Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2024 16:06 Rúmlega þrjátíu sinnum fleiri smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra en árið 2022. EPA/HOTLI SIMANJUNTAK Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. Talið er að þetta sé vegna þess að færri börn voru bólusett gegn mislingum á meðan faraldur Covid-19 var hvað fyrirferðarmestur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, sagði að nærri því 21 þúsund manns hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús vegna mislinga og fimm hefðu dáið. Ástandið væri alvarlegt. „Bóluefni eru eina leiðin til að verja börn gegn þessum sjúkdómi sem getur reynst hættulegur,“ sagði Kluge samkvæmt frétt BBC. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur en í grein eftir Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, sem birt var á Vísindavefnum árið 2005 sagði hann mislinga vera óþægilegasta barnasjúkdóminn og þann hættulegasta af þeim sem valda útbrotum. Hann sagði sjúkdóminn geta haft alvarlega fylgikvilla. Þórólfur skrifaði þá einnig að sem betur fer væru mislingar í raun ekki lengur til hér á landi þar sem ungbörn hefðu verið bólusett gegn þeim í mörg ár. Árið 2019 kom þó upp mislingasmit hér á Íslandi og var það í fyrsta sinn frá því sjúkdómnum var útrýmt hér á landi. Þar var um að ræða barn sem talið er hafa smitast í Svíþjóð. WHO segir smit síðasta árs hafa náð til allra aldurshópa. Mislingar geta verið alvarlegir fyrir fólk á öllum aldri en dánartíðni er hæst hjá ungbörnum. Þeir hefjast oft með hita og útbrotum en fylgikvillar þeirra geta oft verið lungnabólga, heilahimnubólga, blinda og köst. Bóluefni gegn mislingum, hettustótt og rauðum hundum.AP/Elaine Thompson Áður en bóluefni við mislingum var búið til árið 1963 skullu faraldrar reglulega upp kollinum leiddu hundruð þúsunda til dauða á ári hverju. Í frétt BBC segir að tíðni bólusetninga fyrsta skammts MMR-bóluefnisins gegn mislingum hafi dregist saman úr 96 prósentum árið 2019 í 93 prósent árið 2022. Tíðini seinni skammtsins dróst einnig saman úr 92 prósentum í 91 prósent. Þessi tiltölulega litla fækkun þýðir að rúmlega 1,8 milljónir barna í Evrópu voru ekki bólusett gegn mislingum á þessum tveimur árum. Mislingar náðu útbreiðslu í bæ í Bretlandi í síðustu viku. Guardian segir áætlað að rúmlega 3,4 milljónir barna undir sextán ára aldri í Bretlandi séu ekki með mótefni við mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Rúmlega þrjú hundruð smit hafa greinst í Bretlandi frá 23. október til 15. janúar. Sambærileg staða er uppi á borðinu í Bandaríkjunum. Í frétt sem birt var á vef CNN í dag segir að tilfelli hafi greinst víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum vikum. Í báðum löndum hefur tíðni bólusetninga barna gegn mislinum og öðrum sjúkdómum dregist saman um nokkur prósentustig á undanförnum árum. Heilbrigðismál Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Talið er að þetta sé vegna þess að færri börn voru bólusett gegn mislingum á meðan faraldur Covid-19 var hvað fyrirferðarmestur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, sagði að nærri því 21 þúsund manns hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús vegna mislinga og fimm hefðu dáið. Ástandið væri alvarlegt. „Bóluefni eru eina leiðin til að verja börn gegn þessum sjúkdómi sem getur reynst hættulegur,“ sagði Kluge samkvæmt frétt BBC. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur en í grein eftir Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, sem birt var á Vísindavefnum árið 2005 sagði hann mislinga vera óþægilegasta barnasjúkdóminn og þann hættulegasta af þeim sem valda útbrotum. Hann sagði sjúkdóminn geta haft alvarlega fylgikvilla. Þórólfur skrifaði þá einnig að sem betur fer væru mislingar í raun ekki lengur til hér á landi þar sem ungbörn hefðu verið bólusett gegn þeim í mörg ár. Árið 2019 kom þó upp mislingasmit hér á Íslandi og var það í fyrsta sinn frá því sjúkdómnum var útrýmt hér á landi. Þar var um að ræða barn sem talið er hafa smitast í Svíþjóð. WHO segir smit síðasta árs hafa náð til allra aldurshópa. Mislingar geta verið alvarlegir fyrir fólk á öllum aldri en dánartíðni er hæst hjá ungbörnum. Þeir hefjast oft með hita og útbrotum en fylgikvillar þeirra geta oft verið lungnabólga, heilahimnubólga, blinda og köst. Bóluefni gegn mislingum, hettustótt og rauðum hundum.AP/Elaine Thompson Áður en bóluefni við mislingum var búið til árið 1963 skullu faraldrar reglulega upp kollinum leiddu hundruð þúsunda til dauða á ári hverju. Í frétt BBC segir að tíðni bólusetninga fyrsta skammts MMR-bóluefnisins gegn mislingum hafi dregist saman úr 96 prósentum árið 2019 í 93 prósent árið 2022. Tíðini seinni skammtsins dróst einnig saman úr 92 prósentum í 91 prósent. Þessi tiltölulega litla fækkun þýðir að rúmlega 1,8 milljónir barna í Evrópu voru ekki bólusett gegn mislingum á þessum tveimur árum. Mislingar náðu útbreiðslu í bæ í Bretlandi í síðustu viku. Guardian segir áætlað að rúmlega 3,4 milljónir barna undir sextán ára aldri í Bretlandi séu ekki með mótefni við mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Rúmlega þrjú hundruð smit hafa greinst í Bretlandi frá 23. október til 15. janúar. Sambærileg staða er uppi á borðinu í Bandaríkjunum. Í frétt sem birt var á vef CNN í dag segir að tilfelli hafi greinst víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum vikum. Í báðum löndum hefur tíðni bólusetninga barna gegn mislinum og öðrum sjúkdómum dregist saman um nokkur prósentustig á undanförnum árum.
Heilbrigðismál Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira