Viðbragðslúðrar ómuðu við Svartsengi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 07:49 Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir eldgosið hafa hafist á einum af þeim stöðum sem taldir voru líklegastir til að vera upptakastaður eldgoss. Vísir/Vilhelm „Við vitum að eldgosið hófst þarna um sex leytið og við vitum að það er á svipuðum stað og eldgosið sem hófst 18. desember og við vitum að þetta er alveg bara, við þekkjum þetta,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Er þetta mikið gos? „Já, þetta er ágætis gos. Þyrlan var að fara í loftið í þessum töluðu orðum og þegar við fáum augu úr henni fáum við betri upplýsingar en þetta með lýsingarorðið mikið er erfitt að segja til um áður en við fáum nákvæmar upplýsingar frá vísindafólki sem er komið í þyrluna.“ Hún segir einar af mikilvægustu upplýsingunum koma frá vísindafólkinu í þyrlunni. Vefmyndavélarnar gefi miklar og ótrúlegar upplýsingar en mikilvægt sé að fá upplýsingar um hraunflæðið, sérstaklega hvort það stefni í átt til Grindavíkur eða Svartsengis, þar sem finna má mikilvæga innviði fyrir allt Reykjanesið. „Þetta er á sprungunni sem við þekkjum þarna til. Þetta er ágætis lengd á þessu en ég er bara með augun á skjánum. Þetta er á mjög svipuðum stað og hraunið byrjað að flæða. Eins og við þekkjum af þessum hraunflæðilíkönum sem notast er við koma þau sér mjög vel núna til að spá fyrir um hvert þetta flæðir.“ Jarðskjálftahrina hófst á svæðinu klukkan 5:40 í morgun og rýmingaráætlun fór í gang. Hjördís segir rýmingar hafa gengið vel. „Þetta voru þessir hótelgestir við Svartsengi, sem um ræðir. Það var enginn í Grindavík en auðvitað vorum við með viðbragðsaðila við lokunarpósta og annað. Það eru þessir mælar allir, sem búið er að koma upp, sem skipta auðvitað sköpum fyrir okkur öll til að geta gefið fólki þennan tíma,“ segir Hjördís. „Viðvörunarbjöllurnar og lúðrarnir, sem búið er að setja upp og var verið að prófa í fyrradag, voru ræstir. Það hefur örugglega verið skrítin tilfinning fyrir fólk svona um fimmtugt að heyra í þeim. Það er hljóð sem við þekkjum í gamla daga. Þeir voru ræstir við Bláa lónið en það var eftir að við vissum hvað var í gangi, þannig að það var bara eitt af tækjunum sem við höfum til að láta fólk vita.“ Hún segir gosið hafa komið upp á einum af þeim stöðum sem talinn var einna líklegastur til að vera upptakastaður eldgoss. Hafa verði í huga að erfitt sé að spá nákvæmlega fyrir um slíkt. „Nákvæma staðsetningu getur enginn vitað en þetta er á einum af þessum líklegustu stöðum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Bláa lónið Bítið Tengdar fréttir Liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells Samkvæmt fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er eldgosið á sömu slóðum og gaus 18. desember síðastliðinn. 8. febrúar 2024 07:14 Búið að rýma Bláa lónið Öll athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi hafa verið rýmd vegna skjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í aðdraganda eldgossins sem hófst um klukkan 6 í morgun. 8. febrúar 2024 06:42 Vaktin: Gos hafið á Reykjanesinu Eldgos hófst klukkan sex í morgun, fimmtudag, í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Er þetta mikið gos? „Já, þetta er ágætis gos. Þyrlan var að fara í loftið í þessum töluðu orðum og þegar við fáum augu úr henni fáum við betri upplýsingar en þetta með lýsingarorðið mikið er erfitt að segja til um áður en við fáum nákvæmar upplýsingar frá vísindafólki sem er komið í þyrluna.“ Hún segir einar af mikilvægustu upplýsingunum koma frá vísindafólkinu í þyrlunni. Vefmyndavélarnar gefi miklar og ótrúlegar upplýsingar en mikilvægt sé að fá upplýsingar um hraunflæðið, sérstaklega hvort það stefni í átt til Grindavíkur eða Svartsengis, þar sem finna má mikilvæga innviði fyrir allt Reykjanesið. „Þetta er á sprungunni sem við þekkjum þarna til. Þetta er ágætis lengd á þessu en ég er bara með augun á skjánum. Þetta er á mjög svipuðum stað og hraunið byrjað að flæða. Eins og við þekkjum af þessum hraunflæðilíkönum sem notast er við koma þau sér mjög vel núna til að spá fyrir um hvert þetta flæðir.“ Jarðskjálftahrina hófst á svæðinu klukkan 5:40 í morgun og rýmingaráætlun fór í gang. Hjördís segir rýmingar hafa gengið vel. „Þetta voru þessir hótelgestir við Svartsengi, sem um ræðir. Það var enginn í Grindavík en auðvitað vorum við með viðbragðsaðila við lokunarpósta og annað. Það eru þessir mælar allir, sem búið er að koma upp, sem skipta auðvitað sköpum fyrir okkur öll til að geta gefið fólki þennan tíma,“ segir Hjördís. „Viðvörunarbjöllurnar og lúðrarnir, sem búið er að setja upp og var verið að prófa í fyrradag, voru ræstir. Það hefur örugglega verið skrítin tilfinning fyrir fólk svona um fimmtugt að heyra í þeim. Það er hljóð sem við þekkjum í gamla daga. Þeir voru ræstir við Bláa lónið en það var eftir að við vissum hvað var í gangi, þannig að það var bara eitt af tækjunum sem við höfum til að láta fólk vita.“ Hún segir gosið hafa komið upp á einum af þeim stöðum sem talinn var einna líklegastur til að vera upptakastaður eldgoss. Hafa verði í huga að erfitt sé að spá nákvæmlega fyrir um slíkt. „Nákvæma staðsetningu getur enginn vitað en þetta er á einum af þessum líklegustu stöðum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Bláa lónið Bítið Tengdar fréttir Liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells Samkvæmt fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er eldgosið á sömu slóðum og gaus 18. desember síðastliðinn. 8. febrúar 2024 07:14 Búið að rýma Bláa lónið Öll athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi hafa verið rýmd vegna skjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í aðdraganda eldgossins sem hófst um klukkan 6 í morgun. 8. febrúar 2024 06:42 Vaktin: Gos hafið á Reykjanesinu Eldgos hófst klukkan sex í morgun, fimmtudag, í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells Samkvæmt fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er eldgosið á sömu slóðum og gaus 18. desember síðastliðinn. 8. febrúar 2024 07:14
Búið að rýma Bláa lónið Öll athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi hafa verið rýmd vegna skjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í aðdraganda eldgossins sem hófst um klukkan 6 í morgun. 8. febrúar 2024 06:42
Vaktin: Gos hafið á Reykjanesinu Eldgos hófst klukkan sex í morgun, fimmtudag, í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11