Ætla að spila golf í Grindavík í sumar Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2024 16:05 Helgi Dan ætlar að halda starfsemi Golfklúbbs Grindavíkur á floti í sumar. Þarna með skorkort sem tryggði honum sigurinn á Meistaramóti GG, 64 högg. vísir/jón júlíus Grindavík er golfbær. Húsatólftavöllur er heimavöllur Golfklúbbs Grindavíkur og þar stefna menn á að spila hvað sem líður jarðhræringum og eldgosum. „Þetta er auðvitað háð því að almannavarnir hleypi fólkinu á svæðið. En við erum utan hættusvæðis. Völlurinn er smáspöl frá bænum. Og þó það séu einhverjar örlitlar skemmdir á það ekki eftir að stoppa okkur,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri klúbbsins í samtali við Vísi. Völlurinn í fínu standi Grindvíkingar eru farnir að huga að komandi golftímabili og þeir eru brattir. Þeir stefna að því að halda starfseminni áfram í sumar og svo verði staðan tekin næsta haust. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um þær hörmungar sem yfir íbúa Grindavíkur hafa gengið undanfarnar vikur. Bærinn er auður en þeir í stjórn sjá ekkert því til fyrirstöðu að halda vellinum í rekstri. „Vissulega er þetta óvissuástand en eins og við segjum en þetta lítur bara vel út hjá golfklúbbnum og engin ástæða til að ætla annað en hægt sé að leika golf í Grindavík næsta sumar. Allar leiðir eru opnar að vellinum sem er í fínu standi.“ Helgi segir smávægilegar sprunguskemmdir á vellinum sem verði lagaðar. Þeir Grindvíkingar láta sé fátt fyrir brjósti brenna en tvívegis, veturna 2020 og 2022 fengu hnullungar á Húsatólftavöll í miklum sjó sem gekk yfir völlinn. Grindvíkingar voru ekki lengi að kippa því í liðinn og svo var leikið golf eins og ekkert hefði í skorist. Vonar að klúbbhúsið þjóni sem félagsheimili Helgi segir það auðvitað sérkennilegt að halda áfram klúbbastarfi og Grindavíkurbær tómur. Og hann hefur verið í sambandi við ýmsa klúbba með það fyrir augum að meðlimir í Golfklúbbi Grindavíkur verði áfram í klúbbnum. „Fólk er náttúrlega út um allar trissur, aðallega á Suðurnesjum, Suðurlandi og uppi á Skaga. Ég hef verið í sambandi við þessa klúbba og þeir hafa tekið þessu vel, að okkar fólk fái að spila á niðursettu verði. Ég hef nú ekkert verið að ræða við þessa Reykjavíkurklúbba, þeir eiga nóg með sitt. En menn hafa tekið því vel að taka þennan slag með okkur,“ segir Helgi. Úr mynd sem Pálmar Örn Guðmundsson málaði og Golfklúbbur Grindavíkur bauð upp á sínum tíma. Forsenda fyrir því að klúbburinn lifi sé að ekki verði mikil afföll á meðlimafjölda. Helgi segir líta nokkuð vel út með það. „Ef við eigum að geta haldið lífi í þessu verður að vera fólk í klúbbnum. Við tökum svo stöðuna næsta haust. Það er erfitt að reka klúbb og enginn í bænum. En ég bind vonir við að klúbbhúsið geti þjónað sem félagsheimili,“ segir Helgi Dan. „Það er ekki loku fyrir það skotið að fólk flytji aftur til Grindavíkur. Við sjáum alla veganna hvernig næsta sumar verður.“ Stefna á að opna uppúr miðjum apríl Engar skemmdir eru á klúbbhúsinu. Þar er ekki hitaveituvatn, heldur hita menn þar vatnið með rafmagni. Og Helgi fór í morgun og setti upp hitablásara til að aftra skemmdum. Hann segir að það sé sprunga í bílaplani en því verði kippt í liðinn. Húsatóftarvöllur. Grindvíkingar ætla að reyna að halda starfseminni gangandi í sumar og svo ætla þeir að sjá til.GG Húsatólftavöllur er snemmsumarsvöllur, hann er með þeim fyrstu til að opna enda stendur hann sunnarlega og er við hafið. „Við höfum verið að opna svona uppúr miðjum apríl. Og stefnum að því aftur. Fyrir okkar fólk og þá gesti sem vilja koma,“ segir Helgi Dan. Og ef maður hefur trú á einhverjum til að koma golfinu í gang eftir hamfarirnar, eldgos og jarðhræringar, þá er það hann. Grindvíkingar hafa í tvígang á undanförnum árum sýnt fram á að þeir láta ekki náttúruöflin stoppa sig. Golf Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Sjá meira
„Þetta er auðvitað háð því að almannavarnir hleypi fólkinu á svæðið. En við erum utan hættusvæðis. Völlurinn er smáspöl frá bænum. Og þó það séu einhverjar örlitlar skemmdir á það ekki eftir að stoppa okkur,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri klúbbsins í samtali við Vísi. Völlurinn í fínu standi Grindvíkingar eru farnir að huga að komandi golftímabili og þeir eru brattir. Þeir stefna að því að halda starfseminni áfram í sumar og svo verði staðan tekin næsta haust. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um þær hörmungar sem yfir íbúa Grindavíkur hafa gengið undanfarnar vikur. Bærinn er auður en þeir í stjórn sjá ekkert því til fyrirstöðu að halda vellinum í rekstri. „Vissulega er þetta óvissuástand en eins og við segjum en þetta lítur bara vel út hjá golfklúbbnum og engin ástæða til að ætla annað en hægt sé að leika golf í Grindavík næsta sumar. Allar leiðir eru opnar að vellinum sem er í fínu standi.“ Helgi segir smávægilegar sprunguskemmdir á vellinum sem verði lagaðar. Þeir Grindvíkingar láta sé fátt fyrir brjósti brenna en tvívegis, veturna 2020 og 2022 fengu hnullungar á Húsatólftavöll í miklum sjó sem gekk yfir völlinn. Grindvíkingar voru ekki lengi að kippa því í liðinn og svo var leikið golf eins og ekkert hefði í skorist. Vonar að klúbbhúsið þjóni sem félagsheimili Helgi segir það auðvitað sérkennilegt að halda áfram klúbbastarfi og Grindavíkurbær tómur. Og hann hefur verið í sambandi við ýmsa klúbba með það fyrir augum að meðlimir í Golfklúbbi Grindavíkur verði áfram í klúbbnum. „Fólk er náttúrlega út um allar trissur, aðallega á Suðurnesjum, Suðurlandi og uppi á Skaga. Ég hef verið í sambandi við þessa klúbba og þeir hafa tekið þessu vel, að okkar fólk fái að spila á niðursettu verði. Ég hef nú ekkert verið að ræða við þessa Reykjavíkurklúbba, þeir eiga nóg með sitt. En menn hafa tekið því vel að taka þennan slag með okkur,“ segir Helgi. Úr mynd sem Pálmar Örn Guðmundsson málaði og Golfklúbbur Grindavíkur bauð upp á sínum tíma. Forsenda fyrir því að klúbburinn lifi sé að ekki verði mikil afföll á meðlimafjölda. Helgi segir líta nokkuð vel út með það. „Ef við eigum að geta haldið lífi í þessu verður að vera fólk í klúbbnum. Við tökum svo stöðuna næsta haust. Það er erfitt að reka klúbb og enginn í bænum. En ég bind vonir við að klúbbhúsið geti þjónað sem félagsheimili,“ segir Helgi Dan. „Það er ekki loku fyrir það skotið að fólk flytji aftur til Grindavíkur. Við sjáum alla veganna hvernig næsta sumar verður.“ Stefna á að opna uppúr miðjum apríl Engar skemmdir eru á klúbbhúsinu. Þar er ekki hitaveituvatn, heldur hita menn þar vatnið með rafmagni. Og Helgi fór í morgun og setti upp hitablásara til að aftra skemmdum. Hann segir að það sé sprunga í bílaplani en því verði kippt í liðinn. Húsatóftarvöllur. Grindvíkingar ætla að reyna að halda starfseminni gangandi í sumar og svo ætla þeir að sjá til.GG Húsatólftavöllur er snemmsumarsvöllur, hann er með þeim fyrstu til að opna enda stendur hann sunnarlega og er við hafið. „Við höfum verið að opna svona uppúr miðjum apríl. Og stefnum að því aftur. Fyrir okkar fólk og þá gesti sem vilja koma,“ segir Helgi Dan. Og ef maður hefur trú á einhverjum til að koma golfinu í gang eftir hamfarirnar, eldgos og jarðhræringar, þá er það hann. Grindvíkingar hafa í tvígang á undanförnum árum sýnt fram á að þeir láta ekki náttúruöflin stoppa sig.
Golf Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Sjá meira