Haley biður um aukna vernd Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2024 10:07 Nikki Haley bindur miklar vonir við að kjósendur Repúblikanaflokksins í heimaríki hennar í Suður-Karólínu gefi framboði hennar byr undir báða vængi þann 24. febrúar. AP/Charles Krupa Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. Hún staðfesti við blaðamann Wall Street Journal í gærkvöldi að sótt hefði verið um aukna vernd og sagði hún nokkur „vandamál“ hafa litið dagsins ljós, án þess að fara nánar út í hvað hún ætti við. Hún sagði þó að ekkert myndi stöðva sig í baráttunni gegn Trump. Í síðustu viku reyndi kona að hlaupa upp á svið til hennar í Suður-Karólínu og þá var lögreglan nýlega send heim til hennar í svokölluðu „Swatting“, þar sem einhver hringir í Neyðarlínuna og segir alvarlegan glæp vera að eiga sér stað. Þetta hefur ítrekað leitt til þess að þungvopnaðir lögregluþjónar ryðjast inn á heimili fólks og hefur fólk jafnvel verið skotið til bana. Í frétt WSJ segir að mögulega spili störf hennar varðandi Íran hjá Sameinuðu þjóðunum inn í en yfirvöld þar hafa verið sökuð um að skipuleggja banatilræði í Kanada og í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Framboð hennar hefur ekki enn svarað fyrirspurnum um nákvæmlega hvað leiddi til áðurnefndrar umsóknar til heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, þar sem ákvarðanir um hvort fólk fái vernd lífvarðasveitar forsetans eru teknar. Lífverðir forsetans vernda forsetann og varaforsetann, auk þess sem þeir vernda hátt setta embættismenn, ef tilefni þykir til. Þá geta þeir einnig verndað forsetaframbjóðendur. Haley er síðasti mótframbjóðandi Trumps innan Repúblikanaflokksins sem á einhvern möguleika á að sigra hann en líkurnar á því þykja litlar sem engar. Fregnir hafa borist af því að það hafi reitt Trump verulega til reiði að Haley hafi ekki þegar hætt baráttu sinni. Trump sigraði hana með afgerandi hætti í bæði Iowa og New Hampshire en næsta forval flokksins fer fram í Suður-Karólínu þann 24. febrúar. Það er heimaríki Haley og var hún ríkisstjóri þar um tíma. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Langar viðræður um landamærin og hernaðaraðstoð skila „dauðu“ frumvarpi Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum Bandaríkjaþings birtu í gær nýtt frumvarp um öryggi á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð til Úkraínu og Ísrael. Frumvarpið var samið eftir langar viðræður en ef þingmönnum tekst að fá það samþykkt í öldungadeildinni þykir líklegt að það verði ekki svo gott sem tekið til umfjöllunar í fulltrúadeildinni. 5. febrúar 2024 15:02 Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54 Trump með öruggan sigur í New Hampshire Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári. 24. janúar 2024 06:24 Vonast eftir afgerandi sigri gegn Haley Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vonast eftir yfirgnæfandi sigri í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í dag. Hann vonast til þess að sigurinn verði svo afgerandi að hann geri út af við mótframboð Nikki Haley og annarra frambjóðenda. 23. janúar 2024 15:32 Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember 21. janúar 2024 20:22 Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Hún staðfesti við blaðamann Wall Street Journal í gærkvöldi að sótt hefði verið um aukna vernd og sagði hún nokkur „vandamál“ hafa litið dagsins ljós, án þess að fara nánar út í hvað hún ætti við. Hún sagði þó að ekkert myndi stöðva sig í baráttunni gegn Trump. Í síðustu viku reyndi kona að hlaupa upp á svið til hennar í Suður-Karólínu og þá var lögreglan nýlega send heim til hennar í svokölluðu „Swatting“, þar sem einhver hringir í Neyðarlínuna og segir alvarlegan glæp vera að eiga sér stað. Þetta hefur ítrekað leitt til þess að þungvopnaðir lögregluþjónar ryðjast inn á heimili fólks og hefur fólk jafnvel verið skotið til bana. Í frétt WSJ segir að mögulega spili störf hennar varðandi Íran hjá Sameinuðu þjóðunum inn í en yfirvöld þar hafa verið sökuð um að skipuleggja banatilræði í Kanada og í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Framboð hennar hefur ekki enn svarað fyrirspurnum um nákvæmlega hvað leiddi til áðurnefndrar umsóknar til heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, þar sem ákvarðanir um hvort fólk fái vernd lífvarðasveitar forsetans eru teknar. Lífverðir forsetans vernda forsetann og varaforsetann, auk þess sem þeir vernda hátt setta embættismenn, ef tilefni þykir til. Þá geta þeir einnig verndað forsetaframbjóðendur. Haley er síðasti mótframbjóðandi Trumps innan Repúblikanaflokksins sem á einhvern möguleika á að sigra hann en líkurnar á því þykja litlar sem engar. Fregnir hafa borist af því að það hafi reitt Trump verulega til reiði að Haley hafi ekki þegar hætt baráttu sinni. Trump sigraði hana með afgerandi hætti í bæði Iowa og New Hampshire en næsta forval flokksins fer fram í Suður-Karólínu þann 24. febrúar. Það er heimaríki Haley og var hún ríkisstjóri þar um tíma.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Langar viðræður um landamærin og hernaðaraðstoð skila „dauðu“ frumvarpi Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum Bandaríkjaþings birtu í gær nýtt frumvarp um öryggi á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð til Úkraínu og Ísrael. Frumvarpið var samið eftir langar viðræður en ef þingmönnum tekst að fá það samþykkt í öldungadeildinni þykir líklegt að það verði ekki svo gott sem tekið til umfjöllunar í fulltrúadeildinni. 5. febrúar 2024 15:02 Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54 Trump með öruggan sigur í New Hampshire Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári. 24. janúar 2024 06:24 Vonast eftir afgerandi sigri gegn Haley Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vonast eftir yfirgnæfandi sigri í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í dag. Hann vonast til þess að sigurinn verði svo afgerandi að hann geri út af við mótframboð Nikki Haley og annarra frambjóðenda. 23. janúar 2024 15:32 Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember 21. janúar 2024 20:22 Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Langar viðræður um landamærin og hernaðaraðstoð skila „dauðu“ frumvarpi Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum Bandaríkjaþings birtu í gær nýtt frumvarp um öryggi á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð til Úkraínu og Ísrael. Frumvarpið var samið eftir langar viðræður en ef þingmönnum tekst að fá það samþykkt í öldungadeildinni þykir líklegt að það verði ekki svo gott sem tekið til umfjöllunar í fulltrúadeildinni. 5. febrúar 2024 15:02
Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54
Trump með öruggan sigur í New Hampshire Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári. 24. janúar 2024 06:24
Vonast eftir afgerandi sigri gegn Haley Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vonast eftir yfirgnæfandi sigri í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í dag. Hann vonast til þess að sigurinn verði svo afgerandi að hann geri út af við mótframboð Nikki Haley og annarra frambjóðenda. 23. janúar 2024 15:32
Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember 21. janúar 2024 20:22
Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00