Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Lovísa Arnardóttir skrifar 4. febrúar 2024 12:32 SZA, Laufey Lín, Miley Cyrus og Taylor Swift eru allar tilnefndar í kvöld. Vísir/EPA og Vilhelm Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. Laufey er tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundna popptónlistar, sungin tónlist [e.Traditional Pop Vocal Album] og Ólafur fyrir Some Kind of Peace (Piano Reworks) í flokknum nýaldarstemmningstónlist [e. Best New Age, Ambient, or Chant Album]. Fleiri konur en karlar eru tilnefndar í aðalflokkunum og því má búast við því að kvenkyns listamenn verði í aðalhlutverki í kvöld. Meðal þeirra kvenmanna sem eru tilnefndar eru Taylor Swift, Miley Cyrus, Sza, Lana Del Rey og auðvitað Laufey Lín. Sza er með flestar tilnefningar eða alls níu. Vinni hún verðlaun fyrir bestu plötuna verður það í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem svört kona vinnur fyrir það. Síðast vann Lauryn Hill fyrir plötu sína The Miseducation of Lauryn Hill. Ef Taylor Swift vinnur fyrir bestu plötuna mun hún verða mest verðlaunaði listamaður í sögu verðlaunanna og mun þá hafa unnið í þeim flokki fjórum sinnum. Þær Victoria Monét og Phoebe Bridgers eru báðar með sjö tilnefningar. Með sex tilnefningar eru svo Taylor Swift, Olivia Rodrigo, Miley Cyrus, Billie Eilish, Brandy Clark, Batiste og tónlistarframleiðandinn Jack Antonoff. Barbie með ellefu tilnefningar Tónlist úr Barbie kvikmyndinni er samanlagt með ellefu tilnefningar en Billie Eilish var sem dæmi með lag í myndinni. „Það er það sama í gegnum alla sýninguna, konur eru ráðandi,“ er haft eftir framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Ben Winston, á AP. „Það er eitthvað sem við fögnum í kvöld,“ sagði annar yfirmaður hátíðarinnar, Raj Kapoor og að það væri nær fordæmalaust hve margar konur eru tilnefndar. Grínistinn Trevor Noah er kynnir hátíðarinnar fjórða árið í röð. Hægt er að horfa á hátíðina á CBS og Paramount+ sé fólk statt í Bandaríkjunum en einnig er hægt að horfa á heimasíðu Samtaka tónlistarmanna í Bandaríkjunum eða á heimasíðu Grammy-hátíðarinnar. Trevor Noah er kynnir á Grammy-hátíðinni í kvöld. Vísir/EPA Hátíðin hefst klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma en hægt verður að fylgjast með rauða dreglinum allt frá því um klukkan níu. Verðlaunin eru ekki bara verðlaunaafhending því fjöldi listamanna flytur tónlist sína á hátíðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru SZA, Joni Mitchell og Billy Joel. Auk þeirra eru á dagskránni Billie Eilish, Olivia Rodrigo, Dua Lipa, Burna Boy, Luke Combs og Travis Scott. Grammy-verðlaunin Hollywood Tónlist Íslendingar erlendis Laufey Lín Tengdar fréttir Ásdís og Grammy-verðlaunahafinn Purple Disco Machine í eina sæng „Ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir. Hún hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum en nýjasta samstarfsverkefni hennar er við Grammy verðlaunahafann Purple Disco Machine. 15. janúar 2024 17:15 Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24. janúar 2024 10:35 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Laufey er tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundna popptónlistar, sungin tónlist [e.Traditional Pop Vocal Album] og Ólafur fyrir Some Kind of Peace (Piano Reworks) í flokknum nýaldarstemmningstónlist [e. Best New Age, Ambient, or Chant Album]. Fleiri konur en karlar eru tilnefndar í aðalflokkunum og því má búast við því að kvenkyns listamenn verði í aðalhlutverki í kvöld. Meðal þeirra kvenmanna sem eru tilnefndar eru Taylor Swift, Miley Cyrus, Sza, Lana Del Rey og auðvitað Laufey Lín. Sza er með flestar tilnefningar eða alls níu. Vinni hún verðlaun fyrir bestu plötuna verður það í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem svört kona vinnur fyrir það. Síðast vann Lauryn Hill fyrir plötu sína The Miseducation of Lauryn Hill. Ef Taylor Swift vinnur fyrir bestu plötuna mun hún verða mest verðlaunaði listamaður í sögu verðlaunanna og mun þá hafa unnið í þeim flokki fjórum sinnum. Þær Victoria Monét og Phoebe Bridgers eru báðar með sjö tilnefningar. Með sex tilnefningar eru svo Taylor Swift, Olivia Rodrigo, Miley Cyrus, Billie Eilish, Brandy Clark, Batiste og tónlistarframleiðandinn Jack Antonoff. Barbie með ellefu tilnefningar Tónlist úr Barbie kvikmyndinni er samanlagt með ellefu tilnefningar en Billie Eilish var sem dæmi með lag í myndinni. „Það er það sama í gegnum alla sýninguna, konur eru ráðandi,“ er haft eftir framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Ben Winston, á AP. „Það er eitthvað sem við fögnum í kvöld,“ sagði annar yfirmaður hátíðarinnar, Raj Kapoor og að það væri nær fordæmalaust hve margar konur eru tilnefndar. Grínistinn Trevor Noah er kynnir hátíðarinnar fjórða árið í röð. Hægt er að horfa á hátíðina á CBS og Paramount+ sé fólk statt í Bandaríkjunum en einnig er hægt að horfa á heimasíðu Samtaka tónlistarmanna í Bandaríkjunum eða á heimasíðu Grammy-hátíðarinnar. Trevor Noah er kynnir á Grammy-hátíðinni í kvöld. Vísir/EPA Hátíðin hefst klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma en hægt verður að fylgjast með rauða dreglinum allt frá því um klukkan níu. Verðlaunin eru ekki bara verðlaunaafhending því fjöldi listamanna flytur tónlist sína á hátíðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru SZA, Joni Mitchell og Billy Joel. Auk þeirra eru á dagskránni Billie Eilish, Olivia Rodrigo, Dua Lipa, Burna Boy, Luke Combs og Travis Scott.
Grammy-verðlaunin Hollywood Tónlist Íslendingar erlendis Laufey Lín Tengdar fréttir Ásdís og Grammy-verðlaunahafinn Purple Disco Machine í eina sæng „Ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir. Hún hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum en nýjasta samstarfsverkefni hennar er við Grammy verðlaunahafann Purple Disco Machine. 15. janúar 2024 17:15 Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24. janúar 2024 10:35 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Ásdís og Grammy-verðlaunahafinn Purple Disco Machine í eina sæng „Ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir. Hún hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum en nýjasta samstarfsverkefni hennar er við Grammy verðlaunahafann Purple Disco Machine. 15. janúar 2024 17:15
Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24. janúar 2024 10:35