Fótbolti

Stelpurnar spila heimaleikinn sinn á Kópavogsvelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu spila vonandi áfram í efstu deild Þjóðadeildar UEFA.
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu spila vonandi áfram í efstu deild Þjóðadeildar UEFA. Getty/Marcio Machado

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur fundið stað fyrir heimaleik sinn í umspili Þjóðadeildar UEFA.

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli en spilað verður þriðjudaginn 27. febrúar. Liðin mætast í Serbíu föstudaginn 23. febrúar. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni.

Laugardalsvöllurinn var ekki í boði á þessum tíma ársins og til greina kom líka að fara með leikinn erlendis. Leikurinn má hins vegar fara fram á Kópavogsvellinum.

Sigurvegari viðureignarinnar verður á meðal liða í A deild í undankeppni Evrópumótsins 2025 á meðan tapliðið þarf að sætta sig við að spila í B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×