Eggert Aron um atvinnumennskuna og A-landsliðið: Draumur síðan ég var krakki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. febrúar 2024 09:00 Eggert Aron í leik gegn Noregi þar sem hann skoraði stórglæsilegt mark sem hefur án efa vakið athygli út fyrir landsteinana. Seb Daly/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Eggert Aron Guðmundsson gekk í raðir silfurliðs Svíþjóðar, Elfsborg, frá Stjörnunni fyrir ekki svo löngu síðan. Atvinnumannaferillinn byrjar ekki byrlega en Eggert Aron er að glíma við meiðsli um þessar mundir. Fall er hins vegar fararheill og hann horfir björtum augum á framtíðina. „Leiðinlegt ef þú ert bara einn með sjúkraþjálfaranum“ Eggert Aron var nýverið sendur heim úr æfingaferð liðsins í Portúgal þar sem hann var að glíma við meiðsli á ökkla. Hann var spurður út í meiðslin. „Staðan er sú að þegar ég var í Miami með landsliðinu þá lenti ég skringilega á ökklanum á einni æfingunni. Hef ekki náð að koma úr þeim meiðslum og því var ákveðið að senda mig heim því læknirinn okkar í Elfsborg var ekki á staðnum.“ „Ég fer í skoðun á laugardag hjá bæklunarlækni, til að sjá hver staðan er og hver næstu skref verða.“ Eggert Aron Guðmundsson sést hér elta leikmann Gvatemala uppi en Eggert Aron lék vel í sínum fyrsta landsleik.Knattspyrnusamband Gvatemala Svona fyrir utan meiðslin, hvernig hafa fyrstu vikurnar í atvinnumennsku verið? „Eins og þú segir, þetta er ekki beint draumabyrjunin hjá mér. Ég vildi koma og sýna hversu góður ég væri fyrir bæði þjálfurum og leikmönnum. Ein leið til að tengjast liðsfélögunum er að æfa með þeim. Dálítið leiðinlegt ef þú ert bara einn með sjúkraþjálfaranum en þetta er búið að vera frábært.“ „Góðir gæjar sem ég er með og gott þjálfarateymi sem tala alveg við mig þó ég sé meiddur. Er búinn að koma mér vel fyrir. Þetta er ólíkt því að vera á Íslandi, umgjörðin og allt það. Fyrstu vikurnar eru bara búnar að vera skemmtilegar.“ „Horfi á þetta sem frábæran klúbb og mögulegan stökkpall“ Það voru mörg lið sem vildu fá Eggert Aron í sínar raðir eftir síðasta tímabil þar sem hann fór á kostum með Stjörnunni. Af hverju valdi hann Elfsborg? „Eru búnir að gera frábærlega undanfarin ár. Jimmy (Thelin), þjálfari er búinn að gera frábæra hluti. Uppskeran síðustu ár hjá félaginu er frábær. Ég er líka að horfa í næsta skref, þeir eru búnir að selja leikmenn til allra horna Evrópu fyrir fullt af pening. Ég horfi á þetta sem frábæran klúbb og mögulegan stökkpall.“ Á síðustu leiktíð léku Hákon Rafn Valdimarsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson með félaginu. Sá síðastnefndi er á láni frá Bologna fram á sumar en Hákon Rafn var hins vegar seldur til Brentford og Sveinn Aron til Hansa Rostock. „Eins og ég segi, þetta er klúbbur sem er búinn að selja mikið af leikmönnum. Nýjasta dæmið er Hákon Rafn til Brentford. Það er risa move. Hann kom frá Gróttu til Elfsborg og þaðan í ensku úrvalsdeildina. Það er svolítið súrrealískt en svona getur gerst ef þú stendur þig vel í þessari deild því þetta er hörkudeild og tækifærin eru þín.“ Elfsborg var hársbreidd frá því að vinna titilinn á síðustu leiktíð og dugði stig gegn Malmö í lokaumferðinni. Malmö hafði hins vegar betur og landaði titlinum. Stefnir Eggert Aron á að vera í toppbaráttu með félaginu? „Fyrst og fremst ætla ég að koma mér í liðið og sýna hvað ég get. Vonandi get ég styrkt liðið og stefnan er skýr hjá Elfsborg, það er að vinna deildina. Þetta voru vonbrigði í fyrra en það voru ekki mörg lið sem bjuggust við því að Elfsborg yrði að berjast á toppnum, sérstaklega miðað við fjármagn.“ „Hvernig Elfsborg vinnur með hlutina er einstakt, félagið er ekki með sama fjármagn og Malmö en þeir eru að gera vel úr því sem þeir hafa og hvernig þeir vinna er mjög einstakt.“ „Í enda dagsins var þetta rétt ákvörðun“ Þá var Stjörnumaðurinn fyrrverandi spurður út í síðustu leiktíð en Eggert Aron gat yfirgefið Stjörnuna um mitt sumar en ákvað að klára tímabilið í Garðabænum. „Þegar maður horfir yfir síðasta tímabil var þetta frábær ákvörðun, hún var erfið en þetta var ótrúlega skemmtilegt sumar hjá mér og Stjörnunni. Hvernig við rifum okkur úr smá veseni og enduðum sem eitt heitasta lið deildarinnar.“ „Það er erfitt þegar maður er 19 ára og ert að flytja út frá foreldrum þínum í fyrsta skipti. Þetta er smá öðruvísi en að vera bara heima, og að fara frá Stjörnunni. Fannst þetta bara ekki rétti tímapunkturinn á þeim tíma og félögin sem komu upp ekki jafn spennandi og þau sem stóðu til boða í lok tímabils. Í enda dagsins var þetta rétt ákvörðun.“ Eggert Aron var hluti af A-landsliði Íslands sem spilaði við Gvatemala og Hondúras í Miami í Bandaríkjunum. Þar spilaði hann sinn fyrsta A-landsleik. „Að komast í landsliðið í fyrsta skipti er draumur síðan ég var krakki. Kynntist fullt af frábæru fólki, þjálfarateymið og leikmennirnir sjálfir. Þetta var góð upplifun og vonandi verða þær fleiri á næstu mánuðum og árum.“ Eggert Aron Guðmundsson og Ísak Snær Þorvaldsson í fyrsta A-landsleik þess fyrrnefnda.Knattspyrnusamband Íslands Fótbolti Sænski boltinn Stjarnan Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Atvinnumannaferillinn byrjar ekki byrlega en Eggert Aron er að glíma við meiðsli um þessar mundir. Fall er hins vegar fararheill og hann horfir björtum augum á framtíðina. „Leiðinlegt ef þú ert bara einn með sjúkraþjálfaranum“ Eggert Aron var nýverið sendur heim úr æfingaferð liðsins í Portúgal þar sem hann var að glíma við meiðsli á ökkla. Hann var spurður út í meiðslin. „Staðan er sú að þegar ég var í Miami með landsliðinu þá lenti ég skringilega á ökklanum á einni æfingunni. Hef ekki náð að koma úr þeim meiðslum og því var ákveðið að senda mig heim því læknirinn okkar í Elfsborg var ekki á staðnum.“ „Ég fer í skoðun á laugardag hjá bæklunarlækni, til að sjá hver staðan er og hver næstu skref verða.“ Eggert Aron Guðmundsson sést hér elta leikmann Gvatemala uppi en Eggert Aron lék vel í sínum fyrsta landsleik.Knattspyrnusamband Gvatemala Svona fyrir utan meiðslin, hvernig hafa fyrstu vikurnar í atvinnumennsku verið? „Eins og þú segir, þetta er ekki beint draumabyrjunin hjá mér. Ég vildi koma og sýna hversu góður ég væri fyrir bæði þjálfurum og leikmönnum. Ein leið til að tengjast liðsfélögunum er að æfa með þeim. Dálítið leiðinlegt ef þú ert bara einn með sjúkraþjálfaranum en þetta er búið að vera frábært.“ „Góðir gæjar sem ég er með og gott þjálfarateymi sem tala alveg við mig þó ég sé meiddur. Er búinn að koma mér vel fyrir. Þetta er ólíkt því að vera á Íslandi, umgjörðin og allt það. Fyrstu vikurnar eru bara búnar að vera skemmtilegar.“ „Horfi á þetta sem frábæran klúbb og mögulegan stökkpall“ Það voru mörg lið sem vildu fá Eggert Aron í sínar raðir eftir síðasta tímabil þar sem hann fór á kostum með Stjörnunni. Af hverju valdi hann Elfsborg? „Eru búnir að gera frábærlega undanfarin ár. Jimmy (Thelin), þjálfari er búinn að gera frábæra hluti. Uppskeran síðustu ár hjá félaginu er frábær. Ég er líka að horfa í næsta skref, þeir eru búnir að selja leikmenn til allra horna Evrópu fyrir fullt af pening. Ég horfi á þetta sem frábæran klúbb og mögulegan stökkpall.“ Á síðustu leiktíð léku Hákon Rafn Valdimarsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson með félaginu. Sá síðastnefndi er á láni frá Bologna fram á sumar en Hákon Rafn var hins vegar seldur til Brentford og Sveinn Aron til Hansa Rostock. „Eins og ég segi, þetta er klúbbur sem er búinn að selja mikið af leikmönnum. Nýjasta dæmið er Hákon Rafn til Brentford. Það er risa move. Hann kom frá Gróttu til Elfsborg og þaðan í ensku úrvalsdeildina. Það er svolítið súrrealískt en svona getur gerst ef þú stendur þig vel í þessari deild því þetta er hörkudeild og tækifærin eru þín.“ Elfsborg var hársbreidd frá því að vinna titilinn á síðustu leiktíð og dugði stig gegn Malmö í lokaumferðinni. Malmö hafði hins vegar betur og landaði titlinum. Stefnir Eggert Aron á að vera í toppbaráttu með félaginu? „Fyrst og fremst ætla ég að koma mér í liðið og sýna hvað ég get. Vonandi get ég styrkt liðið og stefnan er skýr hjá Elfsborg, það er að vinna deildina. Þetta voru vonbrigði í fyrra en það voru ekki mörg lið sem bjuggust við því að Elfsborg yrði að berjast á toppnum, sérstaklega miðað við fjármagn.“ „Hvernig Elfsborg vinnur með hlutina er einstakt, félagið er ekki með sama fjármagn og Malmö en þeir eru að gera vel úr því sem þeir hafa og hvernig þeir vinna er mjög einstakt.“ „Í enda dagsins var þetta rétt ákvörðun“ Þá var Stjörnumaðurinn fyrrverandi spurður út í síðustu leiktíð en Eggert Aron gat yfirgefið Stjörnuna um mitt sumar en ákvað að klára tímabilið í Garðabænum. „Þegar maður horfir yfir síðasta tímabil var þetta frábær ákvörðun, hún var erfið en þetta var ótrúlega skemmtilegt sumar hjá mér og Stjörnunni. Hvernig við rifum okkur úr smá veseni og enduðum sem eitt heitasta lið deildarinnar.“ „Það er erfitt þegar maður er 19 ára og ert að flytja út frá foreldrum þínum í fyrsta skipti. Þetta er smá öðruvísi en að vera bara heima, og að fara frá Stjörnunni. Fannst þetta bara ekki rétti tímapunkturinn á þeim tíma og félögin sem komu upp ekki jafn spennandi og þau sem stóðu til boða í lok tímabils. Í enda dagsins var þetta rétt ákvörðun.“ Eggert Aron var hluti af A-landsliði Íslands sem spilaði við Gvatemala og Hondúras í Miami í Bandaríkjunum. Þar spilaði hann sinn fyrsta A-landsleik. „Að komast í landsliðið í fyrsta skipti er draumur síðan ég var krakki. Kynntist fullt af frábæru fólki, þjálfarateymið og leikmennirnir sjálfir. Þetta var góð upplifun og vonandi verða þær fleiri á næstu mánuðum og árum.“ Eggert Aron Guðmundsson og Ísak Snær Þorvaldsson í fyrsta A-landsleik þess fyrrnefnda.Knattspyrnusamband Íslands
Fótbolti Sænski boltinn Stjarnan Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira