Grípa til aðgerða vegna hálfnakins blaðamanns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 13:31 Stuðningsmenn eru oft berir að ofan í stúkunni í Afríkukeppninni en það þykir að sjálfsögðu ekki boðlegt í blaðamannastúkunni. Getty/Ulrik Pedersen Allt of margir fjölmiðlamenn hafa misst sig á leikjum Afríkukeppninnar í knattspyrnu í ár þar sem fagmennska og virðing fyrir kollegum sínum hefur oft fokið út um gluggann. Svo slæmt var ástandið orðið að afríska knattspyrnusambandið taldi sig þurfa að setja saman nýjar reglur um rétta hegðun stéttarinnar á leikjum keppninnar. Það hefur verið mikið að frétta af mótinu enda mikið af óvæntum úrslitum þar sem margar af bestu knattspyrnuþjóðum álfunnar hafa dottið snemma úr keppni. Fréttir af látum í blaðamannastúkunni hafa engu að síður stolið senunni. Þar hafa fjölmiðlamenn orðið uppvísir af ofbeldi, svívirðingum, slagsmálum og þá vakti einn þeirra mikla athygli þegar hann dansaði hálfnakinn um blaðamannastúkuna. „Það var einhver að dansa nakinn um blaðamannastúkuna. Það gengur ekki,“ sagði fjölmiðlafulltrúi afríska knattspyrnusambandsins, CAF. Sambandið gaf út nýjar reglur til að koma í veg fyrir „ófagmannlega og ósæmilega hegðun“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Unruly behaviour from AFCON reporters provokes CAF clampdown - ESPN https://t.co/K4SCRXYQWu— Sid Lowe (@sidlowe) February 3, 2024 „CAF hefur tekið eftir því að tilfellum með ófagmannlegri og ósæmilegri hegðun hefur fjölgað mikið meðal nokkurra fjölmiðlamanna á vinnusvæði fjölmiðlamanna á Afríkumótinu. CAF hitti skipuleggjendur mótsins og lögregluna til að ræða stöðuna og nauðsynlegar aðgerðir,“ sagði í tilkynningunni. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum öll áhugafólk um fótbolta með mikla ástríðu fyrir landsliði okkar en fjölmiðlamenn verða engu að síður að sýna fagmennsku,“ sagði í tilkynningunni en sambandið hefur staðfest fréttir af villtum fagnaðarlátum og svívirðingum í garð kollega. Þeir fjölmiðlamenn sem verða uppvísir af ósæmilegri hegðun missa hér eftir fjölmiðlaréttindi sín á mótinu. Það fer ekkert á milli að fjölmiðlamaðurinn sem dansaði næstum því nakinn um fjölmiðlastúkuna til að svekkja kollega sína hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Hann var frá Fílabeinsströndinni og var að fagna sigri á meisturum Senegal. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Svo slæmt var ástandið orðið að afríska knattspyrnusambandið taldi sig þurfa að setja saman nýjar reglur um rétta hegðun stéttarinnar á leikjum keppninnar. Það hefur verið mikið að frétta af mótinu enda mikið af óvæntum úrslitum þar sem margar af bestu knattspyrnuþjóðum álfunnar hafa dottið snemma úr keppni. Fréttir af látum í blaðamannastúkunni hafa engu að síður stolið senunni. Þar hafa fjölmiðlamenn orðið uppvísir af ofbeldi, svívirðingum, slagsmálum og þá vakti einn þeirra mikla athygli þegar hann dansaði hálfnakinn um blaðamannastúkuna. „Það var einhver að dansa nakinn um blaðamannastúkuna. Það gengur ekki,“ sagði fjölmiðlafulltrúi afríska knattspyrnusambandsins, CAF. Sambandið gaf út nýjar reglur til að koma í veg fyrir „ófagmannlega og ósæmilega hegðun“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Unruly behaviour from AFCON reporters provokes CAF clampdown - ESPN https://t.co/K4SCRXYQWu— Sid Lowe (@sidlowe) February 3, 2024 „CAF hefur tekið eftir því að tilfellum með ófagmannlegri og ósæmilegri hegðun hefur fjölgað mikið meðal nokkurra fjölmiðlamanna á vinnusvæði fjölmiðlamanna á Afríkumótinu. CAF hitti skipuleggjendur mótsins og lögregluna til að ræða stöðuna og nauðsynlegar aðgerðir,“ sagði í tilkynningunni. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum öll áhugafólk um fótbolta með mikla ástríðu fyrir landsliði okkar en fjölmiðlamenn verða engu að síður að sýna fagmennsku,“ sagði í tilkynningunni en sambandið hefur staðfest fréttir af villtum fagnaðarlátum og svívirðingum í garð kollega. Þeir fjölmiðlamenn sem verða uppvísir af ósæmilegri hegðun missa hér eftir fjölmiðlaréttindi sín á mótinu. Það fer ekkert á milli að fjölmiðlamaðurinn sem dansaði næstum því nakinn um fjölmiðlastúkuna til að svekkja kollega sína hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Hann var frá Fílabeinsströndinni og var að fagna sigri á meisturum Senegal.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira