Emma Hayes: Skortur á kvenkyns þjálfurum risastórt vandamál Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2024 21:30 Emma Hayes á hliðarlínunni. Angel Martinez/Getty Images Emma Hayes, fráfarandi þjálfari Englandsmeistara Chelsea í knattspyrnu, segir skort á kvenkyns þjálfurum vera risastórt vandamál. Hvetur hún knattspyrnuhreyfinguna til að finna lausnir. Hin 47 ára gamla Hayes hefur stýrt Chelsea í meira en áratug og ítrekað sýnt snilli sína á hliðarlínunni. Undir hennar stjórn hefur liðið sex sinnum orðið Englandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Þá var hún kosin besti þjálfari heims af FIFA árið 2021 og ári síðar fékk hún OBE-orðu frá bresku krúninni. Thanks to all the fans that came to see the Chelsea tonight. We heard every single one of you @ChelseaFCW pic.twitter.com/Scb9QWeq5p— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) December 20, 2023 Þrátt fyrir að taka við bandaríska kvennalandsliðinu að leiktíðinni lokinni þá er ljóst að Emma er alltaf með hugann við enska knattspyrnu. Hún segir að það sé gríðarleg vinna framundan þegar kemur að því að minnka bilið milli karla og kvenna í þjálfun. Aðeins þriðjungur liða (fjögur) í efstu deild kvenna á Englandi eru með kvenkyns þjálfara. Þá eru aðeins 21 kona í Englandi með UEFA Pro-þjálfaragráðu. „Við þurfum að horfast í augu við að tækifærin eru af skornum skammti. Við þurfum að hugsa upp nýjar leiðir til að mennta stelpur frá unga aldri,“ sagði Hayes í viðtali við BBC. „Við þurfum að horfa í hvað það kostar að mennta sig. Það kostar um 10 þúsund pund (1,7 milljónir íslenskra króna) að taka Pro-gráðuna. Launin í kvennaknattspyrnu eru ekkert samanborið við launin karla megin.“ „Við þurfum mennta konur og stelpur fyrr á ferli þeirra. Við þurfum að setja meira fjármagn í þjálfun.“ Aðspurð hvort hún vildi að arftaki sinn hjá Chelsea yrði kvenkyns þá sagði Hayes best að hún myndi ekki skipta sér að því. Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið orðuð við starfið en enn er ekki ljóst hver þarf að fylla það stóra skarð sem Hayes skilur eftir sig. Chelsea er á toppi ensku deildarinnar með 34 stig, þremur stigum meira en Arsenal, og stefnir hraðbyr á fimmta Englandsmeistaratitilinn í röð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Hin 47 ára gamla Hayes hefur stýrt Chelsea í meira en áratug og ítrekað sýnt snilli sína á hliðarlínunni. Undir hennar stjórn hefur liðið sex sinnum orðið Englandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Þá var hún kosin besti þjálfari heims af FIFA árið 2021 og ári síðar fékk hún OBE-orðu frá bresku krúninni. Thanks to all the fans that came to see the Chelsea tonight. We heard every single one of you @ChelseaFCW pic.twitter.com/Scb9QWeq5p— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) December 20, 2023 Þrátt fyrir að taka við bandaríska kvennalandsliðinu að leiktíðinni lokinni þá er ljóst að Emma er alltaf með hugann við enska knattspyrnu. Hún segir að það sé gríðarleg vinna framundan þegar kemur að því að minnka bilið milli karla og kvenna í þjálfun. Aðeins þriðjungur liða (fjögur) í efstu deild kvenna á Englandi eru með kvenkyns þjálfara. Þá eru aðeins 21 kona í Englandi með UEFA Pro-þjálfaragráðu. „Við þurfum að horfast í augu við að tækifærin eru af skornum skammti. Við þurfum að hugsa upp nýjar leiðir til að mennta stelpur frá unga aldri,“ sagði Hayes í viðtali við BBC. „Við þurfum að horfa í hvað það kostar að mennta sig. Það kostar um 10 þúsund pund (1,7 milljónir íslenskra króna) að taka Pro-gráðuna. Launin í kvennaknattspyrnu eru ekkert samanborið við launin karla megin.“ „Við þurfum mennta konur og stelpur fyrr á ferli þeirra. Við þurfum að setja meira fjármagn í þjálfun.“ Aðspurð hvort hún vildi að arftaki sinn hjá Chelsea yrði kvenkyns þá sagði Hayes best að hún myndi ekki skipta sér að því. Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið orðuð við starfið en enn er ekki ljóst hver þarf að fylla það stóra skarð sem Hayes skilur eftir sig. Chelsea er á toppi ensku deildarinnar með 34 stig, þremur stigum meira en Arsenal, og stefnir hraðbyr á fimmta Englandsmeistaratitilinn í röð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira