„Þetta er upplifun lífsins!“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 09:37 Ferðamenn sem staddir voru á hóteli Bláa lónsins segja starfsfólk hótelsins hafa verið rólegt og yfirvegað. Vísir Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi eldgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er staddur ásamt Einari Árnasyni tökumanni á hæð rétt fyrir ofan Njarðvík þar sem vel sést til gosstöðvanna. Þar hitti hann hóp ferðamanna, ljósmyndara, sem staddir voru á hóteli Bláa lónsins í nótt. „Við vöknuðum við viðvörunarflautur, pökkuðum dótinu okkar og fórum út á bílastæði. Þá sáum við eldgosið. Þetta var magnað, frábært. Þetta er eitthvað sem maður upplifir einu sinni á ævinni,“ sagði Chris, einn úr hópnum. Hann segir starfsfólk hótelsins hafa verið rólegt og yfirvegað. „Við treystum því að við værum í öruggum höndum. Þau komu og bönkuðu á herbergisdyrnar í rólegheitunum og sögðu okkur að við þyrftum að rýma svæðið. Allir voru mjög rólegir og skipulagðir.“ Vonuðust eftir gosi Einn úr hópum sagðist hafa vaknað við jarðskjálftana og grunað hvað væri í vændum. „Mér fannst þetta grunsamlegt, við fengum smá fyrirvara.“ Voruð þið jafnvel að vonast til að það færi að gjósa? „Ekki spurning!“ Einhverjir úr hópnum eiga farmiða frá landinu í dag en íhuga nú að lengja ferðina vegna eldgossins. „Við höfum séð ís, norðurljós og nú þetta. Við biðjum fyrir öryggi allra, að bærinn (Grindavík) verði ekki fyrir frekari skemmdum og að Bláa lónið sleppi. En það er magnað að sjá þetta úr fjarlægð.“ Þetta er upplifun lífsins! Ísland stendur alltaf fyrir sínu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Hraunið nálgast Grindavíkurveg Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er staddur ásamt Einari Árnasyni tökumanni á hæð rétt fyrir ofan Njarðvík þar sem vel sést til gosstöðvanna. Þar hitti hann hóp ferðamanna, ljósmyndara, sem staddir voru á hóteli Bláa lónsins í nótt. „Við vöknuðum við viðvörunarflautur, pökkuðum dótinu okkar og fórum út á bílastæði. Þá sáum við eldgosið. Þetta var magnað, frábært. Þetta er eitthvað sem maður upplifir einu sinni á ævinni,“ sagði Chris, einn úr hópnum. Hann segir starfsfólk hótelsins hafa verið rólegt og yfirvegað. „Við treystum því að við værum í öruggum höndum. Þau komu og bönkuðu á herbergisdyrnar í rólegheitunum og sögðu okkur að við þyrftum að rýma svæðið. Allir voru mjög rólegir og skipulagðir.“ Vonuðust eftir gosi Einn úr hópum sagðist hafa vaknað við jarðskjálftana og grunað hvað væri í vændum. „Mér fannst þetta grunsamlegt, við fengum smá fyrirvara.“ Voruð þið jafnvel að vonast til að það færi að gjósa? „Ekki spurning!“ Einhverjir úr hópnum eiga farmiða frá landinu í dag en íhuga nú að lengja ferðina vegna eldgossins. „Við höfum séð ís, norðurljós og nú þetta. Við biðjum fyrir öryggi allra, að bærinn (Grindavík) verði ekki fyrir frekari skemmdum og að Bláa lónið sleppi. En það er magnað að sjá þetta úr fjarlægð.“ Þetta er upplifun lífsins! Ísland stendur alltaf fyrir sínu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Hraunið nálgast Grindavíkurveg Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Vaktin: Hraunið nálgast Grindavíkurveg Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11