Yfir þúsund manns til Grindavíkur í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2024 07:19 Frá Grindavíkurbæ. Vísir/Arnar Þúsund manns munu fara inn til Grindavíkur í dag að vitja eigna sinna og/eða aðstoða við að pakka og/eða flytja búslóð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að í gærkvöldi hafi verið sendir yfir sexhundruð QR kóðar til þeirra sem höfðu fengið úthlutaðan tíma í dag klukkan átta. Í dag verða svo sendir yfir fimmhundruð QR kóðar fyrir þau sem fara inn í bæinn klukkan þrjú. Búist er við því að um fjögurhundruð bílar verði í bænum á báðum tímum. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að aðkoma að bænum verði bæði um Suðurstrandarveg og Nesveg. Þegar farið er út úr Grindavík skal ekið um Norðuljósaveg og þaðan eftir Grindavíkurvegi. Stöðugt fylgst með jarðskjálftavirkni Á lokunarpóstum verður starfsfólk sem skannar QR kóðann hjá öllum sem fara inn í bæinn, með þeim hætti er vitað hvað margir eru í Grindavík hverju sinni. Þá kemur fram í tilkynningu almannavarna að Veðurstofan hafi bætt við sína vöktun næstu tvo daga. Þannig er tryggt að stöðugt verði fylgst með jarðskjálftavirkni, GPS-mælingum og öðrum gögnum á meðan íbúar eru í Grindavík. Segir ennfremur að Vegagerðin verði einnig á vaktinni og tryggi að vegir verði færir. Þau sem töldu sig ekki geta bjargað geymslurými sjálf hafa fengið svör um að hægt verði að koma þeirra búslóð í geymslur sem staðsettar eru á Flugvöllum 20 í Reykjanesbæ, Tekið verður á móti búslóðum frá 11:00-23:00, að því er segir í tilkynningunni. Þá er verið er að vinna í að semja við aðra geymsluaðila. Almannavarnir segja vert að taka fram að hægt sé að nýta sama flutningabílinn til að flytja verðmæti úr fleiri en einu húsi. Eins og áður er hægt að nálgast kassa, límband, dagblöð og bóluplast við verslun Nettó þá daga sem flutningar standa yfir. Almannavarnir minna á vef sinn þar sem finna má svör við ýmsum spurningum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Þar segir að í gærkvöldi hafi verið sendir yfir sexhundruð QR kóðar til þeirra sem höfðu fengið úthlutaðan tíma í dag klukkan átta. Í dag verða svo sendir yfir fimmhundruð QR kóðar fyrir þau sem fara inn í bæinn klukkan þrjú. Búist er við því að um fjögurhundruð bílar verði í bænum á báðum tímum. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að aðkoma að bænum verði bæði um Suðurstrandarveg og Nesveg. Þegar farið er út úr Grindavík skal ekið um Norðuljósaveg og þaðan eftir Grindavíkurvegi. Stöðugt fylgst með jarðskjálftavirkni Á lokunarpóstum verður starfsfólk sem skannar QR kóðann hjá öllum sem fara inn í bæinn, með þeim hætti er vitað hvað margir eru í Grindavík hverju sinni. Þá kemur fram í tilkynningu almannavarna að Veðurstofan hafi bætt við sína vöktun næstu tvo daga. Þannig er tryggt að stöðugt verði fylgst með jarðskjálftavirkni, GPS-mælingum og öðrum gögnum á meðan íbúar eru í Grindavík. Segir ennfremur að Vegagerðin verði einnig á vaktinni og tryggi að vegir verði færir. Þau sem töldu sig ekki geta bjargað geymslurými sjálf hafa fengið svör um að hægt verði að koma þeirra búslóð í geymslur sem staðsettar eru á Flugvöllum 20 í Reykjanesbæ, Tekið verður á móti búslóðum frá 11:00-23:00, að því er segir í tilkynningunni. Þá er verið er að vinna í að semja við aðra geymsluaðila. Almannavarnir segja vert að taka fram að hægt sé að nýta sama flutningabílinn til að flytja verðmæti úr fleiri en einu húsi. Eins og áður er hægt að nálgast kassa, límband, dagblöð og bóluplast við verslun Nettó þá daga sem flutningar standa yfir. Almannavarnir minna á vef sinn þar sem finna má svör við ýmsum spurningum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira