Tíu mínútur í skammarkróknum ef leikmenn fá bláa spjaldið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. febrúar 2024 07:01 Tíu mínútuna brottvísun á þig. E+/simonkr The Telegraph hefur staðfest að IFAB, alþjóðlega knattspyrnuráðið, ætli á föstudag að kynna blá spjöld til leiks í knattspyrnu. Seint á síðasta ári greindi Vísir frá því að leikmenn myndu frekar fara í tíu mínútna „kælingu“ fyrir kjaftbrúk eða taktísk brot heldur en að fá gul spjöld fyrir slík athæfi. Upprunalega var talað um „appelsínugul“ spjöld en oft er talað að tæklingar verðskuldi „appelsínugult“ spjald. Það er, þær verðskulda meira en hefðbundið gult spjald en þó ekki rautt. Nú er liturinn orðinn blár og mun spjaldið fara á loft þegar leikmenn gerast sekir um að rífa kjaft við dómarann eða þegar þeir brjóta viljandi af sér til að stöðva skyndisókn. Eftir að fá bláa spjaldið yrði téður leikmaður að yfirgefa völlinn í tíu mínútur. Ekki kemur fram hvort tæklingar sem verðskuldi „appelsínugul“ spjöld séu inn í mengingu eður ei. EXCLUSIVE: Blue cards to be introduced for football sin-bins, with players removed from field for 10 minutes for cynical fouls or dissent @ben_rumsby#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) February 8, 2024 Fari svo að menn fái tvö blá spjöld í einum og sama leiknum þá er niðurstaðan sú sama og ef leikmenn fá tvö gul spjöld, þeir verða sendir í sturtu. Að sama skapi verður leikmaður sendur af velli fái hann gult og blátt spjald í sama leiknum. Í frétt The Telegraph segir að enska knattspyrnusambandið, FA, stefni á að prófa blá spjöld í einhverjum af neðri deildunum karla megin og ensku bikarkeppninni kvenna megin. Aleksander Čeferin, fráfarandi forseti Knattspyrnusambands Evrópu – UEFA, er á móti hugmyndinni og segir að leikurinn sé að breytast svo mikið að ekki sé lengur um knattspyrnu að ræða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira
Seint á síðasta ári greindi Vísir frá því að leikmenn myndu frekar fara í tíu mínútna „kælingu“ fyrir kjaftbrúk eða taktísk brot heldur en að fá gul spjöld fyrir slík athæfi. Upprunalega var talað um „appelsínugul“ spjöld en oft er talað að tæklingar verðskuldi „appelsínugult“ spjald. Það er, þær verðskulda meira en hefðbundið gult spjald en þó ekki rautt. Nú er liturinn orðinn blár og mun spjaldið fara á loft þegar leikmenn gerast sekir um að rífa kjaft við dómarann eða þegar þeir brjóta viljandi af sér til að stöðva skyndisókn. Eftir að fá bláa spjaldið yrði téður leikmaður að yfirgefa völlinn í tíu mínútur. Ekki kemur fram hvort tæklingar sem verðskuldi „appelsínugul“ spjöld séu inn í mengingu eður ei. EXCLUSIVE: Blue cards to be introduced for football sin-bins, with players removed from field for 10 minutes for cynical fouls or dissent @ben_rumsby#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) February 8, 2024 Fari svo að menn fái tvö blá spjöld í einum og sama leiknum þá er niðurstaðan sú sama og ef leikmenn fá tvö gul spjöld, þeir verða sendir í sturtu. Að sama skapi verður leikmaður sendur af velli fái hann gult og blátt spjald í sama leiknum. Í frétt The Telegraph segir að enska knattspyrnusambandið, FA, stefni á að prófa blá spjöld í einhverjum af neðri deildunum karla megin og ensku bikarkeppninni kvenna megin. Aleksander Čeferin, fráfarandi forseti Knattspyrnusambands Evrópu – UEFA, er á móti hugmyndinni og segir að leikurinn sé að breytast svo mikið að ekki sé lengur um knattspyrnu að ræða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira