„Við erum bara eins og ein stór fjölskylda“ Lovísa Arnardóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 8. febrúar 2024 10:09 Fjölnir er fjórtán ára Grindvíkingur sem fór í morgun með mömmu sinni, Sólnýju, að skoða gosið. Stöð 2 Sólný Pálsdóttir, kennari og ljósmyndari frá Grindavík, var við Reykjanesbraut í morgun til að sjá eldgosið. Með henni í för var fjórtán ára sonur hennar, Fjölnir Sveinsson. „Við vorum í Urriðaholtinu og erum búin að búa þar síðustu vikur,“ segir Sólný en heimili þeirra í Grindavík er í Efrahópi þar sem hraun rann yfir þrjú hús í síðasta gosi. „Þetta var mjög sárt og erfitt og tók á,“ segir Sólný og að Grindvíkingum hafi öllum liðið eins og þau væru að missa húsið sitt þegar húsin fóru undir. „Við erum bara eins og ein stór fjölskylda.“ Sólný segir þetta fimmta gosið og að það róaði hana alltaf að koma aðeins nær til að sjá gosið. „Við ákváðum bara að taka rúnt í morgun og hann var á leið í skólann og það var svo freistandi að taka hann með,“ segir Sólný. En er þetta róandi, þetta eldgos? „Það er svo erfitt að útskýra en það er svo mikill léttir þegar þetta kemur upp. Það er svo langur fyrirvari og það má ekki gleyma því að við erum búin að vera fjögur ár í þessari atburðarás,“ segir Sólný og að það hafi verið gríðarlegur léttir að sjá staðsetningu gossins í morgun. Hún vonar að hraunið fari ekki yfir Svartsengi. Þetta sé alvarlegur atburður en skásti staðurinn. „Þetta er sérstök tilfinning, þessi léttir sem fylgir og hvað þá að fá tækifæri að sjá þetta sjálfur. Það er ómetanlegt.“ Hittast enn stundum Fjölnir sagði þetta rosalega skrítið en léttara að sjá þetta. Hann gengur nú í skóla í Urriðaholti í Garðabæ og er að fara að fermast. „Við hittumst alveg stundum og spilum saman í tölvunni,“ segir Fjölnir spurður hvort hann hitti gömlu skólafélaga sína. Sólný sagði húsið þeirra hafa farið illa, það sé sprunga við það og þau geri ekki ráð fyrir að búa aftur í því. „En ef að, og vonandi, einhvern tímann verður byggilegt í Grindavík. Þá verðum við fyrst heim. En það verður ekki fyrr en allt er komið á hreint. Við erum alveg búin að sætta okkur við það að við erum ekki að fara heim á morgun.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8. febrúar 2024 09:43 „Þetta er upplifun lífsins!“ Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi elgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. 8. febrúar 2024 09:37 Mögulegt að hraunið nái Grindavíkurvegi um hádegisbil Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar frá áhugamönnum um að hraun gæti náð Grindavíkurvegi um hádegisbil og Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir það mögulegt. 8. febrúar 2024 09:33 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
„Við vorum í Urriðaholtinu og erum búin að búa þar síðustu vikur,“ segir Sólný en heimili þeirra í Grindavík er í Efrahópi þar sem hraun rann yfir þrjú hús í síðasta gosi. „Þetta var mjög sárt og erfitt og tók á,“ segir Sólný og að Grindvíkingum hafi öllum liðið eins og þau væru að missa húsið sitt þegar húsin fóru undir. „Við erum bara eins og ein stór fjölskylda.“ Sólný segir þetta fimmta gosið og að það róaði hana alltaf að koma aðeins nær til að sjá gosið. „Við ákváðum bara að taka rúnt í morgun og hann var á leið í skólann og það var svo freistandi að taka hann með,“ segir Sólný. En er þetta róandi, þetta eldgos? „Það er svo erfitt að útskýra en það er svo mikill léttir þegar þetta kemur upp. Það er svo langur fyrirvari og það má ekki gleyma því að við erum búin að vera fjögur ár í þessari atburðarás,“ segir Sólný og að það hafi verið gríðarlegur léttir að sjá staðsetningu gossins í morgun. Hún vonar að hraunið fari ekki yfir Svartsengi. Þetta sé alvarlegur atburður en skásti staðurinn. „Þetta er sérstök tilfinning, þessi léttir sem fylgir og hvað þá að fá tækifæri að sjá þetta sjálfur. Það er ómetanlegt.“ Hittast enn stundum Fjölnir sagði þetta rosalega skrítið en léttara að sjá þetta. Hann gengur nú í skóla í Urriðaholti í Garðabæ og er að fara að fermast. „Við hittumst alveg stundum og spilum saman í tölvunni,“ segir Fjölnir spurður hvort hann hitti gömlu skólafélaga sína. Sólný sagði húsið þeirra hafa farið illa, það sé sprunga við það og þau geri ekki ráð fyrir að búa aftur í því. „En ef að, og vonandi, einhvern tímann verður byggilegt í Grindavík. Þá verðum við fyrst heim. En það verður ekki fyrr en allt er komið á hreint. Við erum alveg búin að sætta okkur við það að við erum ekki að fara heim á morgun.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8. febrúar 2024 09:43 „Þetta er upplifun lífsins!“ Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi elgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. 8. febrúar 2024 09:37 Mögulegt að hraunið nái Grindavíkurvegi um hádegisbil Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar frá áhugamönnum um að hraun gæti náð Grindavíkurvegi um hádegisbil og Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir það mögulegt. 8. febrúar 2024 09:33 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8. febrúar 2024 09:43
„Þetta er upplifun lífsins!“ Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi elgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. 8. febrúar 2024 09:37
Mögulegt að hraunið nái Grindavíkurvegi um hádegisbil Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar frá áhugamönnum um að hraun gæti náð Grindavíkurvegi um hádegisbil og Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir það mögulegt. 8. febrúar 2024 09:33