Innlent

Úlfur, úlfur slær í gegn hjá 10. bekk á Akra­nesi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Benedikt Víkingur Rúnarsson (Gosi) og Guðjón Hagalín Kristjánsson (Úlfurinn) nemendur í 10. bekk, sem standa sig frábærlega í sýningunni eins og aðrir nemendur söngleiksins.
Benedikt Víkingur Rúnarsson (Gosi) og Guðjón Hagalín Kristjánsson (Úlfurinn) nemendur í 10. bekk, sem standa sig frábærlega í sýningunni eins og aðrir nemendur söngleiksins. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nemendur í 10. bekk Grundaskóla á Akranesi hafa lítið þurft að kíkja í skólabækurnar sínar síðustu vikur því öll einbeiting þeirra og kraftur hefur farið í að æfa söngleikinn “Úlfur, úlfur”, sem þau sýna nú fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld.

Um 70 nemendur eru í 10. bekk og taka allir þátt í verkinu með mismunandi hlutverk. Söngleikurinn er eftir þá Einar Viðarsson, Flosa Einarsson og Gunnar Sturlu Hervarsson.

„Leikarar og þeir sem koma að sýningunni eru að gera sig klára fyrir fyrsta atriðið. Þannig að við þurfum að farða, mála og klæða okkur í búningana,” segir Hjördís Dögg Grímarsdóttir, umsjónarkennari í 10. Bekk, sem sér m.a. um förðunina.

Hjördís Dögg Grímarsdóttir, umsjónarkennari í 10. Bekk að farða nemanda.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Við erum allavega rosalega stolt af krökkunum og því sem er að gerast og við gætum náttúrulega ekki gert þetta án samfélagsins hérna á Akranesi, við fáum ótrúlegan stuðning þar,” segir Einar Viðarsson leikstjóri og einn höfunda söngleiksins.

En hver er tilgangur og markmið verkefnisins?

„Það er náttúrulega að skapa vettvang fyrir nemendur að komast kannski út úr skelinni og taka á við sjálfan sig,” segir Einar.

Einar Viðarsson leikstjóri og einn höfunda söngleiksins.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég er Gosi og ég er Úlfurinn. við erum eiginlega bara svona vinir og við reynum að vera góðir en við náum því ekki alltaf. Stundum dettur slæma hliðin út,” segja þeir Benedikt Víkingur Rúnarsson (Gosi) og Guðjón Hagalín Kristjánsson (Úlfurinn) nemendur í 10. bekk.

Söngleikurinn hefur algjörlega slegið í gegn á Akranesi.

„ Já, heldur betur, það er allt uppselt, seldist bara á fyrstu tveimur dögunum þegar þetta kom í sölu,” segja þær María Erla Björnsdóttir leikari og Aldís María Smáradóttir leikari og nemendur í 10. bekk skólans.

Heimasíða skólans



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×