„Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 18:45 Það er í nægu að snúast hjá Kristni Harðarsyni, framkvæmdastjóra framleiðslusviðs HS Orku þessa dagana. Vísir/Ívar Fannar Vinnuvegur var lagður í nótt ofan á heitt hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Skammt frá vinna tugir manna, allan sólarhringinn, við varasamar aðstæður að nýrri hjáveitulögn fyrir Suðurnesin. Fjölmiðlum var í dag boðið í skipulagða ferð á vegum lögregluembættis Suðurnesja til að skoða framkvæmdir sem standa yfir á Reykjanesi. Í ferðinni var farið að gatnamótum Grindavíkur og því sem eftir er af afleggjaranum þaðan að Bláa lóninu, sem fór undir hraun í eldgosinu í síðustu viku. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu, segir í raun um vinnuveg að ræða. „Við erum fyrst og fremst að tryggja aðgengi viðbragðsaðila og verktaka og þessháttar um svæðið.“ Það tók ekki langan tíma að leggja veginn en framkvæmdirnar hófust í gær og lauk í nótt. Jón Haukur segir miklu muna um veginn. „Það munar heilmiklu að þurfa ekki að taka öll aðföng annaðhvort um Suðurstrandarveg eða Nesveg, eða um háspennuveginn hérna hinum megin. Svo þetta hjálpar okkur mikið við þessa vinnu sem er fram undan næstu daga.“ Búið er að leggja vinnuveg yfir heitt hraun sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Vísir/Ívar Fannar Reyk má sjá stíga frá hrauninu en Jón Haukur segir aðstæður þó í fína lagi. Hitinn er eins og í góðu bílaplani. Hraun rann yfir Grindavíkurveg á öðrum stað í eldgosinu í janúar. Þá fór það yfir Bláa lóns veginn svokallaða sem þá var sú tenging sem var notuð. Íbúar Grindavíkur geta því ekki notað Grindavíkurveginn þegar þeir fara inn í bæinn til verðmætabjörgunar næstu daga. „Það á eftir að finna út úr því hvernig sú veglína á að vera. Ég geri ráð fyrir að vegagerðin fari með okkur í þá vinnu í næstu viku að móta það og svo verður unnið í framhaldinu. Það tekur svona tvær til þrjár vikur að koma því í gagnið, en við verðum bara að sjá til með það,“ segir Jón Haukur. Hér má sjá það sem eftir er af afleggjaranum að Bláa lóninu frá Grindavíkurvegi.Vísir/Ívar Fannar Allt einstakt við verkefnið Í gær hófst vinna við að leggja veg yfir hraunið sem rann meðfram Njarðvíkuræðinni í síðustu viku. Þar vinnur nú stór hópur fólks, allan sólarhringinn, að því koma nýrri hjáveitulögn í gagnið. Það var mikill áfangi að ná að byggja veginn og einfaldaði verkið til muna. „Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni. Að vinna við þessar aðstæður við heitt hraunið. Við erum í raun að hanna þessa lögn hér á staðnum með mjög úrræðagóðu fólki. Við höfum aðgengi að mjög hæfum verktökum og mjög reyndu fólki. Í stuttu máli er framgangur mjög góður, við erum bjartsýn á að þetta klárist á næstu dögum,“ segir Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs HS Orku. Um fimmtíu manns eru að störfum á hverjum tíma. „Við erum með vaktaskipti klukkan ellefu á kvöldin. Þá fáum við ferskan hóp inn á morgnanna og þreytta menn. Þetta vinnst vel með góðu skipulagi.“ Eru þetta hættulegar aðstæður? „Við leggjum mikla áherslu á að framkvæma þetta með öruggum hætti. Þetta hefur gengið án atvika en það er ekki sjálfgefið. Svo það þarf að vanda sig virkilega í því.“ Vísir/Ívar Fannar Ef áætlanir ganga upp eru vonir bundnar við að hægt verði að hleypa vatni á lögnina eftir þrjá til fjóra sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa að byggja dreifikerfið upp. Allir leggjast á eitt við að koma hita á hús á Suðurnesjum eins fljótt og auðið er, en ljóst er að það gæti tekið allt að viku. „Almannavarnir standa sig frábærlega í að stýra þessum aðgerðum og þjónusta allt í kringum þetta,“ segir Kristinn. „Og öll verktakafyrirtækin sem eru að gera þetta með okkur, þau eru að hægja á sýnum verkefnum svo að þetta gangi. Svo ég finn fyrst og fremst fyrir þakklæti fyrir allan þann stuðning sem maður finnur.“ Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Vogar Orkumál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Sjá meira
Fjölmiðlum var í dag boðið í skipulagða ferð á vegum lögregluembættis Suðurnesja til að skoða framkvæmdir sem standa yfir á Reykjanesi. Í ferðinni var farið að gatnamótum Grindavíkur og því sem eftir er af afleggjaranum þaðan að Bláa lóninu, sem fór undir hraun í eldgosinu í síðustu viku. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu, segir í raun um vinnuveg að ræða. „Við erum fyrst og fremst að tryggja aðgengi viðbragðsaðila og verktaka og þessháttar um svæðið.“ Það tók ekki langan tíma að leggja veginn en framkvæmdirnar hófust í gær og lauk í nótt. Jón Haukur segir miklu muna um veginn. „Það munar heilmiklu að þurfa ekki að taka öll aðföng annaðhvort um Suðurstrandarveg eða Nesveg, eða um háspennuveginn hérna hinum megin. Svo þetta hjálpar okkur mikið við þessa vinnu sem er fram undan næstu daga.“ Búið er að leggja vinnuveg yfir heitt hraun sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Vísir/Ívar Fannar Reyk má sjá stíga frá hrauninu en Jón Haukur segir aðstæður þó í fína lagi. Hitinn er eins og í góðu bílaplani. Hraun rann yfir Grindavíkurveg á öðrum stað í eldgosinu í janúar. Þá fór það yfir Bláa lóns veginn svokallaða sem þá var sú tenging sem var notuð. Íbúar Grindavíkur geta því ekki notað Grindavíkurveginn þegar þeir fara inn í bæinn til verðmætabjörgunar næstu daga. „Það á eftir að finna út úr því hvernig sú veglína á að vera. Ég geri ráð fyrir að vegagerðin fari með okkur í þá vinnu í næstu viku að móta það og svo verður unnið í framhaldinu. Það tekur svona tvær til þrjár vikur að koma því í gagnið, en við verðum bara að sjá til með það,“ segir Jón Haukur. Hér má sjá það sem eftir er af afleggjaranum að Bláa lóninu frá Grindavíkurvegi.Vísir/Ívar Fannar Allt einstakt við verkefnið Í gær hófst vinna við að leggja veg yfir hraunið sem rann meðfram Njarðvíkuræðinni í síðustu viku. Þar vinnur nú stór hópur fólks, allan sólarhringinn, að því koma nýrri hjáveitulögn í gagnið. Það var mikill áfangi að ná að byggja veginn og einfaldaði verkið til muna. „Það er í raun allt mjög einstakt við þetta verkefni. Að vinna við þessar aðstæður við heitt hraunið. Við erum í raun að hanna þessa lögn hér á staðnum með mjög úrræðagóðu fólki. Við höfum aðgengi að mjög hæfum verktökum og mjög reyndu fólki. Í stuttu máli er framgangur mjög góður, við erum bjartsýn á að þetta klárist á næstu dögum,“ segir Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs HS Orku. Um fimmtíu manns eru að störfum á hverjum tíma. „Við erum með vaktaskipti klukkan ellefu á kvöldin. Þá fáum við ferskan hóp inn á morgnanna og þreytta menn. Þetta vinnst vel með góðu skipulagi.“ Eru þetta hættulegar aðstæður? „Við leggjum mikla áherslu á að framkvæma þetta með öruggum hætti. Þetta hefur gengið án atvika en það er ekki sjálfgefið. Svo það þarf að vanda sig virkilega í því.“ Vísir/Ívar Fannar Ef áætlanir ganga upp eru vonir bundnar við að hægt verði að hleypa vatni á lögnina eftir þrjá til fjóra sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa að byggja dreifikerfið upp. Allir leggjast á eitt við að koma hita á hús á Suðurnesjum eins fljótt og auðið er, en ljóst er að það gæti tekið allt að viku. „Almannavarnir standa sig frábærlega í að stýra þessum aðgerðum og þjónusta allt í kringum þetta,“ segir Kristinn. „Og öll verktakafyrirtækin sem eru að gera þetta með okkur, þau eru að hægja á sýnum verkefnum svo að þetta gangi. Svo ég finn fyrst og fremst fyrir þakklæti fyrir allan þann stuðning sem maður finnur.“
Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Vogar Orkumál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum