Tíu mínútur í skammarkróknum ef leikmenn fá bláa spjaldið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. febrúar 2024 07:01 Tíu mínútuna brottvísun á þig. E+/simonkr The Telegraph hefur staðfest að IFAB, alþjóðlega knattspyrnuráðið, ætli á föstudag að kynna blá spjöld til leiks í knattspyrnu. Seint á síðasta ári greindi Vísir frá því að leikmenn myndu frekar fara í tíu mínútna „kælingu“ fyrir kjaftbrúk eða taktísk brot heldur en að fá gul spjöld fyrir slík athæfi. Upprunalega var talað um „appelsínugul“ spjöld en oft er talað að tæklingar verðskuldi „appelsínugult“ spjald. Það er, þær verðskulda meira en hefðbundið gult spjald en þó ekki rautt. Nú er liturinn orðinn blár og mun spjaldið fara á loft þegar leikmenn gerast sekir um að rífa kjaft við dómarann eða þegar þeir brjóta viljandi af sér til að stöðva skyndisókn. Eftir að fá bláa spjaldið yrði téður leikmaður að yfirgefa völlinn í tíu mínútur. Ekki kemur fram hvort tæklingar sem verðskuldi „appelsínugul“ spjöld séu inn í mengingu eður ei. EXCLUSIVE: Blue cards to be introduced for football sin-bins, with players removed from field for 10 minutes for cynical fouls or dissent @ben_rumsby#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) February 8, 2024 Fari svo að menn fái tvö blá spjöld í einum og sama leiknum þá er niðurstaðan sú sama og ef leikmenn fá tvö gul spjöld, þeir verða sendir í sturtu. Að sama skapi verður leikmaður sendur af velli fái hann gult og blátt spjald í sama leiknum. Í frétt The Telegraph segir að enska knattspyrnusambandið, FA, stefni á að prófa blá spjöld í einhverjum af neðri deildunum karla megin og ensku bikarkeppninni kvenna megin. Aleksander Čeferin, fráfarandi forseti Knattspyrnusambands Evrópu – UEFA, er á móti hugmyndinni og segir að leikurinn sé að breytast svo mikið að ekki sé lengur um knattspyrnu að ræða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Seint á síðasta ári greindi Vísir frá því að leikmenn myndu frekar fara í tíu mínútna „kælingu“ fyrir kjaftbrúk eða taktísk brot heldur en að fá gul spjöld fyrir slík athæfi. Upprunalega var talað um „appelsínugul“ spjöld en oft er talað að tæklingar verðskuldi „appelsínugult“ spjald. Það er, þær verðskulda meira en hefðbundið gult spjald en þó ekki rautt. Nú er liturinn orðinn blár og mun spjaldið fara á loft þegar leikmenn gerast sekir um að rífa kjaft við dómarann eða þegar þeir brjóta viljandi af sér til að stöðva skyndisókn. Eftir að fá bláa spjaldið yrði téður leikmaður að yfirgefa völlinn í tíu mínútur. Ekki kemur fram hvort tæklingar sem verðskuldi „appelsínugul“ spjöld séu inn í mengingu eður ei. EXCLUSIVE: Blue cards to be introduced for football sin-bins, with players removed from field for 10 minutes for cynical fouls or dissent @ben_rumsby#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) February 8, 2024 Fari svo að menn fái tvö blá spjöld í einum og sama leiknum þá er niðurstaðan sú sama og ef leikmenn fá tvö gul spjöld, þeir verða sendir í sturtu. Að sama skapi verður leikmaður sendur af velli fái hann gult og blátt spjald í sama leiknum. Í frétt The Telegraph segir að enska knattspyrnusambandið, FA, stefni á að prófa blá spjöld í einhverjum af neðri deildunum karla megin og ensku bikarkeppninni kvenna megin. Aleksander Čeferin, fráfarandi forseti Knattspyrnusambands Evrópu – UEFA, er á móti hugmyndinni og segir að leikurinn sé að breytast svo mikið að ekki sé lengur um knattspyrnu að ræða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira