Bakari hengdur fyrir smið Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2024 16:50 Bæjarstjórarnir Ásthildur og Íris eru reiðar út í Sigmar Aron sem þó hefur ekkert gert. Óbyggðanefnd er bara umsagnaraðili. vísir/samsett Sigmar Aron Ómarsson, framkvæmdastjóri óbyggðanefndar, segir misskilnings gæta í umræðunni en talsverð reiði hefur brotist út í garð nefndarinnar eftir að ríkið gerði kröfur í hluta Vestmannaeyja og Grímsey. Sigmar Aron segir þennan misskilning lífsseigan en það sé ekki óbyggðanefnd sem gerir kröfurnar, heldur úrskurðar nefndin um kröfur og kynnir þær. Bæjarstjórarnir Íris Róbertsdóttir í Eyjum og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akreyrar, klóra sér í kollinum vegna krafna ríkisins í svæði sem tilheyra annars vegar Vestmannaeyjum og hins vegar Grímsey. „Við skiljum ekkert í þessu,“ segir Ásthildur. En þær ættu að beina reiði sinni alfarið að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra. Að sögn óbyggðanefndar er það fjármála- og efnahagsráðuneytið sem gerir kröfurnar. Málsmeðferðin er þannig að tiltekið svæði er tekið til meðferðar, landinu skipt upp í svæði, ákveðið að það skuli tekið til meðferðar. Í þessari atrennu, sem er sú síðasta, er verið að taka til athugunar allt land sem er utan meginlandsins, allar eyjar og sker eru undir í þessari atrennu. Hlutverk óbyggðanefndar er að taka við kröfunum, kynna og auglýsa þannig að allir þeir sem kunna eða telja sig eiga öndverða hagsmuni geta látið málið til sín taka og gert athugasemdir. Frestur til athugasemda eru þrír mánuðir eða til 15. maí næstkomandi. Sigmar Aron segir fjármála- og efnahagsmráðuneytið fara með málið en hlutverk óbyggðanefndar er að rannsaka málið í góðri samvinnu við þjóðskjalasafn Íslands. Svo eru málin flutt munnlega, úrskurðað í þeim og ef menn eru enn ósáttir geta þeir sett þau fyrir dóm. Þetta hefur reynst umdeilt, að ríkið hafi látið fara yfir land eyjar og sker og reyna að úrskurða um hvar eignarrétturinn liggur. Þó hefur ekki orðið vart við annan eins hávaða og núna. Enda virðast eyjaskeggjar harðari á sínu en aðrir. Lög voru sett um óbyggðir, almenning og afrétti sem enginn átti, 1998 og fyrstu málin fóru að sjást um 2000. En menn geta svo átt einhver réttindi innan þjóðlenda svo sem með beit og annað. „Nei, þeim þykir vænt um eyjarnar. Maður skilur það,“ segir Sigmar Aron. Vestmannaeyjar Akureyri Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Sigmar Aron segir þennan misskilning lífsseigan en það sé ekki óbyggðanefnd sem gerir kröfurnar, heldur úrskurðar nefndin um kröfur og kynnir þær. Bæjarstjórarnir Íris Róbertsdóttir í Eyjum og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akreyrar, klóra sér í kollinum vegna krafna ríkisins í svæði sem tilheyra annars vegar Vestmannaeyjum og hins vegar Grímsey. „Við skiljum ekkert í þessu,“ segir Ásthildur. En þær ættu að beina reiði sinni alfarið að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra. Að sögn óbyggðanefndar er það fjármála- og efnahagsráðuneytið sem gerir kröfurnar. Málsmeðferðin er þannig að tiltekið svæði er tekið til meðferðar, landinu skipt upp í svæði, ákveðið að það skuli tekið til meðferðar. Í þessari atrennu, sem er sú síðasta, er verið að taka til athugunar allt land sem er utan meginlandsins, allar eyjar og sker eru undir í þessari atrennu. Hlutverk óbyggðanefndar er að taka við kröfunum, kynna og auglýsa þannig að allir þeir sem kunna eða telja sig eiga öndverða hagsmuni geta látið málið til sín taka og gert athugasemdir. Frestur til athugasemda eru þrír mánuðir eða til 15. maí næstkomandi. Sigmar Aron segir fjármála- og efnahagsmráðuneytið fara með málið en hlutverk óbyggðanefndar er að rannsaka málið í góðri samvinnu við þjóðskjalasafn Íslands. Svo eru málin flutt munnlega, úrskurðað í þeim og ef menn eru enn ósáttir geta þeir sett þau fyrir dóm. Þetta hefur reynst umdeilt, að ríkið hafi látið fara yfir land eyjar og sker og reyna að úrskurða um hvar eignarrétturinn liggur. Þó hefur ekki orðið vart við annan eins hávaða og núna. Enda virðast eyjaskeggjar harðari á sínu en aðrir. Lög voru sett um óbyggðir, almenning og afrétti sem enginn átti, 1998 og fyrstu málin fóru að sjást um 2000. En menn geta svo átt einhver réttindi innan þjóðlenda svo sem með beit og annað. „Nei, þeim þykir vænt um eyjarnar. Maður skilur það,“ segir Sigmar Aron.
Vestmannaeyjar Akureyri Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira