Bjóða óskert fjárframlag í skiptum fyrir engin skólagjöld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 12:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kynnti málið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/Einar Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðið skólastjórnendum sjálfstætt starfandi háskóla að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu en málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Um er að ræða þrjá skóla; Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Samkvæmt tilkynningunni hafa fjárframlög til skólana verið 60 til 80 prósent af því sem þeir fengju ef rekstrarform þeirra væri opinbert. Skert fjárframlög hafi óhjákvæmilega leitt til innheimtu skólagjalda, sem hafi numið um 1,5 til 2 milljónum fyrir grunnnám og sömu upphæð fyrir meistaranám. Ef skólarnir hafa á þessu áhuga gæti breytingin tekið gildi í áföngum frá og með haustinu en hún yrði fjármögnuð innan ramma fjárlaga 2024 og innan gildandi fjármálaáætlunar 2025 - 2026. „Sú hugmyndafræði að fé fylgi nemendum að fullu óháð því hvaða skóla þeir sækja er ekki ný af nálinni í menntakerfinu, þó svo að hún sé það á háskólastiginu,“ er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í tilkynningunni. „Í anda þess að fé fylgi nemanda geta háskólarnir fallið frá skólagjöldum sínum gegn því að fá fullt opinbert framlag. Ég tel sanngjarnt að nemendur hafi jöfn tækifæri til náms, óháð rekstrarformi skóla, og að þeir sem velji að stunda nám í sjálfstætt starfandi háskóla standi jafnfætis þeim sem stundi nám í hinum opinberu skólum. Ríkið á ekki að gera upp á milli nemenda.“ Hámarkskostnaðurinn tveir milljarðar króna Ef af verður munu nemendur umræddra skóla aðeins greiða skrásetningargjald eins og þekkist hjá opinberu háskólunum. Kostnaðarhlutur ríkisins ræðst af því hversu margir skólanna þekkjast boðið og hvort fjármögnunin myndi ná til alls grunnnáms og alls meistaranáms eða aðeins hluta þess. „Hver sem niðurstaðan yrði myndi hún að hámarki kosta um 2 milljarða króna sem rúmast innan ramma fjárheimilda háskólastigsins,“ segir í tilkynningunni. Nemendur skólanna þriggja telja um fjórðung allra háskólanema á Íslandi en skólarnir hafa allir sína sérstöðu að því leyti að Háskólinn í Reykjavík býður upp á úrval tæknigreina, Listaháskóli Íslands upp á listnám og Háskólinn á Bifröst upp á fjarnám. „Við í ráðuneytinu höfum lagt kapp á að fjölga nemendum í raun-, tækni- og listgreinum enda er Ísland eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kemur að fjölda nemenda í þessum greinum,“ segir ráðherra. „Með því að gefa nemendum aukið val gefum við stærri og fjölbreyttari hópi fólks kleift að stunda nám í greinum sem skipta miklu máli fyrir samkeppnishæfni okkar til framtíðar og stórauka tækifæri til náms á Íslandi. Nú er það skólanna að vega og meta hvernig þeir bregðast við en næstu daga mun ég eiga frekari samtöl og samráð við nemendur og starfsfólk skólanna. Ég vonast til að fá svör frá þeim sem fyrst svo að nemendur þeirra skóla sem hafa áhuga á að ganga að tilboðinu njóti þess sem fyrst og helst strax í haust.“ Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu en málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Um er að ræða þrjá skóla; Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Samkvæmt tilkynningunni hafa fjárframlög til skólana verið 60 til 80 prósent af því sem þeir fengju ef rekstrarform þeirra væri opinbert. Skert fjárframlög hafi óhjákvæmilega leitt til innheimtu skólagjalda, sem hafi numið um 1,5 til 2 milljónum fyrir grunnnám og sömu upphæð fyrir meistaranám. Ef skólarnir hafa á þessu áhuga gæti breytingin tekið gildi í áföngum frá og með haustinu en hún yrði fjármögnuð innan ramma fjárlaga 2024 og innan gildandi fjármálaáætlunar 2025 - 2026. „Sú hugmyndafræði að fé fylgi nemendum að fullu óháð því hvaða skóla þeir sækja er ekki ný af nálinni í menntakerfinu, þó svo að hún sé það á háskólastiginu,“ er haft eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í tilkynningunni. „Í anda þess að fé fylgi nemanda geta háskólarnir fallið frá skólagjöldum sínum gegn því að fá fullt opinbert framlag. Ég tel sanngjarnt að nemendur hafi jöfn tækifæri til náms, óháð rekstrarformi skóla, og að þeir sem velji að stunda nám í sjálfstætt starfandi háskóla standi jafnfætis þeim sem stundi nám í hinum opinberu skólum. Ríkið á ekki að gera upp á milli nemenda.“ Hámarkskostnaðurinn tveir milljarðar króna Ef af verður munu nemendur umræddra skóla aðeins greiða skrásetningargjald eins og þekkist hjá opinberu háskólunum. Kostnaðarhlutur ríkisins ræðst af því hversu margir skólanna þekkjast boðið og hvort fjármögnunin myndi ná til alls grunnnáms og alls meistaranáms eða aðeins hluta þess. „Hver sem niðurstaðan yrði myndi hún að hámarki kosta um 2 milljarða króna sem rúmast innan ramma fjárheimilda háskólastigsins,“ segir í tilkynningunni. Nemendur skólanna þriggja telja um fjórðung allra háskólanema á Íslandi en skólarnir hafa allir sína sérstöðu að því leyti að Háskólinn í Reykjavík býður upp á úrval tæknigreina, Listaháskóli Íslands upp á listnám og Háskólinn á Bifröst upp á fjarnám. „Við í ráðuneytinu höfum lagt kapp á að fjölga nemendum í raun-, tækni- og listgreinum enda er Ísland eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kemur að fjölda nemenda í þessum greinum,“ segir ráðherra. „Með því að gefa nemendum aukið val gefum við stærri og fjölbreyttari hópi fólks kleift að stunda nám í greinum sem skipta miklu máli fyrir samkeppnishæfni okkar til framtíðar og stórauka tækifæri til náms á Íslandi. Nú er það skólanna að vega og meta hvernig þeir bregðast við en næstu daga mun ég eiga frekari samtöl og samráð við nemendur og starfsfólk skólanna. Ég vonast til að fá svör frá þeim sem fyrst svo að nemendur þeirra skóla sem hafa áhuga á að ganga að tilboðinu njóti þess sem fyrst og helst strax í haust.“
Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira