„Þá er þetta bara búið hjá okkur“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. febrúar 2024 21:09 Verðmætabjörgun fyrirtækja í Grindavík fór fram í dag. Vísir Uppsagnir fyrirtækja í Grindavík eru áhyggjuefni að mati bæjarbúa sem segja lítið eftir af bænum ef fyrirtækin fara. Starfsfólk nokkurra fyrirtækja vann að verðmætabjörgun í bænum í dag en hjá sumum þeirra er tjónið þegar orðið gífurlegt. Hjá þeim fyrirtækjum sem fengu leyfi til að vera með starfsfólk í bænum í dag var mikið um að vera. Unnið var að því hörðum höndum að undirbúa flutninga og bjarga verðmætum. Ljóst er að tap er þegar orðið gífurlegt hjá mörgum fyrirtækjum. „Alveg hryllilegt. Þetta bara blæðir út í rólegheitunum. Við erum hérna með hundrað milljónir í verðmætum sem við erum að taka út núna í afurðum sem er búið að standa hérna inn í kuldanum og enginn veit hvort að sé í lagi eða ekki,“ sagði Árni Heiðar Gylfason vélstjóri hjá Ægi sjávarfangi þegar fréttastofa leit við hjá honum í dag. Aðeins voru fáir að störfum hjá hverju fyrirtæki eða tíu manns þar sem mest var. Ekki voru allir sáttir við þetta. Þeirra á meðal var Jón Steinar Sæmundsson verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Vísi. „Þetta er naumt skammtað. Við hefðum viljað getað verið með hérna tuttugu og fimm manns og pakkað þessu og sent bara vöruna út fullunna. Það er ekki við það komandi hjá þessum yfirvöldum sem hérna stjórna.“ Í gær var greint frá því að hundrað og þrjátíu starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Vísis hafi fengið bréf þar sem þeim var tjáð að þeir yrðu teknir af launaskrá fyrirtækisins og fari á úrræði ríkisins. Ástæðan séu náttúruhamfarirnar í Grindavík, þar sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. Skömmu áður hafði Stakkavík í Grindavík sagt upp um fimmtíu manns. Jón segir fréttir sem þessar hafa mikil áhrif á bæjarbúa. „Þetta er ákveðinn punktur svona. Það dofnar yfir fólki, maður finnur það.“ Fleiri deila þessum áhyggjum hans en þeirra á meðal er Lárus Vilhjálmsson vélstjóri hjá Þorbirni. „Ef að fyrirtækin fara á þá getum við líka lokað bænum. Þá er þetta bara búið hjá okkur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11 Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. 5. febrúar 2024 16:09 Uppgötvuðu risastóra sprungu undir gervigrasinu Risavaxin sprunga fannst í dag undir íþróttahúsinu Hópinu í Grindavík. Legið hafði fyrir að húsnæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum, en sprungur liggja upp eftir byggingunni og sigdalur er þar í kring. 6. febrúar 2024 17:42 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Hjá þeim fyrirtækjum sem fengu leyfi til að vera með starfsfólk í bænum í dag var mikið um að vera. Unnið var að því hörðum höndum að undirbúa flutninga og bjarga verðmætum. Ljóst er að tap er þegar orðið gífurlegt hjá mörgum fyrirtækjum. „Alveg hryllilegt. Þetta bara blæðir út í rólegheitunum. Við erum hérna með hundrað milljónir í verðmætum sem við erum að taka út núna í afurðum sem er búið að standa hérna inn í kuldanum og enginn veit hvort að sé í lagi eða ekki,“ sagði Árni Heiðar Gylfason vélstjóri hjá Ægi sjávarfangi þegar fréttastofa leit við hjá honum í dag. Aðeins voru fáir að störfum hjá hverju fyrirtæki eða tíu manns þar sem mest var. Ekki voru allir sáttir við þetta. Þeirra á meðal var Jón Steinar Sæmundsson verkstjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Vísi. „Þetta er naumt skammtað. Við hefðum viljað getað verið með hérna tuttugu og fimm manns og pakkað þessu og sent bara vöruna út fullunna. Það er ekki við það komandi hjá þessum yfirvöldum sem hérna stjórna.“ Í gær var greint frá því að hundrað og þrjátíu starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Vísis hafi fengið bréf þar sem þeim var tjáð að þeir yrðu teknir af launaskrá fyrirtækisins og fari á úrræði ríkisins. Ástæðan séu náttúruhamfarirnar í Grindavík, þar sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. Skömmu áður hafði Stakkavík í Grindavík sagt upp um fimmtíu manns. Jón segir fréttir sem þessar hafa mikil áhrif á bæjarbúa. „Þetta er ákveðinn punktur svona. Það dofnar yfir fólki, maður finnur það.“ Fleiri deila þessum áhyggjum hans en þeirra á meðal er Lárus Vilhjálmsson vélstjóri hjá Þorbirni. „Ef að fyrirtækin fara á þá getum við líka lokað bænum. Þá er þetta bara búið hjá okkur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Sjávarútvegur Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11 Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. 5. febrúar 2024 16:09 Uppgötvuðu risastóra sprungu undir gervigrasinu Risavaxin sprunga fannst í dag undir íþróttahúsinu Hópinu í Grindavík. Legið hafði fyrir að húsnæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum, en sprungur liggja upp eftir byggingunni og sigdalur er þar í kring. 6. febrúar 2024 17:42 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. 5. febrúar 2024 19:11
Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. 5. febrúar 2024 16:09
Uppgötvuðu risastóra sprungu undir gervigrasinu Risavaxin sprunga fannst í dag undir íþróttahúsinu Hópinu í Grindavík. Legið hafði fyrir að húsnæðið hafði orðið fyrir miklum skemmdum, en sprungur liggja upp eftir byggingunni og sigdalur er þar í kring. 6. febrúar 2024 17:42