Sagður vilja byggja Wembley norðursins fyrir Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 08:25 Sir Jim Ratcliffe fyrir utan Old Trafford, heimavöll Manchester United. Getty/Peter Byrne/ Baksíður ensku blaðanna í morgun slá því flestar upp að sá nýjasti í eigendahópi Manchester United hafi mjög metnaðarfull markmið þegar kemur að því að endurbyggja Old Trafford. Framtíð Manchester United er beintengd framtíðarleikvangi félagsins en Old Trafford leikvangurinn er kominn til ára sinna og þarf nauðsynlega á upplyftingu að halda. Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe keypti 25 prósenta hlut í Manchester United á dögunum en hann hefur verið stuðningsmaður þess alla tíð. Ratcliffe er 71 árs gamall milljarðamæringur og ætlar sér að breyta hlutunum hjá félaginu. Þar er eitt verkefni efst á blaði eða það að taka heimavöllinn í gegn. Daily Express. Enska blaðið Daily Telegraph er meðal þeirra sem birtir í dag frétt um hugmyndir Ratcliffe um framtíðarleikvang félagsins. Þar er uppslátturinn að Ratcliffe sjái fyrir sér að byggja Wembley norðursins og að hann gæti sóst eftir að fá styrk úr almenningssjóðum til að endurbyggja Old Trafford. Við þekkjum Nývang í Barcelona og eftir þessar framkvæmdir gætum við tala um Nýja Trafford. Wembley norðursins er líka í fyrirsögnum hjá bæði Daily Express og Daily Mail. Hugmyndir Ratcliffe eru mjög metnaðarfullar en hann er sagður sjá fyrir sér níutíu þúsund manna leikvang. Hann hefur þegar eyrnamerkt 237 milljónir punda í þessar framkvæmdir eða meira en 41 milljarð króna. Ratcliffe hefur þegar hafið samtal við Andy Burnham, borgarstjóra Manchester. Menn eiga samt eftir að sjá það gerast að Manchesterborg dæli inn pening í svona framkvæmd. Það er líklegra að félagið fái sérstaka ívilnun hjá yfirvöldum eins og skattaafslátt eða slökun á reglugerðum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þetta mál átti baksíður blaðanna í morgun. Daily Mirror. Daily Mail. The Daily Telegraph. Daily Star. Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Framtíð Manchester United er beintengd framtíðarleikvangi félagsins en Old Trafford leikvangurinn er kominn til ára sinna og þarf nauðsynlega á upplyftingu að halda. Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe keypti 25 prósenta hlut í Manchester United á dögunum en hann hefur verið stuðningsmaður þess alla tíð. Ratcliffe er 71 árs gamall milljarðamæringur og ætlar sér að breyta hlutunum hjá félaginu. Þar er eitt verkefni efst á blaði eða það að taka heimavöllinn í gegn. Daily Express. Enska blaðið Daily Telegraph er meðal þeirra sem birtir í dag frétt um hugmyndir Ratcliffe um framtíðarleikvang félagsins. Þar er uppslátturinn að Ratcliffe sjái fyrir sér að byggja Wembley norðursins og að hann gæti sóst eftir að fá styrk úr almenningssjóðum til að endurbyggja Old Trafford. Við þekkjum Nývang í Barcelona og eftir þessar framkvæmdir gætum við tala um Nýja Trafford. Wembley norðursins er líka í fyrirsögnum hjá bæði Daily Express og Daily Mail. Hugmyndir Ratcliffe eru mjög metnaðarfullar en hann er sagður sjá fyrir sér níutíu þúsund manna leikvang. Hann hefur þegar eyrnamerkt 237 milljónir punda í þessar framkvæmdir eða meira en 41 milljarð króna. Ratcliffe hefur þegar hafið samtal við Andy Burnham, borgarstjóra Manchester. Menn eiga samt eftir að sjá það gerast að Manchesterborg dæli inn pening í svona framkvæmd. Það er líklegra að félagið fái sérstaka ívilnun hjá yfirvöldum eins og skattaafslátt eða slökun á reglugerðum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þetta mál átti baksíður blaðanna í morgun. Daily Mirror. Daily Mail. The Daily Telegraph. Daily Star.
Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira