máli. Ekki Óbyggðanefnd. Það er á valdi ráðherrans að afturkalla þessar fáheyrðu kröfur – vonandi ber hún gæfu til þess.“ Vestmannaeyjar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarða- og lóðamál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar sat Þórdís fyrir svörum vegna kröfu ríkisins á hluta Vestmannaeyja, sem lýst er í skýrslu óbyggðanefndar. Áður hefur framkvæmdastjóri óbyggðanefndar sagt misskilnings gæta um málið, það sé hlutverk hennar að úrskurða um kröfur og kynna þær. Engin ákvörðun verið tekin „Ég hef heyrt í allmörgum Eyjamönnum í dag og fengið skilaboð frá mörgum þeirra en eins og ég hef nefnt í einhverjum viðtölum fram til þessa að þá er þetta mál ekki á mínu borði enn sem komið er,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún segir óbyggðanefnd heyra undir forsætisráðuneytið. Kröfugerðir á vegum ríkisins heyri svo undir fjármálaráðuneytið. „Ríkið gerir kröfu og aðrir gera kröfu og svo er það ekki fyrr en taka þarf ákvarðanir um málshöfðun, áfrýjun, annað slíkt sem það gæti komið til þess að það komi inn á mitt borð en það er engin ný ákvörðun í þessu, það er engin pólitísk ákvörðun, það er engin ný ákvörðun, það er engin lagabreyting.“ Um sé að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegn um síðan lög um þessi mál tóku gildi árið 1998. Þá hafi Þórdís persónulega haft meiri áhuga á Spice Girls. „Og nú er komið að þessu síðasta svæði og Eyjamenn sem hafa sterkar skoðanir á þessu og ég hef bara fullan skilning á því, rétt eins og ég hef hlustað á marga bændur og aðra landeigendur í gegnum tíðina, í gegnum árin, sem hafa haft það líka.“ Það er ljóst miðað við tóninn í Eyjamönnum að þeir muni berjast með krafti og klóm gegn þessu? „Já og ég, hér eftir sem hingað til, ég hvet alla til þess að gæta ítrasta réttar síns í þessari málsmeðferð. Það má vera algjörlega skýrt og ég tel mig nú þekkja Eyjamenn nægilega vel til þess að vita að þeir munu sannarlega gera það.“ Segir kröfuna á ábyrgð ráðherrans Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir í aðsendri grein á Vísi, að ljóst sé af svörum ráðherrans að halda eigi kröfu ríkisins til streitu. „Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans,“ fullyrðir Páll í grein sinni. Hann segir að draga megi svör ráðherrans saman í fjögur orð, „Þetta er bara svona.“ Páll segir það koma á óvart að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú ætla að reka mál af hörku í því skyni að fá hnekkt þeim eignarétti sem fyrrnefndir foringjar Sjálfstæðisflokksins hafi afsalað Vestmannaeyjabæ árið 1960. „Þessi kröfugerð er að frumkvæði fjármálaráðherra og hennar ráðuneytis. Ekki Óbyggðanefndar. Ráðherrann ber ábyrgð á þessu máli. Ekki Óbyggðanefnd. Það er á valdi ráðherrans að afturkalla þessar fáheyrðu kröfur – vonandi ber hún gæfu til þess.“
Vestmannaeyjar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarða- og lóðamál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent