Innlent

Engin merki um gos­virkni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá gossvæðinu.
Frá gossvæðinu. Vísir/Einar

Engin gosvirkni sást á gossvæðinu á Reykjanesi í drónaflugi á vegum sérsveitarinnar sem flaug yfir svæðið fyrir skömmu. Þetta bendir til þess að gosinu sé að ljúka.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þá er ekki lengur vart við gosóróa á skjálftamælum.

Veðurstofan hefur uppfært hættumat með tilliti til þróunar í virkni gossins. Breytingar hafa orðið á hættumati fyrir einstaka hættu innan svæða.

Dregið hefur úr hættu á gosopnun en hætta vegna gasmengunar er enn til staðar við hraunjaðarinn. Enn er talin hætta á hraunflæði, sú hætta tengist því að ennþá er möguleiki á að hrauntungur brjótist út úr hraunjaðrinum. Hætta á jarðfjalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingar er enn talið hátt í Grindavík.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×