„Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 19:10 Sigríður Halldórsdóttir keypti tæki til húshitunnar fyrir sig og nágranna sína í dag. „Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt,“ sagði hún við fréttamann. Vísir/Berghildur Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. Isavía þurfti að grípa til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum eftir að Njarðvíkuræð sem flytur heitt vatn til Suðurnesja fór í sundur í eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni. Slökkt var á loftræstingu og snjóbræðslukerfum til að spara heita vatnið á vellinum í dag. Þá voru starfsmenn beðnir um að passa upp á að loka gluggum og hurðum eins fljótt og hægt væri. Vinnuteymi voru send á staðinn en til stendur að reisa stóra hitablásara á vellinum. Ekki var unnt að fá viðtal frá fulltrúa Isavía vegna ástandsins á flugvellinum í dag. Ferðamenn sem staddir voru á vellinum sögðust hafa fengið skilaboð í síma um að byrjað væri að gjósa á svæðinu. Flestir sögðust hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru á landinu. Þeir voru undrandi yfir því að heitavatnsæð til alþjóðaflugvallarins hefði farið í sundur en voru flestir rólegir yfir ástandinu. Eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu tæki til húshitunar í dag eftir að Njarðvíkuræð fór í sundur og heitavatnslaust varð í sveitarfélögum á Suðurnesjum. Langar biðraðir mynduðust í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag þar sem fólk keypti alls kyns tæki til húshitunnar. Vísir/Berghildur Tómas Darri Róbertsson keypti sér þrjá rafmagnsofna í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag. „Það byrjaði fljótt að kólna í minni íbúð, hundurinn minn byrjaði strax að skjálfa,“ sagði Tómas þegar fréttamaður tók hann tali fyrir utan Húsasmiðjuna. Sigríður Halldórsdóttir keypti tæki til húshitunar fyrir sig og nágranna sína í dag. „Ég er að kaupa fyrir fjögur heimili í Sandgerði. Þetta eru olíufylltir ofnar. Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt, það er mikið af börnum á þessum heimilum,“ sagði Sigríður í samtali við fréttamann. Guðríður Gunnsteinsdóttir starfsmaður í Húsasmiðjunni í dag sagði að fólk hefði byrjað að koma á ellefta tímanum í morgun til að kaupa tæki til húshitunar. Sumir hafi beðið lengi. „Fólk var byrjað að koma hingað í Húsasmiðjuna til að kaupa hitatæki klukkan tuttugu mínútur í ellefu. Þau kláruðust strax og við vorum að fá nýja sendingu upp úr tvö. Margir hafa þurft að bíða í nokkra klukkutíma en við erum að fá sendingar alls staðar að af landinu. Við erum að selja olíufyllta hitara, blásara og þessir minni hitarar sem við fengum. Þeir sem eru búnir að bíða lengst fá að kaupa,“ sagði Guðríður í dag. Sumir biðu nokkra klukkutíma til að ná sér í tæki til að hita hús sín eftir að heitt vatn fór af sveitarfélögum á Suðurnesjum í dag. Vísir/Berghildur Karl Ólason íbúi í Reykjanesbæ var búinn að bíða í klukkutíma þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég er að kaupa einn olíufylltan ofn. Mér líst ekki á þetta ástand. Þetta kemur of hratt aftan að fólki. Mér finnst eins og virkjunin í Svartsengi sé of óvarin fyrir sprungukerfinu á svæðinu. Mér finnst líka undarlegt að hraunið hafi farið yfir Grindavíkurveg. Þetta var fyrirsjáanlegt. Það er eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir, þetta lítur þannig út fyrir mér,“ sagði Karl í Húsasmiðjunni í dag. Grindavík Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Isavía þurfti að grípa til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum eftir að Njarðvíkuræð sem flytur heitt vatn til Suðurnesja fór í sundur í eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni. Slökkt var á loftræstingu og snjóbræðslukerfum til að spara heita vatnið á vellinum í dag. Þá voru starfsmenn beðnir um að passa upp á að loka gluggum og hurðum eins fljótt og hægt væri. Vinnuteymi voru send á staðinn en til stendur að reisa stóra hitablásara á vellinum. Ekki var unnt að fá viðtal frá fulltrúa Isavía vegna ástandsins á flugvellinum í dag. Ferðamenn sem staddir voru á vellinum sögðust hafa fengið skilaboð í síma um að byrjað væri að gjósa á svæðinu. Flestir sögðust hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru á landinu. Þeir voru undrandi yfir því að heitavatnsæð til alþjóðaflugvallarins hefði farið í sundur en voru flestir rólegir yfir ástandinu. Eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu tæki til húshitunar í dag eftir að Njarðvíkuræð fór í sundur og heitavatnslaust varð í sveitarfélögum á Suðurnesjum. Langar biðraðir mynduðust í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag þar sem fólk keypti alls kyns tæki til húshitunnar. Vísir/Berghildur Tómas Darri Róbertsson keypti sér þrjá rafmagnsofna í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag. „Það byrjaði fljótt að kólna í minni íbúð, hundurinn minn byrjaði strax að skjálfa,“ sagði Tómas þegar fréttamaður tók hann tali fyrir utan Húsasmiðjuna. Sigríður Halldórsdóttir keypti tæki til húshitunar fyrir sig og nágranna sína í dag. „Ég er að kaupa fyrir fjögur heimili í Sandgerði. Þetta eru olíufylltir ofnar. Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt, það er mikið af börnum á þessum heimilum,“ sagði Sigríður í samtali við fréttamann. Guðríður Gunnsteinsdóttir starfsmaður í Húsasmiðjunni í dag sagði að fólk hefði byrjað að koma á ellefta tímanum í morgun til að kaupa tæki til húshitunar. Sumir hafi beðið lengi. „Fólk var byrjað að koma hingað í Húsasmiðjuna til að kaupa hitatæki klukkan tuttugu mínútur í ellefu. Þau kláruðust strax og við vorum að fá nýja sendingu upp úr tvö. Margir hafa þurft að bíða í nokkra klukkutíma en við erum að fá sendingar alls staðar að af landinu. Við erum að selja olíufyllta hitara, blásara og þessir minni hitarar sem við fengum. Þeir sem eru búnir að bíða lengst fá að kaupa,“ sagði Guðríður í dag. Sumir biðu nokkra klukkutíma til að ná sér í tæki til að hita hús sín eftir að heitt vatn fór af sveitarfélögum á Suðurnesjum í dag. Vísir/Berghildur Karl Ólason íbúi í Reykjanesbæ var búinn að bíða í klukkutíma þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég er að kaupa einn olíufylltan ofn. Mér líst ekki á þetta ástand. Þetta kemur of hratt aftan að fólki. Mér finnst eins og virkjunin í Svartsengi sé of óvarin fyrir sprungukerfinu á svæðinu. Mér finnst líka undarlegt að hraunið hafi farið yfir Grindavíkurveg. Þetta var fyrirsjáanlegt. Það er eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir, þetta lítur þannig út fyrir mér,“ sagði Karl í Húsasmiðjunni í dag.
Grindavík Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira