„Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 19:10 Sigríður Halldórsdóttir keypti tæki til húshitunnar fyrir sig og nágranna sína í dag. „Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt,“ sagði hún við fréttamann. Vísir/Berghildur Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. Isavía þurfti að grípa til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum eftir að Njarðvíkuræð sem flytur heitt vatn til Suðurnesja fór í sundur í eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni. Slökkt var á loftræstingu og snjóbræðslukerfum til að spara heita vatnið á vellinum í dag. Þá voru starfsmenn beðnir um að passa upp á að loka gluggum og hurðum eins fljótt og hægt væri. Vinnuteymi voru send á staðinn en til stendur að reisa stóra hitablásara á vellinum. Ekki var unnt að fá viðtal frá fulltrúa Isavía vegna ástandsins á flugvellinum í dag. Ferðamenn sem staddir voru á vellinum sögðust hafa fengið skilaboð í síma um að byrjað væri að gjósa á svæðinu. Flestir sögðust hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru á landinu. Þeir voru undrandi yfir því að heitavatnsæð til alþjóðaflugvallarins hefði farið í sundur en voru flestir rólegir yfir ástandinu. Eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu tæki til húshitunar í dag eftir að Njarðvíkuræð fór í sundur og heitavatnslaust varð í sveitarfélögum á Suðurnesjum. Langar biðraðir mynduðust í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag þar sem fólk keypti alls kyns tæki til húshitunnar. Vísir/Berghildur Tómas Darri Róbertsson keypti sér þrjá rafmagnsofna í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag. „Það byrjaði fljótt að kólna í minni íbúð, hundurinn minn byrjaði strax að skjálfa,“ sagði Tómas þegar fréttamaður tók hann tali fyrir utan Húsasmiðjuna. Sigríður Halldórsdóttir keypti tæki til húshitunar fyrir sig og nágranna sína í dag. „Ég er að kaupa fyrir fjögur heimili í Sandgerði. Þetta eru olíufylltir ofnar. Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt, það er mikið af börnum á þessum heimilum,“ sagði Sigríður í samtali við fréttamann. Guðríður Gunnsteinsdóttir starfsmaður í Húsasmiðjunni í dag sagði að fólk hefði byrjað að koma á ellefta tímanum í morgun til að kaupa tæki til húshitunar. Sumir hafi beðið lengi. „Fólk var byrjað að koma hingað í Húsasmiðjuna til að kaupa hitatæki klukkan tuttugu mínútur í ellefu. Þau kláruðust strax og við vorum að fá nýja sendingu upp úr tvö. Margir hafa þurft að bíða í nokkra klukkutíma en við erum að fá sendingar alls staðar að af landinu. Við erum að selja olíufyllta hitara, blásara og þessir minni hitarar sem við fengum. Þeir sem eru búnir að bíða lengst fá að kaupa,“ sagði Guðríður í dag. Sumir biðu nokkra klukkutíma til að ná sér í tæki til að hita hús sín eftir að heitt vatn fór af sveitarfélögum á Suðurnesjum í dag. Vísir/Berghildur Karl Ólason íbúi í Reykjanesbæ var búinn að bíða í klukkutíma þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég er að kaupa einn olíufylltan ofn. Mér líst ekki á þetta ástand. Þetta kemur of hratt aftan að fólki. Mér finnst eins og virkjunin í Svartsengi sé of óvarin fyrir sprungukerfinu á svæðinu. Mér finnst líka undarlegt að hraunið hafi farið yfir Grindavíkurveg. Þetta var fyrirsjáanlegt. Það er eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir, þetta lítur þannig út fyrir mér,“ sagði Karl í Húsasmiðjunni í dag. Grindavík Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Isavía þurfti að grípa til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum eftir að Njarðvíkuræð sem flytur heitt vatn til Suðurnesja fór í sundur í eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni. Slökkt var á loftræstingu og snjóbræðslukerfum til að spara heita vatnið á vellinum í dag. Þá voru starfsmenn beðnir um að passa upp á að loka gluggum og hurðum eins fljótt og hægt væri. Vinnuteymi voru send á staðinn en til stendur að reisa stóra hitablásara á vellinum. Ekki var unnt að fá viðtal frá fulltrúa Isavía vegna ástandsins á flugvellinum í dag. Ferðamenn sem staddir voru á vellinum sögðust hafa fengið skilaboð í síma um að byrjað væri að gjósa á svæðinu. Flestir sögðust hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru á landinu. Þeir voru undrandi yfir því að heitavatnsæð til alþjóðaflugvallarins hefði farið í sundur en voru flestir rólegir yfir ástandinu. Eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu tæki til húshitunar í dag eftir að Njarðvíkuræð fór í sundur og heitavatnslaust varð í sveitarfélögum á Suðurnesjum. Langar biðraðir mynduðust í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag þar sem fólk keypti alls kyns tæki til húshitunnar. Vísir/Berghildur Tómas Darri Róbertsson keypti sér þrjá rafmagnsofna í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag. „Það byrjaði fljótt að kólna í minni íbúð, hundurinn minn byrjaði strax að skjálfa,“ sagði Tómas þegar fréttamaður tók hann tali fyrir utan Húsasmiðjuna. Sigríður Halldórsdóttir keypti tæki til húshitunar fyrir sig og nágranna sína í dag. „Ég er að kaupa fyrir fjögur heimili í Sandgerði. Þetta eru olíufylltir ofnar. Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt, það er mikið af börnum á þessum heimilum,“ sagði Sigríður í samtali við fréttamann. Guðríður Gunnsteinsdóttir starfsmaður í Húsasmiðjunni í dag sagði að fólk hefði byrjað að koma á ellefta tímanum í morgun til að kaupa tæki til húshitunar. Sumir hafi beðið lengi. „Fólk var byrjað að koma hingað í Húsasmiðjuna til að kaupa hitatæki klukkan tuttugu mínútur í ellefu. Þau kláruðust strax og við vorum að fá nýja sendingu upp úr tvö. Margir hafa þurft að bíða í nokkra klukkutíma en við erum að fá sendingar alls staðar að af landinu. Við erum að selja olíufyllta hitara, blásara og þessir minni hitarar sem við fengum. Þeir sem eru búnir að bíða lengst fá að kaupa,“ sagði Guðríður í dag. Sumir biðu nokkra klukkutíma til að ná sér í tæki til að hita hús sín eftir að heitt vatn fór af sveitarfélögum á Suðurnesjum í dag. Vísir/Berghildur Karl Ólason íbúi í Reykjanesbæ var búinn að bíða í klukkutíma þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég er að kaupa einn olíufylltan ofn. Mér líst ekki á þetta ástand. Þetta kemur of hratt aftan að fólki. Mér finnst eins og virkjunin í Svartsengi sé of óvarin fyrir sprungukerfinu á svæðinu. Mér finnst líka undarlegt að hraunið hafi farið yfir Grindavíkurveg. Þetta var fyrirsjáanlegt. Það er eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir, þetta lítur þannig út fyrir mér,“ sagði Karl í Húsasmiðjunni í dag.
Grindavík Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira