Enginn annar greinst með mislinga Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2024 16:31 Mislingasmitum hefur fjölgað í Evrópu og því ekki útilokað að þeim muni fjölga á Íslandi líka. Vísir/Arnar Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir það mikið gleðiefni að enginn annar hafi greinst með mislinga eftir að erlendur ferðamaður greindist hér þann 3. febrúar. „Þetta er eina smitið sem hefur greinst. Sem betur fer. En við bíðum enn átekta,“ segir Guðrún Það gera þau vegna þess að meðgöngutími sýkingarinnar getur verið allt að þrjár vikur. Þau andi því ekki léttar fyrr en að þeim tíma liðnum. Það er þá við lok þessarar viku. „Við viljum ekki útiloka neitt fyrr en að þeim tíma liðnum.“ Guðrún segir að allir sem hafi mögulega verið útsettir hafi verið látnir vita. Útsetningin sé þó ekki þannig að fólk hafi verið í miklu návígi, eins og á heimili, heldur voru flestir aðeins á sama stað og sá smitaði. „Þetta var ferðamaður sem kom hingað og því margir sem eru hugsanlega útsettir. En maður veit ekki nákvæmlega hver nándin var,“ segir Guðrún og að þau hafi sérstaklega einbeitt sér að þeim sem voru óbólusettir. Hún segir að flestir séu annað hvort bólusettir eða hafi fengið mislinga. Það hafi verið byrjað að bólusetja 1976 og það sé gert ráð fyrir því að fólk fætt fyrir þann tíma, eða um 1970, hafi fengið mislinga. „Þetta gekk reglulega yfir og er mjög smitandi. Við erum því að fókusera á þá sem hafa ekki fengið bólusetningu eða mislinga.“ Einhverjir sem mættu í bólusetningu Hún segir að á mánudeginum eftir að maðurinn greindist, þann 5. febrúar, hafi þau sem óbólusett voru verið boðuð í bólusetningu. Það hafi einhverjir mætt en að heilsugæslan hafi séð um skipulagninguna. „Því það er smá gluggi þar sem bólusetningin getur líka minnkað veikindin ef fólk hefur veikst,“ segir Guðrún. Útsettir þurftu ekki að fara í einangrun en voru hvött til þess að fylgjast vel með einkennum. Sem geta verið týpísk kvefeinkenni áður en fólk fær svo útbrot um tveimur dögum síðar. „Fólk er smitandi í byrjun, áður en einkennin koma. Það er talað um fjóra daga áður en útbrotin koma og fjóra daga eftir.“ Hún segir að eftir að útsettir hafi verið bólusettir hafi einnig aðrir nánir fjölskyldumeðlimir og einhverjir nánir þeir sem útsettir voru verið boðin bólusetning. Eiga nóg af bóluefni „Við eigum bóluefni og það er mjög gott og veitir góða vörn. Við mælum með tveimur sprautum. Það er 97 prósent vörn af því. Þetta er mjög öruggt bóluefni sem er búið að nota lengi. Það er góð reynsla af því og fólk getur því verið í góðri trú.“ Hún segir ekki alla geta þegið bólusetninguna og heilbrigðisyfirvöld hafi sérstakar áhyggjur af þeim. Það séu til dæmis börn undir sex mánaða, barnshafandi konur og ónæmisbældir. Þetta séu einnig hópar sem væru mjög viðkvæmir fyrir því að fá mislinga. Það sé best fyrir þetta fólk að sem flestir í kringum þau séu bólusettir. Guðrún segir að þótt svo að það líti út fyrir að enginn hafi smitast núna af ferðamanninum sé hættan ekki úti. Mislingasmitum hafi farið fjölgandi í Evrópu í fyrra og í ár. „Það er í löndum nálægt okkur. Fólk er á ferðinni og það er gott að fólk sé meðvitað um það. Það gerðist þarna og það getur gerst aftur.“ Guðrún segir að fólk geti séð í Heilsuveru hvort það sé bólusett fyrir mislingum en það nái ekki lengra aftur en til um síðustu aldamóta. Ef fólk var bólusett fyrir það verði það að leita til heilsugæslunnar. Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5. febrúar 2024 11:44 Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga. 26. janúar 2024 10:25 Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
„Þetta er eina smitið sem hefur greinst. Sem betur fer. En við bíðum enn átekta,“ segir Guðrún Það gera þau vegna þess að meðgöngutími sýkingarinnar getur verið allt að þrjár vikur. Þau andi því ekki léttar fyrr en að þeim tíma liðnum. Það er þá við lok þessarar viku. „Við viljum ekki útiloka neitt fyrr en að þeim tíma liðnum.“ Guðrún segir að allir sem hafi mögulega verið útsettir hafi verið látnir vita. Útsetningin sé þó ekki þannig að fólk hafi verið í miklu návígi, eins og á heimili, heldur voru flestir aðeins á sama stað og sá smitaði. „Þetta var ferðamaður sem kom hingað og því margir sem eru hugsanlega útsettir. En maður veit ekki nákvæmlega hver nándin var,“ segir Guðrún og að þau hafi sérstaklega einbeitt sér að þeim sem voru óbólusettir. Hún segir að flestir séu annað hvort bólusettir eða hafi fengið mislinga. Það hafi verið byrjað að bólusetja 1976 og það sé gert ráð fyrir því að fólk fætt fyrir þann tíma, eða um 1970, hafi fengið mislinga. „Þetta gekk reglulega yfir og er mjög smitandi. Við erum því að fókusera á þá sem hafa ekki fengið bólusetningu eða mislinga.“ Einhverjir sem mættu í bólusetningu Hún segir að á mánudeginum eftir að maðurinn greindist, þann 5. febrúar, hafi þau sem óbólusett voru verið boðuð í bólusetningu. Það hafi einhverjir mætt en að heilsugæslan hafi séð um skipulagninguna. „Því það er smá gluggi þar sem bólusetningin getur líka minnkað veikindin ef fólk hefur veikst,“ segir Guðrún. Útsettir þurftu ekki að fara í einangrun en voru hvött til þess að fylgjast vel með einkennum. Sem geta verið týpísk kvefeinkenni áður en fólk fær svo útbrot um tveimur dögum síðar. „Fólk er smitandi í byrjun, áður en einkennin koma. Það er talað um fjóra daga áður en útbrotin koma og fjóra daga eftir.“ Hún segir að eftir að útsettir hafi verið bólusettir hafi einnig aðrir nánir fjölskyldumeðlimir og einhverjir nánir þeir sem útsettir voru verið boðin bólusetning. Eiga nóg af bóluefni „Við eigum bóluefni og það er mjög gott og veitir góða vörn. Við mælum með tveimur sprautum. Það er 97 prósent vörn af því. Þetta er mjög öruggt bóluefni sem er búið að nota lengi. Það er góð reynsla af því og fólk getur því verið í góðri trú.“ Hún segir ekki alla geta þegið bólusetninguna og heilbrigðisyfirvöld hafi sérstakar áhyggjur af þeim. Það séu til dæmis börn undir sex mánaða, barnshafandi konur og ónæmisbældir. Þetta séu einnig hópar sem væru mjög viðkvæmir fyrir því að fá mislinga. Það sé best fyrir þetta fólk að sem flestir í kringum þau séu bólusettir. Guðrún segir að þótt svo að það líti út fyrir að enginn hafi smitast núna af ferðamanninum sé hættan ekki úti. Mislingasmitum hafi farið fjölgandi í Evrópu í fyrra og í ár. „Það er í löndum nálægt okkur. Fólk er á ferðinni og það er gott að fólk sé meðvitað um það. Það gerðist þarna og það getur gerst aftur.“ Guðrún segir að fólk geti séð í Heilsuveru hvort það sé bólusett fyrir mislingum en það nái ekki lengra aftur en til um síðustu aldamóta. Ef fólk var bólusett fyrir það verði það að leita til heilsugæslunnar.
Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5. febrúar 2024 11:44 Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga. 26. janúar 2024 10:25 Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5. febrúar 2024 11:44
Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga. 26. janúar 2024 10:25
Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06