Brennisteinslykt í tómlegri Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2024 19:11 Hér hefur vegurinn farið alveg í sundur. Vísir/Sigurjón Verðmætabjörgun hélt áfram í Grindavík í dag. Fjölmiðlar fóru inn í bæinn í fyrsta sinn í þrjár vikur og fengu að virða fyrir sér skemmdirnar og nýja hraunið. Fjölmiðlar fengu að fara í dag til Grindavíkur í fyrsta sinn í þrjár vikur. Síðasta ferð fyrir það var tveimur dögum eftir eldgos en síðan þá hefur bænum verið meira og minna haldið lokað. Helsta mál á dagskrá var verðmætabjörgun hjá íbúum bæjarins. Sjá má frá heimsókn fréttamanns í bæinn í innslaginu hér fyrir neðan. Klippa: Búist við gosi Brennisteinslykt í bænum Fjölmiðlamenn fengu þó ekki að fylgjast með henni heldur var þeim ekið í langferðabíl á staði sem lögreglan hafði ákveðið fyrirfram. Staðirnir voru allir í jaðri bæjarins, fjarri öllum íbúum. Það var þó nokkuð sláandi að sjá það sem búið var að ákveða að við mættum sjá. Það var mikil brennisteinslykt í bænum og enn rauk upp úr hrauninu á nokkrum stöðum. Það var nokkuð bersýnilegt að hraunið var enn sjóðandi heitt, hitinn sást stíga upp. Nýjasta hraun landsins er við jaðar Grindavíkur.Vísir/Sigurjón Atvinnustarfsemi lömuð Farið var bæði á iðnaðarsvæði bæjarins og hafnarsvæðið. Atvinnustarfsemi bæjarins hefur verið að miklu leyti lömuð síðan bærinn var rýmdur í nóvember og nýlega þurfti eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grindavíkur, Stakkavík, að ráðast í hópuppsögn. Grindavík hefur alla tíð verið mikið sjávarþorp. Höfnin var þó afar tómleg í dag, þar mátti einungis sjá einn gamlan trébát. Höfnin var mjög tómleg.Vísir/Björn Steinbekk Einnig voru varnargarðarnir, sem stóðu fyrir sínu að miklu leyti þegar gos hófst fyrir þremur vikum síðan, skoðaðir. Þar mátt sjá hvar streymi hraunflæðisins var stýrt í burtu frá húsnæði líftæknifyrirtækisins ORF. Þungt og mikil sorg Með í fjölmiðlaferðinni voru sérsveitarmaður og upplýsingafulltrúi Almannavarna. Hún segir verðmætabjörgun hafa gengið vel. „Ég hef heyrt í viðbragðsaðilum sem hafa verið í bænum þessa tvo daga. Það er enginn sem getur lýst því með orðum hvernig það er að vera hérna og þessi tilfinning að horfa á fólk í þessari stöðu. Við getum ekki ímyndað okkur þetta en viðbragðsaðilar hafa talað um að þetta hafi verið mjög þungt og mikil sorg,“ segir Hjördís. Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna.Vísir/Sigurjón Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Fjölmiðlar fengu að fara í dag til Grindavíkur í fyrsta sinn í þrjár vikur. Síðasta ferð fyrir það var tveimur dögum eftir eldgos en síðan þá hefur bænum verið meira og minna haldið lokað. Helsta mál á dagskrá var verðmætabjörgun hjá íbúum bæjarins. Sjá má frá heimsókn fréttamanns í bæinn í innslaginu hér fyrir neðan. Klippa: Búist við gosi Brennisteinslykt í bænum Fjölmiðlamenn fengu þó ekki að fylgjast með henni heldur var þeim ekið í langferðabíl á staði sem lögreglan hafði ákveðið fyrirfram. Staðirnir voru allir í jaðri bæjarins, fjarri öllum íbúum. Það var þó nokkuð sláandi að sjá það sem búið var að ákveða að við mættum sjá. Það var mikil brennisteinslykt í bænum og enn rauk upp úr hrauninu á nokkrum stöðum. Það var nokkuð bersýnilegt að hraunið var enn sjóðandi heitt, hitinn sást stíga upp. Nýjasta hraun landsins er við jaðar Grindavíkur.Vísir/Sigurjón Atvinnustarfsemi lömuð Farið var bæði á iðnaðarsvæði bæjarins og hafnarsvæðið. Atvinnustarfsemi bæjarins hefur verið að miklu leyti lömuð síðan bærinn var rýmdur í nóvember og nýlega þurfti eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grindavíkur, Stakkavík, að ráðast í hópuppsögn. Grindavík hefur alla tíð verið mikið sjávarþorp. Höfnin var þó afar tómleg í dag, þar mátti einungis sjá einn gamlan trébát. Höfnin var mjög tómleg.Vísir/Björn Steinbekk Einnig voru varnargarðarnir, sem stóðu fyrir sínu að miklu leyti þegar gos hófst fyrir þremur vikum síðan, skoðaðir. Þar mátt sjá hvar streymi hraunflæðisins var stýrt í burtu frá húsnæði líftæknifyrirtækisins ORF. Þungt og mikil sorg Með í fjölmiðlaferðinni voru sérsveitarmaður og upplýsingafulltrúi Almannavarna. Hún segir verðmætabjörgun hafa gengið vel. „Ég hef heyrt í viðbragðsaðilum sem hafa verið í bænum þessa tvo daga. Það er enginn sem getur lýst því með orðum hvernig það er að vera hérna og þessi tilfinning að horfa á fólk í þessari stöðu. Við getum ekki ímyndað okkur þetta en viðbragðsaðilar hafa talað um að þetta hafi verið mjög þungt og mikil sorg,“ segir Hjördís. Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna.Vísir/Sigurjón
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira