Fótbolti

Stjóri Roma kallaði Lukaku og Paredes heimska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Romelu Lukaku og Yerry Mina munnhöggvast.
Romelu Lukaku og Yerry Mina munnhöggvast. getty/Emmanuele Ciancaglini

Daniele De Rossi, knattspyrnustjóri Roma, var ekki sáttur við tvo leikmenn sína þrátt fyrir stórsigur á Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni á mánudaginn.

Rómverjar unnu leikinn, 4-0, og hafa unnið alla þrjá leiki sína síðan De Rossi var ráðinn stjóri í stað Josés Mourinho.

Ýmislegt gekk á í leiknum í fyrradag. Romelu Lukaku og Yerry Mina, varnarmaður Cagliari, lentu í útistöðum og Leandro Paredes fékk gult spjald fyrir deilur við Nahitan Nández. Það var De Rossi ekki sáttur við.

„Ég er hrifinn af því þegar leikmenn verja samherja sína en þegar þeir eru 4-0 yfir verða þeir að vera flókir. Við þurfum að uppræta svona hegðun því það er heimskulegt að fá spjöld þegar þú ert með 4-0 forystu. Við höfum ekki efni á að missa neina af þessum leikmönnum,“ sagði De Rossi.

Hann var sjálfur mjög æstur á hliðarlínunni og sparkaði og kastaði vatnsflöskum þegar Paredes fékk gula spjaldið.

Undir stjórn De Rossis hefur Roma klifrað upp úr 9. sætinu í það fimmta. Næsti leikur liðsins er gegn toppliði Inter á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×