Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 12:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kynnti málið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/Einar Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu en málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Um er að ræða þrjá skóla; Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Samkvæmt tilkynningunni hafa fjárframlög til skólana verið 60 til 80 prósent af því sem þeir fengju ef rekstrarform þeirra væri opinbert. Skert fjárframlög hafi óhjákvæmilega leitt til innheimtu skólagjalda, sem hafi numið um 1,5 til 2 milljónum fyrir grunnnám og sömu upphæð fyrir meistaranám. Ef skólarnir hafa á þessu áhuga gæti breytingin tekið gildi í áföngum frá og með haustinu en hún yrði fjármögnuð innan ramma fjárlaga 2024 og innan gildandi fjármálaáætlunar 2025 - 2026. „Sú hugmyndafræði að fé fylgi nemendum að fullu óháð því hvaða skóla þeir sækja er ekki ný af nálinni í menntakerfinu, þó svo að hún sé það á háskólastiginu,“ er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í tilkynningunni. „Í anda þess að fé fylgi nemanda geta háskólarnir fallið frá skólagjöldum sínum gegn því að fá fullt opinbert framlag. Ég tel sanngjarnt að nemendur hafi jöfn tækifæri til náms, óháð rekstrarformi skóla, og að þeir sem velji að stunda nám í sjálfstætt starfandi háskóla standi jafnfætis þeim sem stundi nám í hinum opinberu skólum. Ríkið á ekki að gera upp á milli nemenda.“ Hámarkskostnaðurinn tveir milljarðar króna Ef af verður munu nemendur umræddra skóla aðeins greiða skrásetningargjald eins og þekkist hjá opinberu háskólunum. Kostnaðarhlutur ríkisins ræðst af því hversu margir skólanna þekkjast boðið og hvort fjármögnunin myndi ná til alls grunnnáms og alls meistaranáms eða aðeins hluta þess. „Hver sem niðurstaðan yrði myndi hún að hámarki kosta um 2 milljarða króna sem rúmast innan ramma fjárheimilda háskólastigsins,“ segir í tilkynningunni. Nemendur skólanna þriggja telja um fjórðung allra háskólanema á Íslandi en skólarnir hafa allir sína sérstöðu að því leyti að Háskólinn í Reykjavík býður upp á úrval tæknigreina, Listaháskóli Íslands upp á listnám og Háskólinn á Bifröst upp á fjarnám. „Við í ráðuneytinu höfum lagt kapp á að fjölga nemendum í raun-, tækni- og listgreinum enda er Ísland eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kemur að fjölda nemenda í þessum greinum,“ segir ráðherra. „Með því að gefa nemendum aukið val gefum við stærri og fjölbreyttari hópi fólks kleift að stunda nám í greinum sem skipta miklu máli fyrir samkeppnishæfni okkar til framtíðar og stórauka tækifæri til náms á Íslandi. Nú er það skólanna að vega og meta hvernig þeir bregðast við en næstu daga mun ég eiga frekari samtöl og samráð við nemendur og starfsfólk skólanna. Ég vonast til að fá svör frá þeim sem fyrst svo að nemendur þeirra skóla sem hafa áhuga á að ganga að tilboðinu njóti þess sem fyrst og helst strax í haust.“ Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu en málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Um er að ræða þrjá skóla; Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Samkvæmt tilkynningunni hafa fjárframlög til skólana verið 60 til 80 prósent af því sem þeir fengju ef rekstrarform þeirra væri opinbert. Skert fjárframlög hafi óhjákvæmilega leitt til innheimtu skólagjalda, sem hafi numið um 1,5 til 2 milljónum fyrir grunnnám og sömu upphæð fyrir meistaranám. Ef skólarnir hafa á þessu áhuga gæti breytingin tekið gildi í áföngum frá og með haustinu en hún yrði fjármögnuð innan ramma fjárlaga 2024 og innan gildandi fjármálaáætlunar 2025 - 2026. „Sú hugmyndafræði að fé fylgi nemendum að fullu óháð því hvaða skóla þeir sækja er ekki ný af nálinni í menntakerfinu, þó svo að hún sé það á háskólastiginu,“ er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í tilkynningunni. „Í anda þess að fé fylgi nemanda geta háskólarnir fallið frá skólagjöldum sínum gegn því að fá fullt opinbert framlag. Ég tel sanngjarnt að nemendur hafi jöfn tækifæri til náms, óháð rekstrarformi skóla, og að þeir sem velji að stunda nám í sjálfstætt starfandi háskóla standi jafnfætis þeim sem stundi nám í hinum opinberu skólum. Ríkið á ekki að gera upp á milli nemenda.“ Hámarkskostnaðurinn tveir milljarðar króna Ef af verður munu nemendur umræddra skóla aðeins greiða skrásetningargjald eins og þekkist hjá opinberu háskólunum. Kostnaðarhlutur ríkisins ræðst af því hversu margir skólanna þekkjast boðið og hvort fjármögnunin myndi ná til alls grunnnáms og alls meistaranáms eða aðeins hluta þess. „Hver sem niðurstaðan yrði myndi hún að hámarki kosta um 2 milljarða króna sem rúmast innan ramma fjárheimilda háskólastigsins,“ segir í tilkynningunni. Nemendur skólanna þriggja telja um fjórðung allra háskólanema á Íslandi en skólarnir hafa allir sína sérstöðu að því leyti að Háskólinn í Reykjavík býður upp á úrval tæknigreina, Listaháskóli Íslands upp á listnám og Háskólinn á Bifröst upp á fjarnám. „Við í ráðuneytinu höfum lagt kapp á að fjölga nemendum í raun-, tækni- og listgreinum enda er Ísland eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kemur að fjölda nemenda í þessum greinum,“ segir ráðherra. „Með því að gefa nemendum aukið val gefum við stærri og fjölbreyttari hópi fólks kleift að stunda nám í greinum sem skipta miklu máli fyrir samkeppnishæfni okkar til framtíðar og stórauka tækifæri til náms á Íslandi. Nú er það skólanna að vega og meta hvernig þeir bregðast við en næstu daga mun ég eiga frekari samtöl og samráð við nemendur og starfsfólk skólanna. Ég vonast til að fá svör frá þeim sem fyrst svo að nemendur þeirra skóla sem hafa áhuga á að ganga að tilboðinu njóti þess sem fyrst og helst strax í haust.“
Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira