Fótbolti

„Ekki drauma­­staða, ég get al­veg sagt það“

Aron Guðmundsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson er landsliðsþjálfari Íslands.
Þorsteinn Halldórsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Vilhelm

Þor­steinn Hall­dórs­son, lands­liðs­þjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins hefur valið leik­manna­hóp sem tekur þátt í mikil­vægu ein­vígi um laust sæti í A-deild Þjóða­deildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur and­stæðinginn í um­spilinu al­var­lega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. 

Sigur í ein­víginu hefur mikið að segja um leið liðsins að sæti á Evrópu­mótinu í knatt­spyrnu árið 2025. Ísland fær eftir allt saman að spila á heimavelli en allt þarf að smella saman svo leikhæft verði hér undir lok febrúar. Engin draumastaða en þó vel möguleg.

Ís­lenska lands­liðið á fyrir höndum ein­vígi gegn Serbíu í um­spili um laust sæti í A-deild Þjóða­deildarinnar undir lok þessa mánaðar og var leik­manna­hópur liðsins fyrir komandi verk­efni opin­beraður í dag. Ein stærstu tíðindin varðandi leik­manna­hópinn eru þau að Svein­dís Jane Jóns­dóttir, leik­maður Wolfs­burg, snýr aftur eftir meiðsli.

Serbar aldrei unnið Stelpurnar okkar í keppnisleik

Þjálfara­t­eymi ís­lenska lands­liðsins hefur haft góðan tíma til þess að greina lið Serbíu og þó svo að Ís­land hafi unnið alla sex keppnis­leiki þessara liða til þessa er það kýr­skýrt í augum Þor­steins Hall­dórs­sonar, lands­liðs­þjálfara að taka þarf and­stæðinginn al­var­lega.

„Þetta er and­stæðingur með góða leik­menn í góðum fé­lags­liðum. Bara sterkt lið að mörgu leiti með sterka leik­menn inn á milli. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við þurfum að mæta til­búin í þessa leiki. Þurfum að mæta klár í allt. Það er mikil bar­átta í þessu liði, þær eru líkam­lega sterkar og hafa verið að ná í góð úr­slit. Ég nefni sem dæmi sterkan sigur þeirra á heima­velli gegn Þjóð­verjum í undan­keppni HM á síðasta ári. Við þurfum að eiga góða leiki til að slá þær út. Það er alveg ljóst.

Varnar­lega þurfum við að vera vel vakandi gegn leik­mönnum þeirra. Serbía býr að sóknar­leik­mönnum sem eru virki­lega góðir og vel skapandi. Þær vilja vera með boltann og eru sömu­leiðis á­ræðnar. Sömu­leiðis þegar að þetta serb­neska lið vinnur boltann þá eru þær mjög bein­skeyttar í sínum að­gerðum, spila fljótt upp og beita mörgum skyndi­sóknum. 

Svo geta þær verið ró­legar á boltanum líka, líður vel með hann innan síns liðs og reyna að skapa opnanir hægt og ró­lega. Við þurfum að vera sterkar varnar­lega en einnig vakandi fyrir því að opnanirnar sem við getum nýtt okkur koma þegar að þær tapa boltanum og hægt er að sækja hratt á þær. Það eru al­gengustu mörkin sem þetta serb­neska lið hefur verið að fá á sig.“

Sigur hefur mikið að segja

Og það er mikið í húfi í ein­víginu sem mun hefjast á úti­leik í Serbíu þann 23. febrúar. Fjórum dögum síðar mætast liðin svo hér heima á Kópa­vogs­velli og gildir saman­lagður árangur í þessum tveimur leikjum.

Undan­keppni Evrópu­móts næsta árs byggir á árangri í Þjóða­deildinni og með því að halda sæti okkar í A-deild verða mögu­leikar Ís­lands á því að tryggja sér beint sæti á EM 2025 betri þar sem að efstu tvö lið hvers riðils A-deildarinnar tryggja sér sæti á mótinu.

Liðin í þriðja og fjórða sæti hvers riðils í A-deildinni munu svo taka þátt í tveggja um­ferða um­spili um sæti á EM Með að há­marki tveimur ein­vígjum við lið úr C deild og svo mögu­lega B eða C deild. Leiðin yrði tor­færari falli Ís­land niður í B-deild með tapi í ein­víginu gegn Serbíu.

Öðruvísi nálgun?

Það er nú ekki á hverjum degi sem ís­lenska lands­liðið heldur inn í tveggja leikja ein­vígi. Nálgunin á svona ein­vígi. Er hún önnur heldur en ef að­eins væri um að ræða einn leik?

„Já það mætti segja það. Maður fer náttúru­lega inn í fyrri leikinn með það hugar­far að maður sé ekki að fara opna allt og taka mikið af sénsum. Ég geri ráð fyrir því að við spilum nokkuð lokaðan leik úti í Serbíu og gefum ekki mörg færi á okkur. Maður lítur svo­lítið á þetta þannig að Serbarnir muni þurfa að taka ein­hverja sénsa á sínum heima­velli. Samt sem áður munu þær á­byggi­lega einnig hugsa þetta þannig að þær vilja vera lifandi í ein­víginu þegar komið er inn í seinni leikinn hér á Ís­landi. Þetta verður taktískur leikur held ég.“

Hafandi allt þetta í huga. Er þá betra að eiga seinni leikinn í ein­víginu hér á heima­velli eða skiptir það engu máli?

„Ég veit það ekki. Það getur oft verið betra að eiga seinni leikinn á heima­velli en samt sem áður snýst þetta nú alltaf um úr­slit og skiptir því kannski ekkert þannig séð miklu máli hvort seinni leikurinn sé á heima­velli. Það er þó oft talað um það þannig að það sé betra að svo sé. Það er ekki mikil reynsla af því í lands­liðunum hjá okkur að spila heima og að heiman í ein­vígum undan­farin ár. Þetta verður bara allt að koma í ljós hvernig við tæklum þetta.“

Fá að spila á Íslandi

Það er þó alla­vegana klárt að ís­lenska lands­liðið fékk undan­þágu til þess að spila heima­leik sinn á Ís­landi og það á Kópa­vogs­velli. Eins og mikið hefur verið rætt og ritað um er ekki til knatt­spyrnu­völlur hér á landi sem stenst nú­tíma­kröfur sam­bandsins og því verður einnig að vonast til þess að veður­fars­legar að­stæður verði góðar og til friðs þegar Ís­land tekur á móti Serbíu í seinni leik ein­vígisins undir lok febrúar.

En er það ekki ó­trú­lega leiðin­legt limbó í að­draganda svona stór­leiks að vera upp á það kominn að allt gangi upp svo hægt verði að spila hér við góðar að­stæður?

„Við skulum vona að það verði á­nægju­legt að spila hér heima. Við vitum að Kópa­vogs­völlur er fínn og sömu­leiðis að­staðan þar en svo þarf bara að koma í ljós hvaða að­stæður okkur verður boðið upp á af aðilum sem við stjórnum ekki.“

En er það ekki leiðin­legt limbó í að­draganda svona stór­leikja að þurfa að vera upp á góðar veður­fars­legar að­stæður kominn til þess að geta spilað leik á leik­hæfum velli?

„Það er ekki drauma­staða. Ég get alveg sagt það. En samt er maður ekkert farinn að hugsa út í það. Ein­beiting okkar er á því að fram undan eru tveir fót­bolta­leikir og við þurfum að takast á við þær að­stæður sem þar koma upp sama hverjar þær verða. Sama gildir um Serbana. Þetta kemur jafnt niður á báðum liðum væntan­lega.“

Enduðu síðasta ár á góðu nótunum

Ís­lenska lands­liðið endaði síðasta ár á hvelli með tveimur úti­sigrum í Þjóða­deildinni gegn Wa­les og svo Dan­mörku. Frammi­staðan, sér í lagi í leiknum við Dani, var frá­bær og ætla mætti að hún myndi gefa ís­lenska lands­liðinu kraft og sjálfs­traust inn í komandi verk­efni.

„Jú auð­vitað vonast maður til þess. Sigrar næra mann alltaf og hjálpa til með sjálfs­traust og allt það. Það er það sem maður vonast til að þeir gefi okkur. Gefi okkur á­fram mögu­leika á því að þróa okkur, verða betri og betri.

Heilt yfir fannst mér nú frammi­staðan í Þjóða­deildinni vera góð. Það var stígandi í okkar leik og heilt yfir vorum við að spila gott mót. Við náum besta árangri liða í þriðja sæti í riðla­keppninni. Þetta er alveg á­gætis frammi­staða og við getum aðal­lega verið stolt af okkar fram­göngu á úti­velli í Wa­les og svo í Dan­mörku. Við síðustu tvo leikina vel og vonandi tökum við það sem við gerðum vel í því verk­efni inn í þetta verk­efni. Auð­vitað líður langur tími á milli leikja en maður vonast til að þetta gefi okkur mikið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×